Sigurberg besti viskí-hnýtarinn Trausti Hafliðason skrifar 23. maí 2012 21:36 Sigurberg Guðbrandsson fekk vegleg verðlaun fyrir sigur í Johnnie Walker fluguhnýtingarkeppninni. Óskar Páll Sigurberg Guðbrandsson hnýtti bestu viskíflugurnar í Johnnie Walker fluguhnýtingarkeppninni.Keppnin var haldin á vegum Ölgerðarinnar, umboðsaðila Johnnie Walker, verslunarinnar Veiðiflugna og Kamasan. Hilmar Hansson, hjá Veiðiflugum, sagðist í samtali við Veiðivísi vera himinlifandi með þátttökuna, en alls tóku 35 fluguhnýtarar þátt í keppninni. „Þetta hlýtur að vera einhvers konar met í svona keppni," sagði Hilmar og bætti því við að vegna þessara miklu þátttöku reiknaði hann með því að endurtaka leikinn á næsta ári og halda aðra fluguhnýtingarkeppni. Þá sagði hann hugsanlegt að vinningsflugurnar yrðu framleiddar og seldar í Veiðiflugum. Til eru nokkrar tegundir af Johnnie Walker viskíi en þær þekktustu eru vafalaust Red Label, Black Label, Gold Label og Blue Label. Þema keppninnar í ár var einmitt að hnýta flugur í fjórum litaafbrigðum, eina rauða, eina svarta, eina gyllta og eina bláa. Fluguhnýtarar frá öllum landshlutum sendu inn flugur og einn keppandinn sendi meira að segja flugur frá Noregi. Úrslitin urðu sem hér segir:1. sæti. Sigurberg Guðbrandsson, sem er orðinn einn besti hnýtari og fluguhönnuður landsins í dag. Verðlaun: Guideline Exceed 9.6 feta flugustöng fyrir línu #7, hönnuð af Klaus Frimor. Ein stöng í tvo daga í Laxá í Mývatnssveit. Gjafakarfa frá Johnnie Walker (eingöngu fyrir keppendur sem náð hafa 20 ára aldri).2. sæti. Brynjar Hall. Verðlaun: 30.000 króna úttekt hjá Veiðiflugum og glaðningur frá Johnnie Walker.3. sæti. Sigurjón Ólafsson, sem verið hefur einn af bestu hnýturum landsins um árabil. Verðlaun: 20.000 króna úttekt hjá Veiðiflugum og glaðningur frá Johnnie Walker. Dómarar keppninnar voru þeir Bjarni Róbert Jónsson, Björgvin Guðmundsson, Haraldur Eiríksson og Hilmar Hansson. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Sigurberg Guðbrandsson hnýtti bestu viskíflugurnar í Johnnie Walker fluguhnýtingarkeppninni.Keppnin var haldin á vegum Ölgerðarinnar, umboðsaðila Johnnie Walker, verslunarinnar Veiðiflugna og Kamasan. Hilmar Hansson, hjá Veiðiflugum, sagðist í samtali við Veiðivísi vera himinlifandi með þátttökuna, en alls tóku 35 fluguhnýtarar þátt í keppninni. „Þetta hlýtur að vera einhvers konar met í svona keppni," sagði Hilmar og bætti því við að vegna þessara miklu þátttöku reiknaði hann með því að endurtaka leikinn á næsta ári og halda aðra fluguhnýtingarkeppni. Þá sagði hann hugsanlegt að vinningsflugurnar yrðu framleiddar og seldar í Veiðiflugum. Til eru nokkrar tegundir af Johnnie Walker viskíi en þær þekktustu eru vafalaust Red Label, Black Label, Gold Label og Blue Label. Þema keppninnar í ár var einmitt að hnýta flugur í fjórum litaafbrigðum, eina rauða, eina svarta, eina gyllta og eina bláa. Fluguhnýtarar frá öllum landshlutum sendu inn flugur og einn keppandinn sendi meira að segja flugur frá Noregi. Úrslitin urðu sem hér segir:1. sæti. Sigurberg Guðbrandsson, sem er orðinn einn besti hnýtari og fluguhönnuður landsins í dag. Verðlaun: Guideline Exceed 9.6 feta flugustöng fyrir línu #7, hönnuð af Klaus Frimor. Ein stöng í tvo daga í Laxá í Mývatnssveit. Gjafakarfa frá Johnnie Walker (eingöngu fyrir keppendur sem náð hafa 20 ára aldri).2. sæti. Brynjar Hall. Verðlaun: 30.000 króna úttekt hjá Veiðiflugum og glaðningur frá Johnnie Walker.3. sæti. Sigurjón Ólafsson, sem verið hefur einn af bestu hnýturum landsins um árabil. Verðlaun: 20.000 króna úttekt hjá Veiðiflugum og glaðningur frá Johnnie Walker. Dómarar keppninnar voru þeir Bjarni Róbert Jónsson, Björgvin Guðmundsson, Haraldur Eiríksson og Hilmar Hansson.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði