Conor McGregor: Stríðinu á milli mín og Khabib er ekki lokið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 08:30 Conor McGregor er í flottu formi og mun berjast um helgina. Getty/Steve Marcus Conor McGregor er enn að hugsa um annan bardaga á móti Khabib Nurmagomedov þótt að hann viðurkenni að líkurnar, á slíkum draumabardaga fyrir margra, séu að minnka. McGregor ræddi Khabib Nurmagomedov á blaðamannafundi fyrir UFC 257 bardagakvöldið þar sem Írinn mætir Dustin Poirier. Conor er á því að þeir Khabib eigi enn eftir að gera upp hlutina. Þetta sé samt ekki í hans höndum því ef að Nurmagomedov vill leggja bardagabuxurnar á hilluna þá verði hann bara að halda áfram án þess að berjast við Rússann. Khabib Nurmagomedov hefur unnið alla 29 bardaga sína á ferlinum en hann kláraði Conor McGregor í fjórðu lotu í 27. sigrinum í barsaga þeirra í október 2018. Eftir að faðir Nurmagomedov lést þá lofaði hann móður sinni að berjast ekki aftur. Conor McGregor: 'The war is not over' with Khabib Nurmagomedov #UFC257 https://t.co/zcJ9tdOijD— Marc Raimondi (@marc_raimondi) January 21, 2021 Það gekk mikið á í kringum þennan bardaga þeirra Conors og Khabib. Nurmagomedov réðst meðal annars á aðstoðarmann Conors fyrir utan búrið eftir að hann hafði klárað McGregor. Í aðdragandanum hafði Conor kastað kerru í rúðu á rútu sem Nurmagomedov sat í með þeim afleiðingum að tveir menn slösuðust. „Þetta er harður heimur. Það hefur gengið mikið á í hans persónulega lífi. Ég óska honum einskis ills. Það er langur tími liðinn frá 2018. Heimurinn veit samt vel að þessi bardagi er ekki búinn. Stríðinu milli okkar er ekki lokið,“ sagði Conor McGregor. „Sportið okkar þarf á þessum bardaga að halda og fólk vill sjá þennan bardaga. Ég ætla samt ekki að elta hann ef hann vill ekki berjast. Ég mun halda ró minni og halda áfram með mitt líf. Það er það sem ég er að gera og þess vegna er ég að berjast hér 155 punda deildinni. Ég mun sýna heiminum úr hverju ég er gerður,“ sagði McGregor. Conor McGregor mun berjast við Dustin Poirier í Abú Dabí á morgun laugardag. MMA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
McGregor ræddi Khabib Nurmagomedov á blaðamannafundi fyrir UFC 257 bardagakvöldið þar sem Írinn mætir Dustin Poirier. Conor er á því að þeir Khabib eigi enn eftir að gera upp hlutina. Þetta sé samt ekki í hans höndum því ef að Nurmagomedov vill leggja bardagabuxurnar á hilluna þá verði hann bara að halda áfram án þess að berjast við Rússann. Khabib Nurmagomedov hefur unnið alla 29 bardaga sína á ferlinum en hann kláraði Conor McGregor í fjórðu lotu í 27. sigrinum í barsaga þeirra í október 2018. Eftir að faðir Nurmagomedov lést þá lofaði hann móður sinni að berjast ekki aftur. Conor McGregor: 'The war is not over' with Khabib Nurmagomedov #UFC257 https://t.co/zcJ9tdOijD— Marc Raimondi (@marc_raimondi) January 21, 2021 Það gekk mikið á í kringum þennan bardaga þeirra Conors og Khabib. Nurmagomedov réðst meðal annars á aðstoðarmann Conors fyrir utan búrið eftir að hann hafði klárað McGregor. Í aðdragandanum hafði Conor kastað kerru í rúðu á rútu sem Nurmagomedov sat í með þeim afleiðingum að tveir menn slösuðust. „Þetta er harður heimur. Það hefur gengið mikið á í hans persónulega lífi. Ég óska honum einskis ills. Það er langur tími liðinn frá 2018. Heimurinn veit samt vel að þessi bardagi er ekki búinn. Stríðinu milli okkar er ekki lokið,“ sagði Conor McGregor. „Sportið okkar þarf á þessum bardaga að halda og fólk vill sjá þennan bardaga. Ég ætla samt ekki að elta hann ef hann vill ekki berjast. Ég mun halda ró minni og halda áfram með mitt líf. Það er það sem ég er að gera og þess vegna er ég að berjast hér 155 punda deildinni. Ég mun sýna heiminum úr hverju ég er gerður,“ sagði McGregor. Conor McGregor mun berjast við Dustin Poirier í Abú Dabí á morgun laugardag.
MMA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira