Grét af gleði er hún setti Íslandsmet Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. júní 2013 06:15 Hafdís hefur verið að ná mögnuðum árangri upp á síðkastið og segist eiga enn meira inni.fréttablaðið/vilhelm Hafdís Sigurðardóttir hefur farið mikinn á frjálsíþróttamótum í upphafi sumars. Hún byrjaði á því að slá tíu ára gamalt Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur í langstökki. Hafdís stökk þá 6,36 metra og bætti met Sunnu um sex sentimetra. „Þetta kom mér rosalega á óvart og ég átti ekki til orð þegar ég setti metið. Ég réð mér ekki fyrir gleði og fór að hágráta í þriðju umferð,“ segir Hafdís er hún rifjar upp Íslandsmetsstökkið. „Gísli þjálfari sagði mér að hætta að gráta því þetta væri ekki búið. Hann vissi þetta upp á hár og var búinn að segja við fólk að ég myndi setja met á þessu móti. Ég var samt voða feginn að hann sagði mér þetta ekki því það hefði líklega ekki hjálpað mér. Ég hefði líklega bara hlegið að honum.“Er að blómstra á besta aldri Það er óhætt að segja að Hafdís sé að springa út sem íþróttamaður þessa dagana. Nokkuð sérstakt í ljósi þess að hún er orðin 26 ára. Hún er sveitastelpa úr Suður-Þingeyjarsýslu en flutti til Akureyrar þegar hún var 16 ára. Þar hefur hún verið að æfa síðan undir styrkri leiðsögn Gísla Sigurðssonar. „Öll vinnan sem ég hef lagt inn allan minn feril er loksins að skila sér. Ég er að blómstra á besta aldri,“ segir Hafdís og hlær við. „Ég er búin að æfa með Gísla í níu ár. Það byrjaði brösuglega því ég var bara mjó sveitastelpa sem var fljót að hlaupa og var sterk eftir vinnu í sveitinni. Ég þurfti því nánast að byrja á því að byggja upp þol og styrk. Ég lenti í mótlæti vegna beinhimnubólgu en gafst aldrei upp og það er að skila sér núna sem er afar ánægjulegt. Gísli á mikið í mér og gömlu þjálfararnir mínir í sveitinni eiga það líka.“ Hafdís hefur einnig verið að hlaupa mjög vel. Hún er í tvígang búin að hlaupa 60 metra hlaup undir Íslandsmetstíma en fékk metið ekki skráð þar sem meðvindur var of mikill. Hún var einnig aðeins einu sekúndubroti frá Íslandsmetinu í 200 metra hlaupi á Smáþjóðaleikunum á dögunum. „Þetta sumar hefur byrjað það vel að ég hef þurft að setja mér ný markmið. Ég var rosalega nálægt því að ná 200 metra metinu um daginn og ég stefni á það næst. Einnig mun ég reyna að ná metinu í 60 metra hlaupi. Ég gefst ekkert upp,“ segir Hafdís en hún reynir aftur við 60 metrana í dag.Árangurinn gefur mér kraft Það er helling fram undan hjá þessari mögnuðu íþróttakonu sem ætlar sér stóra hluti á komandi árum. „Ég er vonandi að fara að keppa í Evrópubikarnum með landsliðinu og svo er stórt mót í Svíþjóð þar á eftir. Svo er það landsmótið og svo stefni ég á HM í ágúst. Það væri flott að komast þar inn.“ Hafdís hefur ekki enn tekið þátt á Ólympíuleikum en hún er með augun á næstu leikum sem fara fram í Brasilíu. „Þessi árangur upp á síðkastið gefur mér kraft. Ég er frekar lítil í mér og ekki með neitt of mikið sjálfstraust. Ég er því ekki beint að flagga árangrinum. Þetta er samt ótrúlega ánægjulegt og nú veit ég hvað ég get. Stóri draumurinn er svo að fara til Ríó árið 2016. Vonandi held ég áfram að bæta mig og kemst alla leið.“ Innlendar Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Sjá meira
