Kókos ostakaka með ástríðuávaxtasósu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. janúar 2021 17:16 Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir hefur starfað á veitingahúsum í Reykjavík frá 14 ára aldri. Samsett/Erla Þóra - Vilhelm Sælkerinn og eftirréttakokkurinn Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir setti saman þessa uppskrift að kókos ostaköku með ávaxtasósu sem gerð er úr ástríðuávöxtum. Hægt er að fylgjast með Erlu Þóru á Instagram þar sem hún er dugleg að deila uppskriftum og góðum ráðum tengdum matargerð og bakstri. Botn 400 gr hafrakex 50 gr smjör Myljið kexið fínt og blandið saman við brætt smjörið. Þrýstið kexblöndunni í form og kælið á meðan þið gerið fyllinguna. Mér finnst best að nota smelluform og setja bökunarpappír í botninn, þá er auðveldast að ná kökunni úr. Kókos-ostakaka 7 gr matarlím 500 gr kókosrjómi 150 gr flórsykur 400 gr rjómaostur 250 gr rjómi 1 tsk vanilla Matarlímið er lagt í bleyti. Setjið rjómaost í hrærivélaskál og mýkið hann aðeins upp. Bætið síðan við flórsykri,kókosrjóma og vanillu. Takið matarlímið uppúr vatninu og setjið í lítinn pott og bræðið það. Þetta tekur nokkrar sekúndur og má alls ekki brenna. Blandið bræddu matarlíminu svo saman við rjómaostablönduna. Þeytið rjómann og blandið rjómaostablöndunni varlega saman við með sleif. Setjið í form ofan á kexbotninn og kælið yfir nótt. Kókos mulningur 50 gr hveiti 50 gr sykur 60 gr smjör 60 gr kókosflögur Setjið hveiti,sykur og smjör í skál og blandið vel saman með höndunum. Dreifið á bökunarplötu og bakið við 180* þar til blandan verður gullinbrún. Bakið einnig kókosflögurnar á sér bakka því þær taka aðeins nokkrar mínútur. Blandið síðan öllu saman. Passion sósa 3 stk passion 100 gr sykur Safi úr 1/2 lime Allt sett saman í lítinn pott og fengin upp suða. Kakan er síðan sett á disk þegar hún er orðin stíf. Síðan fer sósan og kókos mulingurinn ofan á. Njótið! Við mælum með því að allir sælkerar fylgi Erlu Þóru á Instagram HÉR! Ostakökur Kökur og tertur Matur Uppskriftir Tengdar fréttir Graskerskaka með rjómaostakremi 3. október 2020 11:00 Einfaldar og góðar marineraðar ólífur „Ólífur eru góðar í svo ótrúlega margt en ekki síðri einar og sér en þá elska ég að setja þær í marineringu og er þetta mín uppáhalds,“ segir kokkurinn Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir. 21. ágúst 2020 13:00 Tiramisu vöfflur að hætti Erlu Þóru Bergmann Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir er kokkur á veitingastaðnum Fjallkonunni og hefur þar vakið athygli fyrir eftirréttina sína. Hún deilir hér uppskrift af tiramisu vöfflum. 8. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið
Hægt er að fylgjast með Erlu Þóru á Instagram þar sem hún er dugleg að deila uppskriftum og góðum ráðum tengdum matargerð og bakstri. Botn 400 gr hafrakex 50 gr smjör Myljið kexið fínt og blandið saman við brætt smjörið. Þrýstið kexblöndunni í form og kælið á meðan þið gerið fyllinguna. Mér finnst best að nota smelluform og setja bökunarpappír í botninn, þá er auðveldast að ná kökunni úr. Kókos-ostakaka 7 gr matarlím 500 gr kókosrjómi 150 gr flórsykur 400 gr rjómaostur 250 gr rjómi 1 tsk vanilla Matarlímið er lagt í bleyti. Setjið rjómaost í hrærivélaskál og mýkið hann aðeins upp. Bætið síðan við flórsykri,kókosrjóma og vanillu. Takið matarlímið uppúr vatninu og setjið í lítinn pott og bræðið það. Þetta tekur nokkrar sekúndur og má alls ekki brenna. Blandið bræddu matarlíminu svo saman við rjómaostablönduna. Þeytið rjómann og blandið rjómaostablöndunni varlega saman við með sleif. Setjið í form ofan á kexbotninn og kælið yfir nótt. Kókos mulningur 50 gr hveiti 50 gr sykur 60 gr smjör 60 gr kókosflögur Setjið hveiti,sykur og smjör í skál og blandið vel saman með höndunum. Dreifið á bökunarplötu og bakið við 180* þar til blandan verður gullinbrún. Bakið einnig kókosflögurnar á sér bakka því þær taka aðeins nokkrar mínútur. Blandið síðan öllu saman. Passion sósa 3 stk passion 100 gr sykur Safi úr 1/2 lime Allt sett saman í lítinn pott og fengin upp suða. Kakan er síðan sett á disk þegar hún er orðin stíf. Síðan fer sósan og kókos mulingurinn ofan á. Njótið! Við mælum með því að allir sælkerar fylgi Erlu Þóru á Instagram HÉR!
Ostakökur Kökur og tertur Matur Uppskriftir Tengdar fréttir Graskerskaka með rjómaostakremi 3. október 2020 11:00 Einfaldar og góðar marineraðar ólífur „Ólífur eru góðar í svo ótrúlega margt en ekki síðri einar og sér en þá elska ég að setja þær í marineringu og er þetta mín uppáhalds,“ segir kokkurinn Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir. 21. ágúst 2020 13:00 Tiramisu vöfflur að hætti Erlu Þóru Bergmann Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir er kokkur á veitingastaðnum Fjallkonunni og hefur þar vakið athygli fyrir eftirréttina sína. Hún deilir hér uppskrift af tiramisu vöfflum. 8. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið
Einfaldar og góðar marineraðar ólífur „Ólífur eru góðar í svo ótrúlega margt en ekki síðri einar og sér en þá elska ég að setja þær í marineringu og er þetta mín uppáhalds,“ segir kokkurinn Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir. 21. ágúst 2020 13:00
Tiramisu vöfflur að hætti Erlu Þóru Bergmann Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir er kokkur á veitingastaðnum Fjallkonunni og hefur þar vakið athygli fyrir eftirréttina sína. Hún deilir hér uppskrift af tiramisu vöfflum. 8. ágúst 2020 09:00