Hefur farið í fjörutíu skimanir: „Gefið mér rússneska kokteilinn ef hann er í boði“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2021 11:31 Jóhannes Haukur er nýjasti gestur Sölva Tryggva. Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari hefur gert það gott erlendis á undanförnum misserum er orðinn einn þekktasti leikari Íslands á erlendri grundu. Eftir að hafa getið sér gott orð í leikhúsi og bíómyndum hér heima lá leiðin út fyrir landsteinana, þar sem hann hefur að mestu alið manninn undanfarin misseri. Jóhannes er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann er nú að hefja leik í stórri sjónvarpsseríu sem gæti orðið verkefni til nokkurra ára, en má ekki mikið segja um það að svo stöddu. „Þetta er stór sjónvarpsþáttasería, en af því að þeir eru ekki búnir að tilkynna þetta þá má ekki láta hafa neitt eftir sér og það er öllum bannað að tjá sig um þetta sem taka þátt. Þeir eru svo passasamir á þetta að það er verið að vakta þetta. Ég hef brennt mig á því að tala um eitthvað af því að ég er á Íslandi, en svo kannski pikkar einhver netmiðill það upp og þeir eru með þetta í Google Alerts, nöfnin á leikurunum og seríunum,“ segir Jóhannes og heldur áfram. „Og það gerðist einu sinni að ég fékk símtal, þar sem ég var spurður hvað ég væri að tjá mig og þurfti að svara fyrir það. En ef að allt gengur upp þá gæti þetta orðið langtímaverkefni og ég er búinn að gera sex ára samning, sem þýðir að þeir eiga forkaupsrétt á mér í sex ár ef allt gengur upp og ég er mjög lukkulegur með þetta. Þetta eru stóru bitarnir sem maður vill helst fá. En það er auðvitað alveg hægt að drepa mann í seríunni hvenær sem er og ekkert gefið í þessu.” Jóhannes Haukur mætti í Einkalífið árið 2019 og fór þá yfir ferilinn. Jóhannes Haukur segir í þættinum meðal annars frá mögulegu Íslandsmeti í skimunum á síðasta ári vegna starfa sinna erlendis. Hann segist meira en tilbúinn í bóluefnin. „Um leið og ég get, þá tek ég þetta, Spútnik fimm og hvað sem er. Gefið mér rússneska kokteilinn ef hann er í boði og öll þessi bóluefni. Ég fór í 39 skimanir á síðasta ári og er því með staðfest 39 próf sem öll reyndust neikvæð. Þetta venst eftir nokkur skipti, maður kúgast aðeins af því að fá þetta í kokið og kemst svo að því hvor nösin er þægilegri til að fá pinnann inn þar. Reyndar fannst mér landamærapinnarnir mjórri en pinnarnir sem voru notaðir á Írlandi þar sem ég var að vinna. En það sér í sólina núna og ég get ekki beðið eftir að fá bóluefni og hef engar áhyggjur af því.” Jóhannes segir í þættinum frá atviki þar sem hann þurfti aðeins að klípa sig til að finnast það raunverulegt. ,,Þetta eru nokkrir sem maður hefur hitt sem eru mjög stórir og það er auðvitað stundum aðeins skrýtið þó að þetta sé bara venjulegt fólk. Ég lék einu sinni í bíómynd sem Kate Blanchett lék aðalhlutverkið í. Ég var bara í einhverju smá hlutverki sem skipstjóri. Þetta var tekið upp við strendur Grænlands og það voru allir að koma frá Bandaríkjunum, nema ég frá Íslandi og hún frá Ástralíu og við vorum tvö ein mætt og sótt á flugvöllinn og keyrð í skipið. Svo vorum við þarna á skipinu og ísjakar að fljóta við hliðina og okkur er boðinn þríréttaður málsverður í skipstjórakáetunni. Ég man að ég hugsaði aðeins hvers konar rugl þetta væri eiginlega, að ég sem lék þarna eitthvað smáhlutverk væri allt í einu einn í þríréttaðri máltíð með Kate Blanchet við Grænlandsstrendur.” Þakklátur að geta einbeitt sér að einu verkefni Þó að Jóhannes sakni stundum félagsskaparins á Íslandi er hann mjög þakklátur fyrir að geta nú einbeitt sér að því að vinna eitt stórt verkefni í einu, í stað þess að þurfa að hoppa í öll störf til þess að eiga fyrir reikningum eins og margir íslenskir leikarar. Á tímabili var hann talsvert í að veislustýra. „Veislustjórnir og skemmtanir eru eitthvað sem ég er feginn að vera ekki að gera lengur, þó að þetta hafi nú yfirleitt heppnast vel. Ég man að dagarnir á undan voru krefjandi, af því að ég vil alltaf vera vel undirbúinn og maður var að reyna að finna eitthvað skemmtilegt samhliða öðrum störfum og þetta var stundum erfitt. Sumir eiga auðvelt með þetta, en ég var ekki einn af þeim. Yfirleitt gekk þetta vel, en ég man eftir einu giggi þar sem ég hætti í miðri setningu og það var hræðilegt. Þetta var hjá Félagi Fasteignasala á Hótel Nordica og hljóðkerfið var ekki nógu gott og það vantaði svið. Það heyrði í raun enginn í mér og ég náði aldrei athyglinni, jafnvel þó að ég reyndi að nota leikhúsröddina. Það voru líklega 200 manns fyrir framan mig og það var bara enginn að hlusta. Ég byrjaði og það voru bara nokkrir þarna alveg fremst sem hlustuðu á mig af einskærri vorkunn. Þegar það voru einhverjar 6 mínútur búnar af þessu helvíti, þá bara gekk ég út í miðri setningu. Ég get ekki sagt að ég sakni þess sérstaklega að veislustýra.” Í þættinum ræða Sölvi og Jóhannes Haukur um ferðalögin, leiklistina, ástríðuna og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Eftir að hafa getið sér gott orð í leikhúsi og bíómyndum hér heima lá leiðin út fyrir landsteinana, þar sem hann hefur að mestu alið manninn undanfarin misseri. Jóhannes er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann er nú að hefja leik í stórri sjónvarpsseríu sem gæti orðið verkefni til nokkurra ára, en má ekki mikið segja um það að svo stöddu. „Þetta er stór sjónvarpsþáttasería, en af því að þeir eru ekki búnir að tilkynna þetta þá má ekki láta hafa neitt eftir sér og það er öllum bannað að tjá sig um þetta sem taka þátt. Þeir eru svo passasamir á þetta að það er verið að vakta þetta. Ég hef brennt mig á því að tala um eitthvað af því að ég er á Íslandi, en svo kannski pikkar einhver netmiðill það upp og þeir eru með þetta í Google Alerts, nöfnin á leikurunum og seríunum,“ segir Jóhannes og heldur áfram. „Og það gerðist einu sinni að ég fékk símtal, þar sem ég var spurður hvað ég væri að tjá mig og þurfti að svara fyrir það. En ef að allt gengur upp þá gæti þetta orðið langtímaverkefni og ég er búinn að gera sex ára samning, sem þýðir að þeir eiga forkaupsrétt á mér í sex ár ef allt gengur upp og ég er mjög lukkulegur með þetta. Þetta eru stóru bitarnir sem maður vill helst fá. En það er auðvitað alveg hægt að drepa mann í seríunni hvenær sem er og ekkert gefið í þessu.” Jóhannes Haukur mætti í Einkalífið árið 2019 og fór þá yfir ferilinn. Jóhannes Haukur segir í þættinum meðal annars frá mögulegu Íslandsmeti í skimunum á síðasta ári vegna starfa sinna erlendis. Hann segist meira en tilbúinn í bóluefnin. „Um leið og ég get, þá tek ég þetta, Spútnik fimm og hvað sem er. Gefið mér rússneska kokteilinn ef hann er í boði og öll þessi bóluefni. Ég fór í 39 skimanir á síðasta ári og er því með staðfest 39 próf sem öll reyndust neikvæð. Þetta venst eftir nokkur skipti, maður kúgast aðeins af því að fá þetta í kokið og kemst svo að því hvor nösin er þægilegri til að fá pinnann inn þar. Reyndar fannst mér landamærapinnarnir mjórri en pinnarnir sem voru notaðir á Írlandi þar sem ég var að vinna. En það sér í sólina núna og ég get ekki beðið eftir að fá bóluefni og hef engar áhyggjur af því.” Jóhannes segir í þættinum frá atviki þar sem hann þurfti aðeins að klípa sig til að finnast það raunverulegt. ,,Þetta eru nokkrir sem maður hefur hitt sem eru mjög stórir og það er auðvitað stundum aðeins skrýtið þó að þetta sé bara venjulegt fólk. Ég lék einu sinni í bíómynd sem Kate Blanchett lék aðalhlutverkið í. Ég var bara í einhverju smá hlutverki sem skipstjóri. Þetta var tekið upp við strendur Grænlands og það voru allir að koma frá Bandaríkjunum, nema ég frá Íslandi og hún frá Ástralíu og við vorum tvö ein mætt og sótt á flugvöllinn og keyrð í skipið. Svo vorum við þarna á skipinu og ísjakar að fljóta við hliðina og okkur er boðinn þríréttaður málsverður í skipstjórakáetunni. Ég man að ég hugsaði aðeins hvers konar rugl þetta væri eiginlega, að ég sem lék þarna eitthvað smáhlutverk væri allt í einu einn í þríréttaðri máltíð með Kate Blanchet við Grænlandsstrendur.” Þakklátur að geta einbeitt sér að einu verkefni Þó að Jóhannes sakni stundum félagsskaparins á Íslandi er hann mjög þakklátur fyrir að geta nú einbeitt sér að því að vinna eitt stórt verkefni í einu, í stað þess að þurfa að hoppa í öll störf til þess að eiga fyrir reikningum eins og margir íslenskir leikarar. Á tímabili var hann talsvert í að veislustýra. „Veislustjórnir og skemmtanir eru eitthvað sem ég er feginn að vera ekki að gera lengur, þó að þetta hafi nú yfirleitt heppnast vel. Ég man að dagarnir á undan voru krefjandi, af því að ég vil alltaf vera vel undirbúinn og maður var að reyna að finna eitthvað skemmtilegt samhliða öðrum störfum og þetta var stundum erfitt. Sumir eiga auðvelt með þetta, en ég var ekki einn af þeim. Yfirleitt gekk þetta vel, en ég man eftir einu giggi þar sem ég hætti í miðri setningu og það var hræðilegt. Þetta var hjá Félagi Fasteignasala á Hótel Nordica og hljóðkerfið var ekki nógu gott og það vantaði svið. Það heyrði í raun enginn í mér og ég náði aldrei athyglinni, jafnvel þó að ég reyndi að nota leikhúsröddina. Það voru líklega 200 manns fyrir framan mig og það var bara enginn að hlusta. Ég byrjaði og það voru bara nokkrir þarna alveg fremst sem hlustuðu á mig af einskærri vorkunn. Þegar það voru einhverjar 6 mínútur búnar af þessu helvíti, þá bara gekk ég út í miðri setningu. Ég get ekki sagt að ég sakni þess sérstaklega að veislustýra.” Í þættinum ræða Sölvi og Jóhannes Haukur um ferðalögin, leiklistina, ástríðuna og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira