„Þetta er komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. janúar 2021 13:58 Camilla Rut er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna Íslands og er góðvinkona Sólrúnar Diego. @camillarut „Ég ætlaði fyrst ekki að gera neinar athugasemdir við þessar sögusagnir því mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur og ég vil ekki taka þátt í svona þvælu,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Camilla Rut Rúnarsdóttir um þær sögusagnir að hún og Sólrún Diego væru ekki lengur vinkonur. Um helgina birtist frétt á vefsíðu Hringbrautar þar sem fjallað var um það og á Mbl.is birtist síðan grein í gær að Camilla hafi ekki mætt í afmæli Sólrúnar sem var haldið í gærkvöldi. Sólrún hélt upp á afmælið sitt á veitingastaðnum No Concept í gærkvöldi. „Þetta er komið út fyrir öll velsæmismörk og ég vona að fólk passi sig á að gleypa þetta ekki. Ég er enn þá að fylgja Sólrúnu og hún mig líka og virðist vera að það þurfi að stimpla inn allt notendanafnið okkar til að fá okkur upp í leitargluggunum,“ segir Camilla. Camilla segist ekki hafa komist í afmælið í gærkvöldi þar sem hún á tvær mjög góðar vinkonur sem eiga afmæli 19. janúar. „Þær eru mér mjög kærar, báðar tvær. Ég vildi óska þess að ég hefði getað klónað mig til að vera á báðum stöðum,“ segir Camilla sem var í afmæli hjá Tinnu Björk Kristinsdóttur sem er einnig þekkt samfélagsmiðlastjarna í Reykjanesbæ í gærkvöldi. „Svo til að bæta því við þá bý ég í Reykjanesbæ og er með barn á brjósti. Tinna og vinir ákváðu að fara á veitingastað og hótel í Reykjanesbæ svo ég gæti fagnað með þeim en væri þó ekki of langt frá heima til þess að geta stokkið snöggt frá til að gefa unganum mínum brjóst fyrir svefninn. Þykir leiðinlegt fyrir slúðurþyrsta landsmenn að það er ekki merkilegra en þetta,“ segir Camilla og heldur áfram. „Fólk hefur áhyggjur af því að við höfum ekki hist mikið undanfarið en það er covid og það er verið að virða sóttvarnarreglur, mæli með að fólki geri slíkt hið sama.“ Hér að neðan má sjá vinkonurnar á góðri stundu síðastliðið sumar. View this post on Instagram A post shared by CAMY (@camillarut) Samfélagsmiðlar Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Um helgina birtist frétt á vefsíðu Hringbrautar þar sem fjallað var um það og á Mbl.is birtist síðan grein í gær að Camilla hafi ekki mætt í afmæli Sólrúnar sem var haldið í gærkvöldi. Sólrún hélt upp á afmælið sitt á veitingastaðnum No Concept í gærkvöldi. „Þetta er komið út fyrir öll velsæmismörk og ég vona að fólk passi sig á að gleypa þetta ekki. Ég er enn þá að fylgja Sólrúnu og hún mig líka og virðist vera að það þurfi að stimpla inn allt notendanafnið okkar til að fá okkur upp í leitargluggunum,“ segir Camilla. Camilla segist ekki hafa komist í afmælið í gærkvöldi þar sem hún á tvær mjög góðar vinkonur sem eiga afmæli 19. janúar. „Þær eru mér mjög kærar, báðar tvær. Ég vildi óska þess að ég hefði getað klónað mig til að vera á báðum stöðum,“ segir Camilla sem var í afmæli hjá Tinnu Björk Kristinsdóttur sem er einnig þekkt samfélagsmiðlastjarna í Reykjanesbæ í gærkvöldi. „Svo til að bæta því við þá bý ég í Reykjanesbæ og er með barn á brjósti. Tinna og vinir ákváðu að fara á veitingastað og hótel í Reykjanesbæ svo ég gæti fagnað með þeim en væri þó ekki of langt frá heima til þess að geta stokkið snöggt frá til að gefa unganum mínum brjóst fyrir svefninn. Þykir leiðinlegt fyrir slúðurþyrsta landsmenn að það er ekki merkilegra en þetta,“ segir Camilla og heldur áfram. „Fólk hefur áhyggjur af því að við höfum ekki hist mikið undanfarið en það er covid og það er verið að virða sóttvarnarreglur, mæli með að fólki geri slíkt hið sama.“ Hér að neðan má sjá vinkonurnar á góðri stundu síðastliðið sumar. View this post on Instagram A post shared by CAMY (@camillarut)
Samfélagsmiðlar Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira