Ef að líkum lætur mun Ólafur Þór Hauksson og starfslið hans hjá sérstökum saksóknara fljótlega hafa úr enn fleiri matsölustöðum að velja til að bregða sér á í hádeginu.
FoodCo, sem á og rekur fjölda skyndibita- og veitingastaða, hefur tryggt sér laust leiguhúsnæði á Skúlagötunni, í sama húsi og Ólafur starfar.
Hermt er að þar standi til að opna nýtt útibú hollustustaðarins Saffrans. Þegar eru í húsinu Kryddlegin hjörtu, auk þess sem vegasjoppan Aktu taktu er steinsnar frá, og Domino?s-pitsur sömuleiðis.
