Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2021 17:17 Búið er að loka Gló og Joe & the Juice á Laugavegi fyrir fullt og allt. Vísir/Joe & the Juice Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega. Gló í Hæðarsmára í Kópavogi mun ekki opna aftur eftir að tímabundin lokun vegna samkomutakmarkana reyndist varanleg. Þar áður hafði veitingastöðunum á Laugavegi og Engjavegi verið lokað í mars þegar 20 manna samkomubann tók gildi. Um tíma var enginn veitingastaður starfræktur undir merkjum Gló hér á landi en útibúið í Fákafeni opnaði aftur um áramót. Agla Jónsdóttir, fjármálastjóri Gló, segir að Covid-19 faraldurinn og sóttvarnatakmarkanir hafi eðlilega haft mikil áhrif á reksturinn. Það hafi ekki síður átt við á Laugavegi þar sem viðskiptavinir voru að stærstum hluta erlendir ferðamenn. Um varnaraðgerð að ræða „Það var erfitt að láta hlutina ganga upp, þannig að við litum svo á að það væri best að einbeita okkur bara að Fákafeni, gera það vel og sjá hvað árið 2021 gefur okkur. Þetta er varnaraðgerð líka því maður veit auðvitað ekki hversu lengi þessara áhrifa mun gæta,“ segir Agla. Þrátt fyrir allt sem á undan hafi gengið sé hún bjartsýn á komandi ár. Ólíkt fjölmörgum veitingastöðum hefur Gló ekki boðið upp á heimsendingar í samkomubanni og hefur það líklega gert keðjunni erfiðara fyrir að standa af sér storminn. „Við höfum ekki bolmagnið í það. Við erum ekki með bílaflotann og kusum að fara ekki þá leið að fara í samningaviðræður við aðra varðandi heimsendingar.“ Þess í stað hafi áhersla verið lögð á að bjóða upp á netpantanir og snertilausa afhendingu. Hrun ferðaþjónustunnar mikið áfall fyrir rekstur Joe & the Juice Tekin hefur verið ákvörðun um að loka Joe & the Juice á Laugavegi fyrir fullt og allt en Agla er sömuleiðis framkvæmdastjóri Joe & the Juice á Íslandi. Fréttablaðið greindi fyrst frá lokun staðarins. Hún segir að líkt og með nálægan veitingastað Gló hafi erlendir ferðamenn verið helsti viðskiptahópur staðarins. Hvarf ferðamanna hafði þó ekki síður áhrif á önnur útibú. „Það sem gerðist á síðasta ári var að við lokuðum öllum þremur stöðum á Keflavíkurflugvelli 1. apríl og erum endanlega búin að loka einum stað þar.“ Þá var báðum stöðum Joe & the Juice í miðbæ Reykjavíkur lokað tímabundið þegar samkomubann var hert í október en til stendur að opna staðinn á Hafnartorgi aftur í næstu viku. Agla bætir við að þau bíði nú átekta og skoði hvenær hægt verði að opna hina tvo staðina í Leifsstöð en þeir hafa verið fyrirtækinu einna arðbærastir. Á sama tíma hefur Joe & the Juice opnað nýjan stað við Miklubraut og fært staðinn sem var í World Class Laugum í Fákafen þar sem hann deilir nú húsnæði með Gló auk Brauð & co. Hjónin Birgir Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttur eru stærstu eigendur Gló og Joe & the Juice auk þess að vera fjárfestar í Brauð & co. Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Kópavogur Reykjavík Tengdar fréttir Solla selur Birgi Gló Hjónin Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson hafa selt hjónunum Birgi Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttur 30 prósenta hlut sinn í veitingastaðakeðjunni Gló. 25. september 2019 06:00 Skeljungur kaupir fjórðung í Brauð&Co og Gló Forsvarsmenn orkufyrirtækisins Skeljungs hafa undirritað samning um kaup á 25 prósent hlut í Brauð&Co ehf. og Gló ehf. 12. ágúst 2020 16:41 Gáfust upp á biðinni eftir ferðamönnum Veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Bragagötu í Reykjavík hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Lauk þar með sögu eins elsta pítsustaðar landsins. Á síðasta ári fækkaði stöðum Eldsmiðjunnar úr fjórum í einn. 20. janúar 2021 21:10 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Gló í Hæðarsmára í Kópavogi mun ekki opna aftur eftir að tímabundin lokun vegna samkomutakmarkana reyndist varanleg. Þar áður hafði veitingastöðunum á Laugavegi og Engjavegi verið lokað í mars þegar 20 manna samkomubann tók gildi. Um tíma var enginn veitingastaður