RÚV biður Ívu afsökunar Stefán Árni Pálsson skrifar 2. mars 2020 13:52 Íva flutti lagið í beinni í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið með lag sitt Oculis Videre, greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hún væri ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. Þá hefðu þau fengið þau svör við beiðni sinni um að endurflytja lagið, strax að því loknu, að slíkt væri ekki hægt. Vísir greindi frá málinu í gærkvöldi og nú hefur framkvæmdarstjórn keppninnar sent frá sér yfirlýsingu og er Íva beðin afsökunar. „Beiðni Ívu um að flytja lagið aftur barst því miður ekki með nógu skýrum hætti til framkvæmdastjórnar né stjórnanda útsendingarinnar. Þar er ekki við Ívu Marín að sakast. Hvorki framkvæmdastjórn né stjórnandi útsendingarinnar höfðu vitneskju um að eitthvað amaði að hljóðinu í laginu fyrr en eftir flutning þess. Útsendingarstjórinn fékk þau skilaboð að meðhöfundur Ívu að laginu, Richard Cameron, hafi ekki gert neinar athugasemdir. Þarna er ljóst að mistök verða í samskiptum starfsfólks RÚV,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að rétt áður en lagið hafi verið flutt kom í ljós að sendir á einum hljóðnema virkaði ekki vegna truflana á tíðni. „Þessi sendir var í fullkomnu lagi á öllum æfingum og rennslum fram að þessu. Sendirinn var endurræstur strax og talið var að hann væri í lagi þegar flutningur á laginu hófst. Þarna verða einnig mistök í samskiptum á staðnum, skilaboðin um þetta berast ekki réttum aðilum í tæka tíð. Framkvæmdastjórnin harmar af öllu hjarta að þetta hafi gerst og hefur hún beðið Ívu og hennar samstarfsfólk innilega afsökunar. Íva og flytjendur lagsins sýndu algjöra fagmennsku í öllu ferlinu og fluttu lagið óaðfinnalega miðað við aðstæður.“ Í yfirlýsingunni segir einnig að þessi tækni- og samskiptamál í keppninni verða tekin til alvarlegrar skoðunar næstu daga og allt gert til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. „Aðrir tæknilegir hnökrar sem komu upp í beinu útsendingunni á laugardagskvöld verða að sjálfsögðu skoðaðir með sama markmið í huga til að gera Söngvakeppnina að enn betri og skemmtilegri viðburði fyrir bæði keppendur og áhorfendur.“ watch on YouTube Eurovision Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Sjá meira
Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið með lag sitt Oculis Videre, greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hún væri ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. Þá hefðu þau fengið þau svör við beiðni sinni um að endurflytja lagið, strax að því loknu, að slíkt væri ekki hægt. Vísir greindi frá málinu í gærkvöldi og nú hefur framkvæmdarstjórn keppninnar sent frá sér yfirlýsingu og er Íva beðin afsökunar. „Beiðni Ívu um að flytja lagið aftur barst því miður ekki með nógu skýrum hætti til framkvæmdastjórnar né stjórnanda útsendingarinnar. Þar er ekki við Ívu Marín að sakast. Hvorki framkvæmdastjórn né stjórnandi útsendingarinnar höfðu vitneskju um að eitthvað amaði að hljóðinu í laginu fyrr en eftir flutning þess. Útsendingarstjórinn fékk þau skilaboð að meðhöfundur Ívu að laginu, Richard Cameron, hafi ekki gert neinar athugasemdir. Þarna er ljóst að mistök verða í samskiptum starfsfólks RÚV,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að rétt áður en lagið hafi verið flutt kom í ljós að sendir á einum hljóðnema virkaði ekki vegna truflana á tíðni. „Þessi sendir var í fullkomnu lagi á öllum æfingum og rennslum fram að þessu. Sendirinn var endurræstur strax og talið var að hann væri í lagi þegar flutningur á laginu hófst. Þarna verða einnig mistök í samskiptum á staðnum, skilaboðin um þetta berast ekki réttum aðilum í tæka tíð. Framkvæmdastjórnin harmar af öllu hjarta að þetta hafi gerst og hefur hún beðið Ívu og hennar samstarfsfólk innilega afsökunar. Íva og flytjendur lagsins sýndu algjöra fagmennsku í öllu ferlinu og fluttu lagið óaðfinnalega miðað við aðstæður.“ Í yfirlýsingunni segir einnig að þessi tækni- og samskiptamál í keppninni verða tekin til alvarlegrar skoðunar næstu daga og allt gert til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. „Aðrir tæknilegir hnökrar sem komu upp í beinu útsendingunni á laugardagskvöld verða að sjálfsögðu skoðaðir með sama markmið í huga til að gera Söngvakeppnina að enn betri og skemmtilegri viðburði fyrir bæði keppendur og áhorfendur.“ watch on YouTube
Eurovision Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Sjá meira