Lífið

Hvernig er þessi jakki á litinn?

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Blár og hvítur? Grænn og brúnn?
Blár og hvítur? Grænn og brúnn?
Ári eftir að „kjóllinn“ lagði internetið á hliðina, sundraði fjölskyldum og rústaði matarboðum, erum við aftur orðin ósammála - núna vegna Adidas-jakka.

Þetta hófst allt þegar Tumblr-notandinn Nina, 16 ára stúlka frá Kaliforníu, setti inn myndina hér til hliðar á netið. Við myndina skrifaði hún að hún væri að rífast við vinkonu sína um hver liturinn á jakkanum væri.

Önnur þeirra sagði að hann væri svartur og brúnn en hin taldin hann vera hvítan og bláan.

Netverjar eru þó alls ekki á því að það séu einu litasamsetningarnar sem sjá má. Þannig telja sumir jakkann vera grænan og gylltan og enn aðrir að hann sé grænn og brúnn.

En af hverju sér fólk jakkann í svona mismunandi litum? Samkvæmt vefsíðunni Buzzfeed fer það eftir hversu mikið ljós kemur inn sjónhimnu fólks.

Hér að neðan má sjá umræðu um jakkann sem hefur fengið merkinguna #TheJacket

Þá er bara spurning hvernig þú sérð hann?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×