starfræktur undir merkjum Gló hér á landi en útibúið í Fákafeni opnaði aftur um áramót. Agla Jónsdóttir, fjármálastjóri Gló, segir að Covid-19 faraldurinn og sóttvarnatakmarkanir hafi eðlilega haft mikil áhrif á reksturinn. Það hafi ekki síður átt við á Laugavegi þar sem viðskiptavinir voru að stærstum hluta erlendir ferðamenn. Um varnaraðgerð að ræða „Það var erfitt að láta hlutina ganga upp, þannig að við litum svo á að það væri best að einbeita okkur bara að Fákafeni, gera það vel og sjá hvað árið 2021 gefur okkur. Þetta er varnaraðgerð líka því maður veit auðvitað ekki hversu lengi þessara áhrifa mun gæta,“ segir Agla. Þrátt fyrir allt sem á undan hafi gengið sé hún bjartsýn á komandi ár. Ólíkt fjölmörgum veitingastöðum hefur Gló ekki boðið upp á heimsendingar í samkomubanni og hefur það líklega gert keðjunni erfiðara fyrir að standa af sér storminn. „Við höfum ekki bolmagnið í það. Við erum ekki með bílaflotann og kusum að fara ekki þá leið að fara í samningaviðræður við aðra varðandi heimsendingar.“ Þess í stað hafi áhersla verið lögð á að bjóða upp á netpantanir og snertilausa afhendingu. Hrun ferðaþjónustunnar mikið áfall fyrir rekstur Joe & the Juice Tekin hefur verið ákvörðun um að loka Joe & the Juice á Laugavegi fyrir fullt og allt en Agla er sömuleiðis framkvæmdastjóri Joe & the Juice á Íslandi. Fréttablaðið greindi fyrst frá lokun staðarins. Hún segir að líkt og með nálægan veitingastað Gló hafi erlendir ferðamenn verið helsti viðskiptahópur staðarins. Hvarf ferðamanna hafði þó ekki síður áhrif á önnur útibú. „Það sem gerðist á síðasta ári var að við lokuðum öllum þremur stöðum á Keflavíkurflugvelli 1. apríl og erum endanlega búin að loka einum stað þar.“ Þá var báðum stöðum Joe & the Juice í miðbæ Reykjavíkur lokað tímabundið þegar samkomubann var hert í október en til stendur að opna staðinn á Hafnartorgi aftur í næstu viku. Agla bætir við að þau bíði nú átekta og skoði hvenær hægt verði að opna hina tvo staðina í Leifsstöð en þeir hafa verið fyrirtækinu einna arðbærastir. Á sama tíma hefur Joe & the Juice opnað nýjan stað við Miklubraut og fært staðinn sem var í World Class Laugum í Fákafen þar sem hann deilir nú húsnæði með Gló auk Brauð & co. Hjónin Birgir Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttur eru stærstu eigendur Gló og Joe & the Juice auk þess að vera fjárfestar í Brauð & co.
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Kópavogur Reykjavík Tengdar fréttir Solla selur Birgi Gló Hjónin Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson hafa selt hjónunum Birgi Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttur 30 prósenta hlut sinn í veitingastaðakeðjunni Gló. 25. september 2019 06:00 Skeljungur kaupir fjórðung í Brauð&Co og Gló Forsvarsmenn orkufyrirtækisins Skeljungs hafa undirritað samning um kaup á 25 prósent hlut í Brauð&Co ehf. og Gló ehf. 12. ágúst 2020 16:41 Gáfust upp á biðinni eftir ferðamönnum Veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Bragagötu í Reykjavík hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Lauk þar með sögu eins elsta pítsustaðar landsins. Á síðasta ári fækkaði stöðum Eldsmiðjunnar úr fjórum í einn. 20. janúar 2021 21:10 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Solla selur Birgi Gló Hjónin Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson hafa selt hjónunum Birgi Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttur 30 prósenta hlut sinn í veitingastaðakeðjunni Gló. 25. september 2019 06:00
Skeljungur kaupir fjórðung í Brauð&Co og Gló Forsvarsmenn orkufyrirtækisins Skeljungs hafa undirritað samning um kaup á 25 prósent hlut í Brauð&Co ehf. og Gló ehf. 12. ágúst 2020 16:41
Gáfust upp á biðinni eftir ferðamönnum Veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Bragagötu í Reykjavík hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Lauk þar með sögu eins elsta pítsustaðar landsins. Á síðasta ári fækkaði stöðum Eldsmiðjunnar úr fjórum í einn. 20. janúar 2021 21:10