„Megum ekki gleyma því að við erum líka með dúndurlið“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. janúar 2021 19:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson er margreyndur landsliðsmaður. Skjáskot Stöð 2 Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, segir að sóknarleikur Íslands sé augljós veikleiki eftir fyrsta leikinn af þremur gegn Portúgal sem tapaðist ytra í gær, 26-24. Ísland spilar þrjá leiki við Portúgal á rúmri viku; tvo leiki í undankeppni EM 2022 og fyrsti leikurinn á HM í Egyptalandi verður einnig gegn portúgalska liðinu. Ásgeir Örn fylgdist með tapinu í gær og sagði sóknarleikinn sem og línuspilið ábótavant en var ánægður með varnarleikinn. „Sóknarleikurinn er augljós veikleiki í gær. Við vorum staðir og hægir og menn voru að gera einföld mistök. Það eru mikil tækifæri þar til að stíga upp og bæta þá þætti,“ sagði Ásgeir Örn. „Það gekk ekki mikið upp í línuspilinu sem var skrýtið því Portúgalarnir spiluðu ákafa vörn. Það hefði átt að skapast töluverð tækifæri þar og pláss en við náðum því ekki og það þurfa þjálfarnir að fara yfir.“ „Mér fannst varnarleikurinn á mörgum köflum mjög fínn. Kannski verða einhverjar áherslubreytingar. Til að mynda gæti hann notað Alexander ef hann er heill, bara varnarlega, og Ómar sóknarlega.“ Hann segir að Guðmundur og teymið geti breytt litlum hlutum hér og þar. Það þurfi að finna betra jafnvægi sóknarlega. „Það eru lítil atriði hér og þar sem hann gæti breytt en mér finnst mjög ólíklegt að hann breyti einhverju grunnskipulagi varnarlega.“ „Hann þarf að finna meira jafnvægi sóknarlega. Það þarf að koma meira flot. Hvort sem það er með nýjum leikmönnum eða leikskipulagsbreytingar. Það þarf meiri hraða og ákefð sóknarlega.“ Ásgeir segir að Portúgal sé með hörkulið en það séum við líka með. Þannig kröfur eigum við að setja á okkar lið. „Þetta er mjög gott lið. Flottir leikmenn og augljóslega búnir að spila saman lengi. Þeir eru margir í sama félagsliði en við megum ekki gleyma því að við erum líka með dúndurlið með leikmenn í bestu liðum í heimi. Við eigum að setja kröfur á okkur líka að vinna þennan leik og þessa leiki sem eru framundan. Ég hef bullandi trú,“ sagði Ásgeir. Klippa: Sportpakkinn - Ásgeir Örn um landsliðið Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
Ísland spilar þrjá leiki við Portúgal á rúmri viku; tvo leiki í undankeppni EM 2022 og fyrsti leikurinn á HM í Egyptalandi verður einnig gegn portúgalska liðinu. Ásgeir Örn fylgdist með tapinu í gær og sagði sóknarleikinn sem og línuspilið ábótavant en var ánægður með varnarleikinn. „Sóknarleikurinn er augljós veikleiki í gær. Við vorum staðir og hægir og menn voru að gera einföld mistök. Það eru mikil tækifæri þar til að stíga upp og bæta þá þætti,“ sagði Ásgeir Örn. „Það gekk ekki mikið upp í línuspilinu sem var skrýtið því Portúgalarnir spiluðu ákafa vörn. Það hefði átt að skapast töluverð tækifæri þar og pláss en við náðum því ekki og það þurfa þjálfarnir að fara yfir.“ „Mér fannst varnarleikurinn á mörgum köflum mjög fínn. Kannski verða einhverjar áherslubreytingar. Til að mynda gæti hann notað Alexander ef hann er heill, bara varnarlega, og Ómar sóknarlega.“ Hann segir að Guðmundur og teymið geti breytt litlum hlutum hér og þar. Það þurfi að finna betra jafnvægi sóknarlega. „Það eru lítil atriði hér og þar sem hann gæti breytt en mér finnst mjög ólíklegt að hann breyti einhverju grunnskipulagi varnarlega.“ „Hann þarf að finna meira jafnvægi sóknarlega. Það þarf að koma meira flot. Hvort sem það er með nýjum leikmönnum eða leikskipulagsbreytingar. Það þarf meiri hraða og ákefð sóknarlega.“ Ásgeir segir að Portúgal sé með hörkulið en það séum við líka með. Þannig kröfur eigum við að setja á okkar lið. „Þetta er mjög gott lið. Flottir leikmenn og augljóslega búnir að spila saman lengi. Þeir eru margir í sama félagsliði en við megum ekki gleyma því að við erum líka með dúndurlið með leikmenn í bestu liðum í heimi. Við eigum að setja kröfur á okkur líka að vinna þennan leik og þessa leiki sem eru framundan. Ég hef bullandi trú,“ sagði Ásgeir. Klippa: Sportpakkinn - Ásgeir Örn um landsliðið
Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira