Lífið

Daði og Gagnamagnið unnu með miklum yfirburðum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Freyr og Gagnamagnið unnu með miklum yfirburðum.
Daði Freyr og Gagnamagnið unnu með miklum yfirburðum. RÚV

Lagið Think about things með Daða og Gagnamagninu gjörsigraði í Söngvakeppninni 2020 sem haldin var í Laugardalshöll á laugardaginn en í tilkynningu frá RÚV má sjá hvernig atkvæðin skiptust. 

Fyrri símakosningin

1. Daði – Think about things: 36.035 atkvæði
2. Dimma – Almyrkvi: 22.848 atkvæði
3. Iva – Oculis Videre: 19.072 atkvæði
4. Nína – Echo: 6.515 atkvæði
5. Ísold og Helga – Meet me halfway: 5.568 atkvæði

Alþjóðleg dómnefnd, skipuð 10 aðilum, hafði 50% vægi á móti atkvæðum úr símakosningunni.

Niðurstaða dómnefndar

1. Daði – Think about things: 24.289 atkvæði
2. Iva – Oculis Videre: 18.426 atkvæði
3. Ísold og Helga – Meet me halfway: 17.170 atkvæði
4. Nína – Echo: 15.286 atkvæði
5. Dimma – Almyrkvi: 14.867 atkvæði

Eftir þessa umferð var farið í hið svokallaða einvígi en þá fékk almenningur að kjósa á milli tveggja efstu laganna þegar atkvæði fyrri símakosningar og dómnefndar voru lögð saman.

Niðurstaða seinni símakosningar

1. Daði – Think about things: 58.319 atkvæði
2. Dimma – Almyrkvi: 42.468 atkvæði.

Daði og Gagnamagnið fóru því með sigur úr býtum í einvíginu en heildaratkvæðafjöldi símakosningar þessa tveggja laga skiptist því svona:

1. Daði – Think about things: 94.354 atkvæði
2. Dimma – Almyrkvi: 65.316 atkvæði.

Þá voru lögð saman atkvæði almennings úr báðum kosningunum og atkvæði dómefndar úr fyrri kosningunni.

Úrslit í Söngvakeppninni 2020:

1. Daði – Think about things: 118.643 atkvæði
2. Dimma – Almyrkvi: 80.183 atkvæði.

Atkvæði dómefndar

Hér að neðan má sjá hvernig hver og einn dómari kaus en dómarar voru beðnir að raða lögunum í röð eftir gæðum lagsins að þeirra mati. Þeir voru beðnir um að setja lagið sem þeim þætti best í fyrsta sæti, það næstbesta í annað sæti osfrv.

Dómari 1:
1. Meet me halfway
2. Think about things
3. Echo
4. Oculis Videre
5. Almyrkvi

Dómari 2:
1. Think about things
2. Meet me halfway
3. Oculis Videre
4. Almyrkvi
5. Echo

Dómari 3:
1. Think about things
2. Oculis Videre
3. Almyrkvi
4. Meet me halfway
5. Echo

Dómari 4:
1. Think about things
2. Oculis Videre
3. Meet me halfway
4. Echo
5. Almyrkvi

Dómari 5:
1. Think about things
2. Oculis Videre
3. Meet me halfway
4. Echo
5. Almyrkvi

Dómari 6:
1. Think about things
2. Oculis Videre
3. Meet me halfway
4. Almyrkvi
5. Echo

Dómari 7:
1. Oculis Videre
2. Think about things
3. Almyrkvi
4. Meet me halfway
5. Echo

Dómari 8:
1. Think about things
2. Echo
3. Oculis Videre
4. Almyrkvi
5. Meet me halfway

Dómari 9:
1. Think about things
2. Almyrkvi
3. Meet me halfway
4. Echo
5. Oculis Videre

Dómari 10:
1. Think about things
2. Echo
3. Meet me halfway
4. Oculis Videre
5. Almyrkvi

Úrslit kosninga í undankeppnunum

Í undanúrslitunum sem haldin voru í Háskólabíói fór kosningin svona:

Fyrri undanúrslit, 8. febrúar:
1. Almyrkvi – Dimma : 14.984 atkvæði
2. Klukkan tifar – Ísold og Helga: 6.654 atkvæði
3. Ævintýri – Kid Isak: 3.651 atkvæði
4. Augun þín – Brynja Mary: 3.374 atkvæði
5. Elta þig – Elísabet: 1.989 atkvæði

Seinni undanúrslit, 15. febrúar:
1. Gagnamagnið – Daði og Gagnamagnið: 11.218 atkvæði
2. Oculis Videre – Iva: 10.924 atkvæði
3. Ekkó – Nína: 5.905 atkvæði
4. Dreyma – Matti Matt: 5.634 atkvæði
5. Fellibylur – Hildur Vala: 1.336 atkvæði

Daði Freyr og Gagnamagnið fara því sem fulltrúar Íslands í Eurovision söngvakeppnina sem haldin verður í Rotterdam í Hollandi 12.-16. maí. Íslenska lagið verður flutt í seinni undanúrslitunum 14. maí og svo fari svo að það komist áfram verður það einnig flutt í úrslitakeppninni 16. maí.


Tengdar fréttir

Dara Ó Briain sjúkur í Daða og Gagnamagnið

Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×