Ellý Ármanns spáir fyrir helstu leikendum í íslensku samfélagi Stefán Árni Pálsson skrifar 6. janúar 2021 10:30 Ellý Ármanns er fær spákona. Ellý Ármannsdóttir spákona hefur haft nóg að gera að undanförnu við að spá fyrir Íslendingum sem vilja vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk hana til að draga fram spilastokkinn og spá í spilin fyrir komandi ár í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hvað er í kortum Kára Stefánssonar og þríeykisins árið 2021? Heldur sigurganga Bríetar áfram í tónlistinni? Verður árið erfitt ríkisstjórninni? Hvernig lítur framtíð Icelandair út og hver er sá Íslendingur sem mun skína skærast á árinu? „Það er allt bjart og bara birta framundan,“ segir Ellý er hún tók upp fyrsta spilið. „Nú erum við komin inn í nýtt upphaf, 2021, og tveir plús 2 plús 1 eru fimm og fimm er heillatala. Við erum að fara inn í ár sem er hjartaár.“ Ellý segir að á árinu muni þrengja svolítið að hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Hún er miklu öflugri en við höldum. Hún er kona sem kemur með góðar hugmyndir án þess að vilja endilega fá hól fyrir.“ Kári Stef flytur út á land Ellý segir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra muni ekki segja af sér á þessu ári. „Hann situr á sínum fáki en hann mun líka hleypa unga fólkinu að. Hann er í trausti og hugrekki og hann gefur öðrum sviðið. Það eru einhverjir tveir ungir menn sem koma og taka við. Hann stendur í báðar lappir, heldur áfram en dregur sig aðeins til baka. Eins og við sjáum þá er hann farinn að grána aðeins, rosa sætur og líður vel með þessar ákvarðanir.“ Ellý segir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar muni flytja út á land á næstunni. „Hann stendur í birtu og er búinn að fá nóg af slagsmálum. Kári stendur út í náttúrunni og er að byggja eitthvað setur, eitthvað rannsóknarsetur. Hann er með mikið fjármagn sem hann er að koma með inn í landið en hann er kominn með leið á þessu stríði.“ Ellý spáir einnig fyrir þríeykinu. „Ég sé mikla og sterka vernd og það er passað upp á þessa einstaklinga. Þau eru á vegamótum, það er sól og þau hætta að birtast í sjónvarpinu með fundi. Þetta er liðið, við höldum áfram og þau fara í sitthvora áttina. Hvað þau gera er ekki búið að ákveða en þau fá allskonar tilboð. Þarna eru leiðtogastöður en pólitíkin er ekki fyrir þau.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Ellý spáir fyrir fleiri hlutum eins og skærustu stjörnum Íslands, íslenskum fyrirtækjum og margt fleira. Ísland í dag Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk hana til að draga fram spilastokkinn og spá í spilin fyrir komandi ár í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hvað er í kortum Kára Stefánssonar og þríeykisins árið 2021? Heldur sigurganga Bríetar áfram í tónlistinni? Verður árið erfitt ríkisstjórninni? Hvernig lítur framtíð Icelandair út og hver er sá Íslendingur sem mun skína skærast á árinu? „Það er allt bjart og bara birta framundan,“ segir Ellý er hún tók upp fyrsta spilið. „Nú erum við komin inn í nýtt upphaf, 2021, og tveir plús 2 plús 1 eru fimm og fimm er heillatala. Við erum að fara inn í ár sem er hjartaár.“ Ellý segir að á árinu muni þrengja svolítið að hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Hún er miklu öflugri en við höldum. Hún er kona sem kemur með góðar hugmyndir án þess að vilja endilega fá hól fyrir.“ Kári Stef flytur út á land Ellý segir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra muni ekki segja af sér á þessu ári. „Hann situr á sínum fáki en hann mun líka hleypa unga fólkinu að. Hann er í trausti og hugrekki og hann gefur öðrum sviðið. Það eru einhverjir tveir ungir menn sem koma og taka við. Hann stendur í báðar lappir, heldur áfram en dregur sig aðeins til baka. Eins og við sjáum þá er hann farinn að grána aðeins, rosa sætur og líður vel með þessar ákvarðanir.“ Ellý segir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar muni flytja út á land á næstunni. „Hann stendur í birtu og er búinn að fá nóg af slagsmálum. Kári stendur út í náttúrunni og er að byggja eitthvað setur, eitthvað rannsóknarsetur. Hann er með mikið fjármagn sem hann er að koma með inn í landið en hann er kominn með leið á þessu stríði.“ Ellý spáir einnig fyrir þríeykinu. „Ég sé mikla og sterka vernd og það er passað upp á þessa einstaklinga. Þau eru á vegamótum, það er sól og þau hætta að birtast í sjónvarpinu með fundi. Þetta er liðið, við höldum áfram og þau fara í sitthvora áttina. Hvað þau gera er ekki búið að ákveða en þau fá allskonar tilboð. Þarna eru leiðtogastöður en pólitíkin er ekki fyrir þau.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Ellý spáir fyrir fleiri hlutum eins og skærustu stjörnum Íslands, íslenskum fyrirtækjum og margt fleira.
Ísland í dag Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira