Handbolti

Guð­mundur telur það best að taka eitt skref í einu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gummi Gumm á hliðarlínunni gegn Portúgal. Hann segir mikilvægt að taka eitt skref í einu í Egyptalandi.
Gummi Gumm á hliðarlínunni gegn Portúgal. Hann segir mikilvægt að taka eitt skref í einu í Egyptalandi. Vísir/Hulda Margrét

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, fór sparlega í yfirlýsingarnar fyrir HM í Egyptalandi sem hefst á morgun.

Guðmundur tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum árið 2018. Markmiðið var að koma Íslandi í hóp átta bestu landsliða heims en er það raunhæft markmið í Egyptalandi?

„Ég held að það sé vænlegast fyrir okkur eins og svo oft áður að byrja þetta mót og taka eitt skref í einu án þess að við förum að ræða of mikið um framhaldið. Ef við förum upp úr riðlinum – sem er auðvitað okkar markmið – þá erum við að fara mæta mjög sterkum þjóðum eins og Frökkum, Þjóðverjum og Austurríki,“ sagði Guðmundur í viðtali fyrir mótið.

„Held það sé ærið verkefnið fyrir okkur eins og staðan er í dag. Við erum ennþá í uppbyggingarfasa. Það sem hefur gerst núna er eiginlega það að Guðjón Valur [Sigurðsson] er hættur og Aron [Pálmarsson] er ekki með okkur þannig við erum hér allt í einu með frekar reynslulítið lið að mörgu leyti og ungt.“

„Það er svona svolítið viðkvæmur punktur akkúrat núna finnst mér,“ sagði þjálfari Íslands að endingu.

Viðtalið við Guðmund má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Telur það best að taka eitt skref í einu

Tengdar fréttir

Ýmir og Elvar Örn eru bjart­sýnir á gott gengi í Egypta­landi

Ymir Örn Gíslason og Elvar Örn Jónsson voru nokkuð brattir í viðtali fyrir brottför íslenska landsliðsins til Egyptalands þar sem HM í handbolta fer fram. Báðir hafa mikla trú á íslenska liðinu og telja að Ísland geti staðið með sóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×