Fyrri tveimur viðureignunum í átta manna úrslitum á HM í pílukasti lauk nú rétt í þessu í Alexandra Palace í Lundúnum.
Í fyrstu viðureign dagsins mættust Englendingurinn Stephen Bunting og hinn pólski Krzysztof Ratajski. Úr varð hörkuleikur en Bunting spilaði betur og vann að lokum 5-3 sigur og varð þar með fyrstur til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.
— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2021
Stephen Bunting is through to his first ever PDC World Championship semi-final after closing out a brilliant 5-3 victory over Krzysztof Ratajski!
Up next Gary Anderson v Dirk van Duijvenbode pic.twitter.com/a7aFdfCkj1
Í síðari viðureigninni var það skoski reynsluboltinn Gary Anderson sem hafði betur gegn hinum hollenska Dirk Van Duijvenbode.
Duijvenbode byrjaði reyndar vel og vann fyrsta settið með miklum glæsibrag.
Í kjölfarið sýndi Gary Anderson hvers hann er megnugur og vann leikinn örugglega 5-1.
— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2021
Gary Anderson secures his spot in the semi-finals after reeling off five sets on the spin to close out a dominant 5-1 victory!
Superb standard from the two-time champion, averaging over 101! pic.twitter.com/DyIm8uG6OX
Í kvöld lýkur átta manna úrslitunum með tveimur viðureignum. Útsending frá kvöldinu hefst klukkan 18 á Stöð 2 Sport 3. Í fyrri leiknum mætast Gerwyn Price og Daryl Gurney en kvöldinu lýkur svo á leik Michal Van Gerwn gegn Dave Chisnall.

HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.