Hafdís Sigurðardóttir hefur farið mikinn á frjálsíþróttamótum í upphafi sumars. Hún byrjaði á því að slá tíu ára gamalt Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur í langstökki. Hafdís stökk þá 6,36 metra og bætti met Sunnu um sex sentimetra. „Þetta kom mér rosalega á óvart og ég átti ekki til orð þegar ég setti metið. Ég réð mér ekki fyrir gleði og fór að hágráta í þriðju umferð,“ segir Hafdís er hún rifjar upp Íslandsmetsstökkið. „Gísli þjálfari sagði mér að hætta að gráta því þetta væri ekki búið. Hann vissi þetta upp á hár og var búinn að segja við fólk að ég myndi setja met á þessu móti. Ég var samt voða feginn að hann sagði mér þetta ekki því það hefði líklega ekki hjálpað mér. Ég hefði líklega bara hlegið að honum.“Er að blómstra á besta aldri Það er óhætt að segja að Hafdís sé að springa út sem íþróttamaður þessa dagana. Nokkuð sérstakt í ljósi þess að hún er orðin 26 ára. Hún er sveitastelpa úr Suður-Þingeyjarsýslu en flutti til Akureyrar þegar hún var 16 ára. Þar hefur hún verið að æfa síðan undir styrkri leiðsögn Gísla Sigurðssonar. „Öll vinnan sem ég hef lagt inn allan minn feril er loksins að skila sér. Ég er að blómstra á besta aldri,“ segir Hafdís og hlær við. „Ég er búin að æfa með Gísla í níu ár. Það byrjaði brösuglega því ég var bara mjó sveitastelpa sem var fljót að hlaupa og var sterk eftir vinnu í sveitinni. Ég þurfti því nánast að byrja á því að byggja upp þol og styrk. Ég lenti í mótlæti vegna beinhimnubólgu en gafst aldrei upp og það er að skila sér núna sem er afar ánægjulegt. Gísli á mikið í mér og gömlu þjálfararnir mínir í sveitinni eiga það líka.“ Hafdís hefur einnig verið að hlaupa mjög vel. Hún er í tvígang búin að hlaupa 60 metra hlaup undir Íslandsmetstíma en fékk metið ekki skráð þar sem meðvindur var of mikill. Hún var einnig aðeins einu sekúndubroti frá Íslandsmetinu í 200 metra hlaupi á Smáþjóðaleikunum á dögunum. „Þetta sumar hefur byrjað það vel að ég hef þurft að setja mér ný markmið. Ég var rosalega nálægt því að ná 200 metra metinu um daginn og ég stefni á það næst. Einnig mun ég reyna að ná metinu í 60 metra hlaupi. Ég gefst ekkert upp,“ segir Hafdís en hún reynir aftur við 60 metrana í dag.Árangurinn gefur mér kraft Það er helling fram undan hjá þessari mögnuðu íþróttakonu sem ætlar sér stóra hluti á komandi árum. „Ég er vonandi að fara að keppa í Evrópubikarnum með landsliðinu og svo er stórt mót í Svíþjóð þar á eftir. Svo er það landsmótið og svo stefni ég á HM í ágúst. Það væri flott að komast þar inn.“ Hafdís hefur ekki enn tekið þátt á Ólympíuleikum en hún er með augun á næstu leikum sem fara fram í Brasilíu. „Þessi árangur upp á síðkastið gefur mér kraft. Ég er frekar lítil í mér og ekki með neitt of mikið sjálfstraust. Ég er því ekki beint að flagga árangrinum. Þetta er samt ótrúlega ánægjulegt og nú veit ég hvað ég get. Stóri draumurinn er svo að fara til Ríó árið 2016. Vonandi held ég áfram að bæta mig og kemst alla leið.“
Innlendar Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Sjá meira