„Mér skilst að hann hafi sagt eitthvað sem hann átti ekki að segja“ Atli Arason skrifar 25. janúar 2021 22:42 Úr leik hjá Grindavík á síðustu leiktíð. Vísir/Elín Björg Kristinn Pálsson, leikmaður Grindavíkur, var vitanlega ekki sáttur eftir stórt tap gegn Keflavík á útivelli í kvöld en tæplega þrjátíu stiga munur var á liðunum er lokaflautið gall. „Það er mikið sem við getum lært af þessu. Þetta var ekki nógu góð frammistaða hjá, sérstaklega í seinni hálfleik. Bæði liðin voru taplaus fyrir þennan leik og menn komu vel stemdir inn í leikinn en þeir bara yfirspiluðu okkur og out-hössluðu okkur og það er eitthvað sem við þurfum að læra fyrir næstu leiki. Við erum að fara í svaka törn þannig að við verðum að taka þetta með og koma mótiveraðri í næstu leiki,“ sagði Kristinn frekar fúll í viðtali eftir leik. Það munaði ekki nema 5 stigum á liðunum í hálfleik en Keflvíkingar vinna seinni hálfleikinn með 22 stigum. Það var því töluvert meiri munur á liðunum í þeim síðari. Joonas Jarvelainen var rekin út af um miðjan þriðja leikhluta, Kristinn telur það vera hluta af skýringunni. „Við missum stóra manninn okkar út, hann var rekinn út úr húsi. Hann var með 21 stig í fyrri hálfleik og var svolítið að draga vagninn fyrir okkur. Það er mikill missir að vera án kana og hans, þá erum við frekar litlir og eigum erfitt með að gera marga hluti. Það fór svolítið með þennan leik. Við vorum inn í leiknum fram af því, þó það hafi kannski orðið 8 stiga munur, þá vorum við samt inn í þessum leik,“ svaraði Kristinn. Kristinn var ekki alveg viss hvers vegna Joonas var rekinn út af. „Ég sá það ekki. Mér skilst að hann hafi sagt eitthvað sem hann átti ekki að segja, í hita leiksins þá getur allt gerst en við verðum bara að læra af þessu,“ bætti Kristinn við áður en hann var spurður út í afar áhugaverða viðureign sem Grindavík á næst, en það er leikur gegn uppeldisfélagi Kristins í Njarðvík. „Mjög spenntur, það er bara að halda áfram og vonandi gengur okkur betur þar en hér,“ sagði Kristinn Pálsson, bakvörður Grindavíkur að lokum. Dominos-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
„Það er mikið sem við getum lært af þessu. Þetta var ekki nógu góð frammistaða hjá, sérstaklega í seinni hálfleik. Bæði liðin voru taplaus fyrir þennan leik og menn komu vel stemdir inn í leikinn en þeir bara yfirspiluðu okkur og out-hössluðu okkur og það er eitthvað sem við þurfum að læra fyrir næstu leiki. Við erum að fara í svaka törn þannig að við verðum að taka þetta með og koma mótiveraðri í næstu leiki,“ sagði Kristinn frekar fúll í viðtali eftir leik. Það munaði ekki nema 5 stigum á liðunum í hálfleik en Keflvíkingar vinna seinni hálfleikinn með 22 stigum. Það var því töluvert meiri munur á liðunum í þeim síðari. Joonas Jarvelainen var rekin út af um miðjan þriðja leikhluta, Kristinn telur það vera hluta af skýringunni. „Við missum stóra manninn okkar út, hann var rekinn út úr húsi. Hann var með 21 stig í fyrri hálfleik og var svolítið að draga vagninn fyrir okkur. Það er mikill missir að vera án kana og hans, þá erum við frekar litlir og eigum erfitt með að gera marga hluti. Það fór svolítið með þennan leik. Við vorum inn í leiknum fram af því, þó það hafi kannski orðið 8 stiga munur, þá vorum við samt inn í þessum leik,“ svaraði Kristinn. Kristinn var ekki alveg viss hvers vegna Joonas var rekinn út af. „Ég sá það ekki. Mér skilst að hann hafi sagt eitthvað sem hann átti ekki að segja, í hita leiksins þá getur allt gerst en við verðum bara að læra af þessu,“ bætti Kristinn við áður en hann var spurður út í afar áhugaverða viðureign sem Grindavík á næst, en það er leikur gegn uppeldisfélagi Kristins í Njarðvík. „Mjög spenntur, það er bara að halda áfram og vonandi gengur okkur betur þar en hér,“ sagði Kristinn Pálsson, bakvörður Grindavíkur að lokum.
Dominos-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira