Kallar eftir skýrari áætlun lendi lið í sóttkví Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2021 15:23 Nú er kominn janúar en Darri Freyr Atlason hefur enn aðeins fengið að stýra KR í einum deildarleik eftir að hann tók við liðinu síðasta sumar. Darri Freyr Atlason, þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, segir vissulega gleðiefni að keppni geti hafist að nýju í Dominos-deildunum í næstu viku. Fyrirvarinn sé hins vegar skammur og því verði KR ekki með fullskipað lið í fyrstu leikjunum eftir hléið langa. Aðeins ein umferð var spiluð í Dominos-deild karla í haust áður en hlé var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Æfingar með snertingu voru ekki leyfðar innanhúss fyrr en 10. desember en síðan þá hafa KR-ingar líkt og aðrir undirbúið sig, fyrir leiki sem óvíst var hvenær yrðu. Að óbreyttu verður næsti leikur KR athyglisverður slagur við Tindastól næsta fimmtudagskvöld. „Ég get svo sem bara talað fyrir sjálfan mig en maður er auðvitað bara spenntur að komast af stað aftur. En það er vissulega innan við vika í fyrsta leik núna og maður hefði alveg kosið meiri fyrirsjáanleika,“ segir Darri, og bætir við: „Einnig varðandi framhaldið núna, þá er ég að tala um fyrirsjáanleika frá KKÍ, þegar stefnan er enn að spila alla leiki. Ef það kemur upp smit og eitt lið þarf að fara í sóttkví, þá missir það af 3-4 leikjum miðað við planið núna, og það virðist ekkert pláss til að koma þeim fyrir. Hvað verður þá gert? Hvernig lítur planið út fyrir hinar og þessar aðstæður? Vonandi gengur þetta bara allt upp og við spilum allt mótið,“ segir Darri. „Þetta eru náttúrulega manneskjur“ Eins og fyrr segir hafa KR-ingar getað æft síðasta mánuðinn en Darri tekur undir að vissulega komi það niður á mönnum að hafa ekki vitað með vissu hvenær keppni gæti hafist að nýju. „Þetta eru náttúrulega manneskjur, svo að auðvitað hefur það áhrif að vera í þessari óvissu. Við erum eiginlega búnir að vera á undirbúningstímabili síðan í ágúst. En það eru öll lið í sömu sporum,“ segir Darri. Bandaríkjamaðurinn Ty Sabin, sem kom til KR eftir að hafa verið stigahæstur í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er mættur til landsins og er í sóttkví. Hann fékk að fara heim til Bandaríkjanna í haust þegar ekki var hægt að æfa hér á landi, enda hafði hann meira frelsi til að sinna æfingum í Bandaríkjunum. Þeir Roberts Stumbris og Ante Gospic eru hins vegar farnir og koma ekki aftur. „Þess vegna hefði maður viljað hafa meiri fyrirsjáanleika, því við sögðum upp samningi við erlenda leikmenn vegna ástandsins, að þeirra ósk. Við verðum að vinna í þessum málum næstu vikur,“ segir Darri. Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta, segir tíðindi dagsins, um keppni í íþróttum hafi aftur fengið grænt ljós, séu kærkomin. 8. janúar 2021 15:00 Handboltinn hefst aftur í næstu viku: „Virkilega ánægjuleg niðurstaða“ Handknattleikssamband Íslands stefnir að því að hefja keppni á Íslandsmótinu um þarnæstu helgi. 8. janúar 2021 13:27 Keppni í íþróttum leyfð án áhorfenda Frá og með næsta miðvikudegi, þegar tæplega hundrað dagar verða liðnir frá síðasta leik í íslenskri deildakeppni í íþróttum, verður keppni heimiluð á nýjan leik. 8. janúar 2021 12:41 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Aðeins ein umferð var spiluð í Dominos-deild karla í haust áður en hlé var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Æfingar með snertingu voru ekki leyfðar innanhúss fyrr en 10. desember en síðan þá hafa KR-ingar líkt og aðrir undirbúið sig, fyrir leiki sem óvíst var hvenær yrðu. Að óbreyttu verður næsti leikur KR athyglisverður slagur við Tindastól næsta fimmtudagskvöld. „Ég get svo sem bara talað fyrir sjálfan mig en maður er auðvitað bara spenntur að komast af stað aftur. En það er vissulega innan við vika í fyrsta leik núna og maður hefði alveg kosið meiri fyrirsjáanleika,“ segir Darri, og bætir við: „Einnig varðandi framhaldið núna, þá er ég að tala um fyrirsjáanleika frá KKÍ, þegar stefnan er enn að spila alla leiki. Ef það kemur upp smit og eitt lið þarf að fara í sóttkví, þá missir það af 3-4 leikjum miðað við planið núna, og það virðist ekkert pláss til að koma þeim fyrir. Hvað verður þá gert? Hvernig lítur planið út fyrir hinar og þessar aðstæður? Vonandi gengur þetta bara allt upp og við spilum allt mótið,“ segir Darri. „Þetta eru náttúrulega manneskjur“ Eins og fyrr segir hafa KR-ingar getað æft síðasta mánuðinn en Darri tekur undir að vissulega komi það niður á mönnum að hafa ekki vitað með vissu hvenær keppni gæti hafist að nýju. „Þetta eru náttúrulega manneskjur, svo að auðvitað hefur það áhrif að vera í þessari óvissu. Við erum eiginlega búnir að vera á undirbúningstímabili síðan í ágúst. En það eru öll lið í sömu sporum,“ segir Darri. Bandaríkjamaðurinn Ty Sabin, sem kom til KR eftir að hafa verið stigahæstur í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er mættur til landsins og er í sóttkví. Hann fékk að fara heim til Bandaríkjanna í haust þegar ekki var hægt að æfa hér á landi, enda hafði hann meira frelsi til að sinna æfingum í Bandaríkjunum. Þeir Roberts Stumbris og Ante Gospic eru hins vegar farnir og koma ekki aftur. „Þess vegna hefði maður viljað hafa meiri fyrirsjáanleika, því við sögðum upp samningi við erlenda leikmenn vegna ástandsins, að þeirra ósk. Við verðum að vinna í þessum málum næstu vikur,“ segir Darri.
Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta, segir tíðindi dagsins, um keppni í íþróttum hafi aftur fengið grænt ljós, séu kærkomin. 8. janúar 2021 15:00 Handboltinn hefst aftur í næstu viku: „Virkilega ánægjuleg niðurstaða“ Handknattleikssamband Íslands stefnir að því að hefja keppni á Íslandsmótinu um þarnæstu helgi. 8. janúar 2021 13:27 Keppni í íþróttum leyfð án áhorfenda Frá og með næsta miðvikudegi, þegar tæplega hundrað dagar verða liðnir frá síðasta leik í íslenskri deildakeppni í íþróttum, verður keppni heimiluð á nýjan leik. 8. janúar 2021 12:41 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
„Gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta, segir tíðindi dagsins, um keppni í íþróttum hafi aftur fengið grænt ljós, séu kærkomin. 8. janúar 2021 15:00
Handboltinn hefst aftur í næstu viku: „Virkilega ánægjuleg niðurstaða“ Handknattleikssamband Íslands stefnir að því að hefja keppni á Íslandsmótinu um þarnæstu helgi. 8. janúar 2021 13:27
Keppni í íþróttum leyfð án áhorfenda Frá og með næsta miðvikudegi, þegar tæplega hundrað dagar verða liðnir frá síðasta leik í íslenskri deildakeppni í íþróttum, verður keppni heimiluð á nýjan leik. 8. janúar 2021 12:41
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti