Tuttugu ómissandi hlutir fyrir ferðalag um Ísland Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. júní 2021 07:00 Ertu búin(n) að pakka fyrir ferðalagið? Vísir/Getty Hvað þarf að taka með í ferðalagið, fyrir utan grunn útilegubúnað og góða skapið? Lífið tók saman lista yfir tuttugu hluti sem væri sniðugt að pakka í töskuna. Stór hluti landsmanna heldur nú í ferðalag með vinum eða ættingjum en önnur stærsta ferðahelgi ársins er nú að renna upp. Það getur verið mikill hausverkur að pakka niður og finna réttu hlutina þegar halda á í útilegu enda við öllu að búast á okkar farsæla Fróni. Það er fátt eins mikilvægt og að taka með sér góða skapið, æðruleysið og ævintýraþrána þegar leggja skal upp í ferðalag en svo er það líka allt hitt. Lífið tók saman lista yfir tuttugu hluti sem væri sniðugt að hafa meðferðis í útilegutöskuna. 1. Yatzy spil eða spilastokk Hæ Gosi, Veiðimaður, kapall eða jafnvel fatapóker? Leggðu frá þér símann í smá stund og spilaðu við vinina eða fjölskylduna. Einn spilastokkur og Yatzy-sett tekur mjög lítið pláss og ætti að vera staðalbúnaður í útileguna. Getty 2. Svefngríma og eyrnatappar Áttu erfitt með að sofa í tjaldi? Hvort sem þú ert að reyna að leggja þig yfir daginn eða ætlar að reyna að sofna þegar það er partý í næsta tjaldi þá eru eyrnatappar og svefngríma eitthvað sem þú ættir alls ekki að sleppa. Getty 3. Þykkir kósí sokkar Þegar okkur er kalt á tánum þá eigum við yfirleitt erfiðara með að sofna. Kósí, hlýir sokkar geta þá gert gæfumuninn. Hafðu nokkra til skiptanna. Getty 4. Varasalvi eða feitt krem Mikil útivera getur valdið þurrki í húðinni og er vara- og handþurrkur í útilegu eitthvað sem við viljum flest forðast. Sum krem er bæði hægt að nota á varir og hendur og því gott að hafa alltaf við hendina. Getty 5. Myntur eða hálsbrjóstsykur Þegar þú vaknar í tjaldi og nennir ekki strax út að tannbursta þig er mjög þakklátt að hafa meðferðis sér myntur eða hálsbrjóstsykur, bæði fyri þig og þá sem deila með þér tjaldi. Svo ekki sé minnst á það ef að ástin bankar óvænt upp á. Getty 6. Hleðslubanki Flest erum við orðin háð símunum okkar og því má segja að einhverskonar hleðslubanki sé nú eitt af nauðsynjavörum í útileguna. Mundu bara að hlaða hleðslubankann áður. Getty 7. Þráðlausir hátalarar Eitthvað sem flestir muna eftir að taka með. En eins og með hleðslubankann, munum að vera búin að full hlaða hátalarana heima. Getty 8. Blettahreinsipenni Algjör snilld fyrir þá sem eiga sérstaklega auðvelt með það að sulla niður á sig. Það er yfirleitt ekki greiður aðgangur að þvottavél í útilegunni og ef það kemur blettur í fínu peysuna þína er blettahreinsipenninn eitthvað sem þú vilt hafa við hendina. Getty 9. Blautþurrkur Blautþurrkur geta bjargað öllu, eða næstum því. Hægt að nota þær til að þrífa af farðann fyrir nóttina eða í kattarþvottinn þegar þú kemst ekki í sturtu. Svo má nota þær í að þurrka af hlutum sem þú notar til matar en einnig eru þær mjög góðar til þess að hreinsa létta bletti. Hafa skal í huga að hugsa vel um umhverfið og nota því blautþurrkurnar sparlega. Getty 10. Lyf Fyrir utan lyf sem fólk tekur að staðaldri þá ættu allir að muna eftir ofnæmislyfjum, panodíl og íbúfeni. Getty 11. Mittistaska Fyrir utan það hvað mittistaskan er flottur fylgihlutur þá er hún fullkomin fyrir allt litla dótið. Varasalvann, kortaveskið, sprittið, símann og þá hluti sem þú vilt alltaf hafa á þér. Getty 12. Spreybrúsi og ilmolíur Það er mög sniðugt að kaupa litla spreybrúsa og taka með í útileguna. Þú getur til dæmis gert tvær ilmblöndur og blandað í spreybrúsana áður en þú ferð. Sem dæmi þá er lavenderblanda mjög góð til að spreyja fyrir kvöldið því bæði er lavenderilmurinn róandi og fælir frá lúsmý. Svo er hægt að gera eina ferskari blöndu til að nota á daginn. Piparmynta, eucalyptus, appelsínu eða sítrónuilmur eru mjög ferskir og upplífgandi ilmir sem henta vel á daginn. Getty 13. Spritt, spritt og meira spritt Þó svo að takmörkunum hafi verið aflétt þá er vert að hafa í huga að gæta enn að persónulegum sóttvörnum. Það er góð lausn að setja spritt í litla spreybrúsa, bæði til að spreyja á hendur og þá yfirborðsfleti sem þú telur að þurfi að spritta. Sprittið ættir þú alltaf að vera með á þér, til dæmis í mittistöskunni eða bakpokanum. Getty 14. Frunsukrem eða frunsulyf Martröð þeirra sem eiga það til að fá frunsu er að fá eina slíka í útilegunni. Frunsukremið kunna flestir að nota en það eru ekki allir sem vita af því að nú er hægt að nálgast frunsulyf í apótekum, án lyfseðils. Mælum með því að frunsufólk kynni sér þessa snilld. Getty 15. Vatnsbrúsi Við megum ekki gleyma því að drekka vatn þó að jafnvel sé annar vökvi vinsælli hjá einhverjum þessa helgi. Allt er betra ef við drekkum vel af vatni og einnig er miklu ólíklegra að lenda í einhvers konar meltingaveseni, eins og vill stundum gerast á ferðalögum. Vatnið ætti að vera það fyrsta sem við drekkum þegar við vöknum svo að það er gott að hafa brúsann alltaf við hendina. Getty 16. Hattur, derhúfa og sólgleraugu Fullkomnir fylgihlutir fyrir útilegudressið. Sólgleraugun til að verja augun fyrir sólinni og ekki síður til að fela þreytt augu. Það er líka mjög þægilegt að smella á sig hatti eða derhúfu þegar hárið er úfið og reytt eftir nóttina. Getty 17. Tannstönglar eða tannþráður Það er fátt meira pirrandi en að vera með eitthvað fast í tönnunum, til dæmis eftir grillmat. Tannþráður tekur mjög lítið pláss getur bjargað svo miklu. Getty 18. Heyrnartól Þegar þú ert algjörlega komin með nóg af því að heyra mis tónvisst fólk öskursyngja lög eins og Stál og hnífur eða Rangur maður þá er virkilega heppilegt að geta gripið í heyrnartólin, velja tónlist við sitt hæfi og kúpla sig aðeins út. Getty 19. Verjur Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Allur er varinn góður. Öryggið á oddinn og allt það. Getty 20. Andlitsgríma Þó svo að nú sé búið að afnema grímuskylduna þá er ekki vitlaust að hafa andlitsgrímu meðferðis, bara svona til vonar og vara. Getty Við hjá Lífinu óskum þess að allir skemmti sér konunglega á ferðalagi um landið okkar í sumar, gangi hægt um gleðinnar dyr, virði sjálfa sig og aðra og umfram allt njóti lífsins til hins ítrasta. Ástin og lífið Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Börn og uppeldi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Stór hluti landsmanna heldur nú í ferðalag með vinum eða ættingjum en önnur stærsta ferðahelgi ársins er nú að renna upp. Það getur verið mikill hausverkur að pakka niður og finna réttu hlutina þegar halda á í útilegu enda við öllu að búast á okkar farsæla Fróni. Það er fátt eins mikilvægt og að taka með sér góða skapið, æðruleysið og ævintýraþrána þegar leggja skal upp í ferðalag en svo er það líka allt hitt. Lífið tók saman lista yfir tuttugu hluti sem væri sniðugt að hafa meðferðis í útilegutöskuna. 1. Yatzy spil eða spilastokk Hæ Gosi, Veiðimaður, kapall eða jafnvel fatapóker? Leggðu frá þér símann í smá stund og spilaðu við vinina eða fjölskylduna. Einn spilastokkur og Yatzy-sett tekur mjög lítið pláss og ætti að vera staðalbúnaður í útileguna. Getty 2. Svefngríma og eyrnatappar Áttu erfitt með að sofa í tjaldi? Hvort sem þú ert að reyna að leggja þig yfir daginn eða ætlar að reyna að sofna þegar það er partý í næsta tjaldi þá eru eyrnatappar og svefngríma eitthvað sem þú ættir alls ekki að sleppa. Getty 3. Þykkir kósí sokkar Þegar okkur er kalt á tánum þá eigum við yfirleitt erfiðara með að sofna. Kósí, hlýir sokkar geta þá gert gæfumuninn. Hafðu nokkra til skiptanna. Getty 4. Varasalvi eða feitt krem Mikil útivera getur valdið þurrki í húðinni og er vara- og handþurrkur í útilegu eitthvað sem við viljum flest forðast. Sum krem er bæði hægt að nota á varir og hendur og því gott að hafa alltaf við hendina. Getty 5. Myntur eða hálsbrjóstsykur Þegar þú vaknar í tjaldi og nennir ekki strax út að tannbursta þig er mjög þakklátt að hafa meðferðis sér myntur eða hálsbrjóstsykur, bæði fyri þig og þá sem deila með þér tjaldi. Svo ekki sé minnst á það ef að ástin bankar óvænt upp á. Getty 6. Hleðslubanki Flest erum við orðin háð símunum okkar og því má segja að einhverskonar hleðslubanki sé nú eitt af nauðsynjavörum í útileguna. Mundu bara að hlaða hleðslubankann áður. Getty 7. Þráðlausir hátalarar Eitthvað sem flestir muna eftir að taka með. En eins og með hleðslubankann, munum að vera búin að full hlaða hátalarana heima. Getty 8. Blettahreinsipenni Algjör snilld fyrir þá sem eiga sérstaklega auðvelt með það að sulla niður á sig. Það er yfirleitt ekki greiður aðgangur að þvottavél í útilegunni og ef það kemur blettur í fínu peysuna þína er blettahreinsipenninn eitthvað sem þú vilt hafa við hendina. Getty 9. Blautþurrkur Blautþurrkur geta bjargað öllu, eða næstum því. Hægt að nota þær til að þrífa af farðann fyrir nóttina eða í kattarþvottinn þegar þú kemst ekki í sturtu. Svo má nota þær í að þurrka af hlutum sem þú notar til matar en einnig eru þær mjög góðar til þess að hreinsa létta bletti. Hafa skal í huga að hugsa vel um umhverfið og nota því blautþurrkurnar sparlega. Getty 10. Lyf Fyrir utan lyf sem fólk tekur að staðaldri þá ættu allir að muna eftir ofnæmislyfjum, panodíl og íbúfeni. Getty 11. Mittistaska Fyrir utan það hvað mittistaskan er flottur fylgihlutur þá er hún fullkomin fyrir allt litla dótið. Varasalvann, kortaveskið, sprittið, símann og þá hluti sem þú vilt alltaf hafa á þér. Getty 12. Spreybrúsi og ilmolíur Það er mög sniðugt að kaupa litla spreybrúsa og taka með í útileguna. Þú getur til dæmis gert tvær ilmblöndur og blandað í spreybrúsana áður en þú ferð. Sem dæmi þá er lavenderblanda mjög góð til að spreyja fyrir kvöldið því bæði er lavenderilmurinn róandi og fælir frá lúsmý. Svo er hægt að gera eina ferskari blöndu til að nota á daginn. Piparmynta, eucalyptus, appelsínu eða sítrónuilmur eru mjög ferskir og upplífgandi ilmir sem henta vel á daginn. Getty 13. Spritt, spritt og meira spritt Þó svo að takmörkunum hafi verið aflétt þá er vert að hafa í huga að gæta enn að persónulegum sóttvörnum. Það er góð lausn að setja spritt í litla spreybrúsa, bæði til að spreyja á hendur og þá yfirborðsfleti sem þú telur að þurfi að spritta. Sprittið ættir þú alltaf að vera með á þér, til dæmis í mittistöskunni eða bakpokanum. Getty 14. Frunsukrem eða frunsulyf Martröð þeirra sem eiga það til að fá frunsu er að fá eina slíka í útilegunni. Frunsukremið kunna flestir að nota en það eru ekki allir sem vita af því að nú er hægt að nálgast frunsulyf í apótekum, án lyfseðils. Mælum með því að frunsufólk kynni sér þessa snilld. Getty 15. Vatnsbrúsi Við megum ekki gleyma því að drekka vatn þó að jafnvel sé annar vökvi vinsælli hjá einhverjum þessa helgi. Allt er betra ef við drekkum vel af vatni og einnig er miklu ólíklegra að lenda í einhvers konar meltingaveseni, eins og vill stundum gerast á ferðalögum. Vatnið ætti að vera það fyrsta sem við drekkum þegar við vöknum svo að það er gott að hafa brúsann alltaf við hendina. Getty 16. Hattur, derhúfa og sólgleraugu Fullkomnir fylgihlutir fyrir útilegudressið. Sólgleraugun til að verja augun fyrir sólinni og ekki síður til að fela þreytt augu. Það er líka mjög þægilegt að smella á sig hatti eða derhúfu þegar hárið er úfið og reytt eftir nóttina. Getty 17. Tannstönglar eða tannþráður Það er fátt meira pirrandi en að vera með eitthvað fast í tönnunum, til dæmis eftir grillmat. Tannþráður tekur mjög lítið pláss getur bjargað svo miklu. Getty 18. Heyrnartól Þegar þú ert algjörlega komin með nóg af því að heyra mis tónvisst fólk öskursyngja lög eins og Stál og hnífur eða Rangur maður þá er virkilega heppilegt að geta gripið í heyrnartólin, velja tónlist við sitt hæfi og kúpla sig aðeins út. Getty 19. Verjur Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Allur er varinn góður. Öryggið á oddinn og allt það. Getty 20. Andlitsgríma Þó svo að nú sé búið að afnema grímuskylduna þá er ekki vitlaust að hafa andlitsgrímu meðferðis, bara svona til vonar og vara. Getty Við hjá Lífinu óskum þess að allir skemmti sér konunglega á ferðalagi um landið okkar í sumar, gangi hægt um gleðinnar dyr, virði sjálfa sig og aðra og umfram allt njóti lífsins til hins ítrasta.
Ástin og lífið Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Börn og uppeldi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira