Markaðshlutdeild Mercedes-Benz tvöfaldaðist á Íslandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. janúar 2021 07:00 Mercedes-Benz tvöfaldaði markaðshlutdeild sína á Íslandi í fyrra. Mercedes-Benz er söluhæsta lúxusbílamerkið á Íslandi enn eitt árið og jók söluna verulega á síðasta ári miðað við árið á undan. Alls voru nýskráðir 324 Mercedes-Benz bílar á árinu 2020. Markaðshlutdeild Mercedes-Benz hér á landi tvöfaldaðist á milli ára, fór úr 1,7% árið 2019 í 3,5% árið 2020 á sama tíma og sala nýrra fólksbíla dróst saman um 20,1% á síðasta ári. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju vegna þessa. Ekkert annað merki fyrir utan Tesla jók svo miklu við sig í markaðshlutdeild á árinu 2020. Sportjepparnir EQC, GLE og GLC voru mest seldu tegundirnar hjá Mercedes-Benz á síðasti ári. Jón Trausti Ólafsson.Mynd/Aðsend „Þetta er frábær frammistaða hjá Mercedes-Benz á ári þar sem bílasala dróst töluvert saman eða um 20,1% hér á landi. Hátt í 80% af öllum nýskráðum fólksbílum frá Mercedes-Benz á síðasta ári voru hreinir rafbílar og tengiltvinnbílar. Þetta er mikil breyting frá árinu 2019 þegar rafbílar og tengiltvinnbílar voru 30% af nýskráningum hjá Mercedes-Benz. Þessi þróun stefnir hærra nú á nýju ári þegar úrval rafbíla og tengiltvinnbíla eykst enn frekar frá Mercedes-Benz. Þýski lúxusbílaframleiðandinn hefur lýst því yfir að hann ætli sér að vera leiðandi á markaði fyrir rafbíla. Nýsköpun, tækni og framþróun hjá Daimler, eiganda Mercedes-Benz, miðar öll í þessa átt, og árið 2039 er stefnt að kolefnishlutleysi í allir framleiðslu Mercedes-Benz,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, sem er umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz á Íslandi. Mercedes-Benz EQC. Mercedes-Benz hefur hraðað rafbílavæðingu sinni og ætlar að kynna átta nýja rafbíla fyrir árslok 2022. Askja hefur nú þegar hafið sölu á tveimur gerðum til viðbótar við hinn vinsæla EQC og EQV sem eru þegar komnir á götur landsins - annars vegar EQA sem kemur í febrúar og hins vegar EQS sem kemur síðar í sumar. Þessi áætlun Mercedes-Benz er hluti af Ambition 2039 áætlun bílaframleiðandans sem miðar að því að rafbílar verði 50% af seldum bílum árið 2030 og árið 2039 verður öll framleiðsla Mercedes-Benz kolefnishlutlaus. Vistvænir bílar Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju vegna þessa. Ekkert annað merki fyrir utan Tesla jók svo miklu við sig í markaðshlutdeild á árinu 2020. Sportjepparnir EQC, GLE og GLC voru mest seldu tegundirnar hjá Mercedes-Benz á síðasti ári. Jón Trausti Ólafsson.Mynd/Aðsend „Þetta er frábær frammistaða hjá Mercedes-Benz á ári þar sem bílasala dróst töluvert saman eða um 20,1% hér á landi. Hátt í 80% af öllum nýskráðum fólksbílum frá Mercedes-Benz á síðasta ári voru hreinir rafbílar og tengiltvinnbílar. Þetta er mikil breyting frá árinu 2019 þegar rafbílar og tengiltvinnbílar voru 30% af nýskráningum hjá Mercedes-Benz. Þessi þróun stefnir hærra nú á nýju ári þegar úrval rafbíla og tengiltvinnbíla eykst enn frekar frá Mercedes-Benz. Þýski lúxusbílaframleiðandinn hefur lýst því yfir að hann ætli sér að vera leiðandi á markaði fyrir rafbíla. Nýsköpun, tækni og framþróun hjá Daimler, eiganda Mercedes-Benz, miðar öll í þessa átt, og árið 2039 er stefnt að kolefnishlutleysi í allir framleiðslu Mercedes-Benz,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, sem er umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz á Íslandi. Mercedes-Benz EQC. Mercedes-Benz hefur hraðað rafbílavæðingu sinni og ætlar að kynna átta nýja rafbíla fyrir árslok 2022. Askja hefur nú þegar hafið sölu á tveimur gerðum til viðbótar við hinn vinsæla EQC og EQV sem eru þegar komnir á götur landsins - annars vegar EQA sem kemur í febrúar og hins vegar EQS sem kemur síðar í sumar. Þessi áætlun Mercedes-Benz er hluti af Ambition 2039 áætlun bílaframleiðandans sem miðar að því að rafbílar verði 50% af seldum bílum árið 2030 og árið 2039 verður öll framleiðsla Mercedes-Benz kolefnishlutlaus.
Vistvænir bílar Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent