Lífið

Hnetusósan sem bjargaði Lóu Pind í vegantilraun

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sóley Gestsdóttir, vegan sælkeri, var ein af fjórum matgæðingum sem heimsóttu tilraunadýrin í þriðja þætti af Kjötætur óskast!
Sóley Gestsdóttir, vegan sælkeri, var ein af fjórum matgæðingum sem heimsóttu tilraunadýrin í þriðja þætti af Kjötætur óskast! Kjötætur óskast!

„Þessar þrjár hnetusósur sem við kynntumst í annarri viku tilraunar, björguðu mér gjörsamlega í gegnum vegantilraunina,” segir Lóa Pind Aldísardóttir, leikstjóri þáttanna Kjötætur óskast! sem er á dagskrá Stöðvar 2 um þessar mundir.

Í þáttunum taka fjórar fjölskyldur þátt í fjögurra vikna vegantilraun og Lóa tekur einnig þátt ásamt sinni fjölskyldu. Hún er mikil kjötæta og átti á stundum erfitt með að finna gleðina í vegan mataræðinu.

„En eftir að ég kynntist þessum hnetusósum endurheimti ég gleðina við að borða. Hnetusósan bjargaði til dæmis föstudagspitsum heimilisins, þá gat ég sleppt veganostinum - sem hefur nú ekki náð miklum gourmet hæðum - og notaði kasjúhnetusósu í staðinn. Það var allt annað líf.“

Uppskriftin sem hér birtist er frá Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur sem heimsótti Sigríði H. Kristjánsdótur og Sigurð Leifsson í þriðja þætti og veganvæddi fyrir þau pastarétt. En í þættinum fá allar fjölskyldurnar matgæðing í heimsókn sem hjálpar þeim að veganvæða óskarétt hverrar fjölskyldu.

Lóa Pind notaði sósuna meðal annars á vegan pizzu í tilrauninni.Lóa Pind

Kasjúhnetu Carbonara sósa

  • Leggið kasjúhnetur í bleyti í nokkra klukkutíma - eða setjið þær í sjóðandi vatn í nokkrar mínútur
  • Setjið hneturnar í blandara með dálitlu af hnetuvatninu
  • 2-3 hvítlauksrif eftir smekk
  • salt og pipar
  • slettu af Dijon sinnepi

Í myndbrotinu sem hér fylgir má sjá þrjár útgáfur af vegan hnetusósu.

Klippa: Kjötætur óskast! - Vegan sósur

Þriðji þáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind“ er á dagskrá Stöðvar 2 á morgun, mánudag kl. 19:05. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum sem féllust á að taka þátt í fjögurra vikna vegan tilraun. Allar fjölskyldurnar skráðu mataræði sitt inn í Matarspor EFLU meðan á tilraun stóð. Auk þess var tekin ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum.

Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Verkfræðistofan EFLA veitt ómetanlega aðstoð við kolefnisútreikninga þáttanna.


Tengdar fréttir

Með mikla magaverki á þriðja dagi vegan tilraunar

Fyrsti dagurinn í vegantilraun gekk vonum framar hjá kúabændunum á Litla-Ármóti, en þau féllust á að taka þátt í sjónvarpsþáttunum Kjötætur óskast! sem eru nú í sýningu á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×