RÚV biður Ívu afsökunar Stefán Árni Pálsson skrifar 2. mars 2020 13:52 Íva flutti lagið í beinni í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið með lag sitt Oculis Videre, greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hún væri ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. Þá hefðu þau fengið þau svör við beiðni sinni um að endurflytja lagið, strax að því loknu, að slíkt væri ekki hægt. Vísir greindi frá málinu í gærkvöldi og nú hefur framkvæmdarstjórn keppninnar sent frá sér yfirlýsingu og er Íva beðin afsökunar. „Beiðni Ívu um að flytja lagið aftur barst því miður ekki með nógu skýrum hætti til framkvæmdastjórnar né stjórnanda útsendingarinnar. Þar er ekki við Ívu Marín að sakast. Hvorki framkvæmdastjórn né stjórnandi útsendingarinnar höfðu vitneskju um að eitthvað amaði að hljóðinu í laginu fyrr en eftir flutning þess. Útsendingarstjórinn fékk þau skilaboð að meðhöfundur Ívu að laginu, Richard Cameron, hafi ekki gert neinar athugasemdir. Þarna er ljóst að mistök verða í samskiptum starfsfólks RÚV,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að rétt áður en lagið hafi verið flutt kom í ljós að sendir á einum hljóðnema virkaði ekki vegna truflana á tíðni. „Þessi sendir var í fullkomnu lagi á öllum æfingum og rennslum fram að þessu. Sendirinn var endurræstur strax og talið var að hann væri í lagi þegar flutningur á laginu hófst. Þarna verða einnig mistök í samskiptum á staðnum, skilaboðin um þetta berast ekki réttum aðilum í tæka tíð. Framkvæmdastjórnin harmar af öllu hjarta að þetta hafi gerst og hefur hún beðið Ívu og hennar samstarfsfólk innilega afsökunar. Íva og flytjendur lagsins sýndu algjöra fagmennsku í öllu ferlinu og fluttu lagið óaðfinnalega miðað við aðstæður.“ Í yfirlýsingunni segir einnig að þessi tækni- og samskiptamál í keppninni verða tekin til alvarlegrar skoðunar næstu daga og allt gert til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. „Aðrir tæknilegir hnökrar sem komu upp í beinu útsendingunni á laugardagskvöld verða að sjálfsögðu skoðaðir með sama markmið í huga til að gera Söngvakeppnina að enn betri og skemmtilegri viðburði fyrir bæði keppendur og áhorfendur.“ watch on YouTube Eurovision Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið með lag sitt Oculis Videre, greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hún væri ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. Þá hefðu þau fengið þau svör við beiðni sinni um að endurflytja lagið, strax að því loknu, að slíkt væri ekki hægt. Vísir greindi frá málinu í gærkvöldi og nú hefur framkvæmdarstjórn keppninnar sent frá sér yfirlýsingu og er Íva beðin afsökunar. „Beiðni Ívu um að flytja lagið aftur barst því miður ekki með nógu skýrum hætti til framkvæmdastjórnar né stjórnanda útsendingarinnar. Þar er ekki við Ívu Marín að sakast. Hvorki framkvæmdastjórn né stjórnandi útsendingarinnar höfðu vitneskju um að eitthvað amaði að hljóðinu í laginu fyrr en eftir flutning þess. Útsendingarstjórinn fékk þau skilaboð að meðhöfundur Ívu að laginu, Richard Cameron, hafi ekki gert neinar athugasemdir. Þarna er ljóst að mistök verða í samskiptum starfsfólks RÚV,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að rétt áður en lagið hafi verið flutt kom í ljós að sendir á einum hljóðnema virkaði ekki vegna truflana á tíðni. „Þessi sendir var í fullkomnu lagi á öllum æfingum og rennslum fram að þessu. Sendirinn var endurræstur strax og talið var að hann væri í lagi þegar flutningur á laginu hófst. Þarna verða einnig mistök í samskiptum á staðnum, skilaboðin um þetta berast ekki réttum aðilum í tæka tíð. Framkvæmdastjórnin harmar af öllu hjarta að þetta hafi gerst og hefur hún beðið Ívu og hennar samstarfsfólk innilega afsökunar. Íva og flytjendur lagsins sýndu algjöra fagmennsku í öllu ferlinu og fluttu lagið óaðfinnalega miðað við aðstæður.“ Í yfirlýsingunni segir einnig að þessi tækni- og samskiptamál í keppninni verða tekin til alvarlegrar skoðunar næstu daga og allt gert til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. „Aðrir tæknilegir hnökrar sem komu upp í beinu útsendingunni á laugardagskvöld verða að sjálfsögðu skoðaðir með sama markmið í huga til að gera Söngvakeppnina að enn betri og skemmtilegri viðburði fyrir bæði keppendur og áhorfendur.“ watch on YouTube
Eurovision Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira