Svarta boxið í öllum bílum árið 2014 Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2013 14:30 Svarta boxið Það eru ef til vill ekki margir sem vita að svart box sem skráir akstur bíla leynist undir mælaborði flestra nýrra bíla í dag og þau verða í öllum bílum árið 2014 í Bandarikjunum. Segja má að þetta sé enn ein birtingarmynd þess að "stóri bróðir" sé sannarlega að fylgjast með ferðum okkar allra. Í dag eru 96% allra nýrra bíla sem framleiddir eru þar vestra með svona svart box. Það er bílaöryggisstofnunin í Bandaríkjunum (NHTSA) sem fer fram á að þessi búnaður verði að vera í öllum bílum frá og með næsta ári. Fyrstu bílarnir með þessum búnaði voru framleiddir af General Motors árið 1990 í því augnamiði að fylgjast með gæðum bíla sinna með tilliti til aksturs þeirra. Svarta boxið í bílum skráir ekki eins miklar upplýsingar og í flugvélum, en skráningarbúnaður sýnir hraða bíla, hvernig hemlun var háttað, notkun bílbelta og þá krafta sem verða við árekstur ef loftpúðar springa út. Í einum 14 fylkjum Bandaríkjanna hefur löggæsla, tryggingafélög og lögfræðingar heimild til þess að lesa úr svarta boxinu eftir árekstur í leit sinni að ástæðum árekstra svo leysa megi úr réttarstöðu hlutaðeigandi aðila. Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Það eru ef til vill ekki margir sem vita að svart box sem skráir akstur bíla leynist undir mælaborði flestra nýrra bíla í dag og þau verða í öllum bílum árið 2014 í Bandarikjunum. Segja má að þetta sé enn ein birtingarmynd þess að "stóri bróðir" sé sannarlega að fylgjast með ferðum okkar allra. Í dag eru 96% allra nýrra bíla sem framleiddir eru þar vestra með svona svart box. Það er bílaöryggisstofnunin í Bandaríkjunum (NHTSA) sem fer fram á að þessi búnaður verði að vera í öllum bílum frá og með næsta ári. Fyrstu bílarnir með þessum búnaði voru framleiddir af General Motors árið 1990 í því augnamiði að fylgjast með gæðum bíla sinna með tilliti til aksturs þeirra. Svarta boxið í bílum skráir ekki eins miklar upplýsingar og í flugvélum, en skráningarbúnaður sýnir hraða bíla, hvernig hemlun var háttað, notkun bílbelta og þá krafta sem verða við árekstur ef loftpúðar springa út. Í einum 14 fylkjum Bandaríkjanna hefur löggæsla, tryggingafélög og lögfræðingar heimild til þess að lesa úr svarta boxinu eftir árekstur í leit sinni að ástæðum árekstra svo leysa megi úr réttarstöðu hlutaðeigandi aðila.
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent