HSÍ ræðir fljótlega við Guðmund Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2021 10:31 Guðmundur Guðmundsson er á sínu þriðja skeiði sem þjálfari Íslands. Hann stýrði liðinu einnig árin 2001-2004 og 2008-2012, þar á meðal til silfurverðlauna á ÓL 2008 og bronsverðlauna á EM 2010. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, er með samning við HSÍ sem gildir fram á næsta ár og þar með fram yfir Evrópumótið í janúar að ári. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist telja að miðað við aðstæður hafi íslenska landsliðið heilt yfir staðið sig vel á HM í Egyptalandi. Ísland endaði í 20. sæti eftir tvo sigra og fjögur töp, en öll töpin voru með tveggja marka mun. Þegar Guðmundur þjálfari tók við landsliðinu árið 2018, í þriðja sinn á ferlinum, gerði hann samning sem gilti fram yfir HM í Egyptalandi. Sá samningur var hins vegar framlengdur síðasta sumar og gildir fram yfir EM sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu á næsta ári. Með því að framlengja samninginn segir Guðmundur formaður að ætlunin hafi verið að skapa betra andrými fyrir þjálfarann, sem stefnir að því að koma Íslandi aftur í hóp átta bestu landsliða heims. Þegar hann er spurður hvort til standi að framlengja samninginn við landsliðsþjálfarann enn frekar núna vill formaðurinn ekki fullyrða neitt um það. „Við ræðum saman, örugglega fljótlega, og förum yfir heimsmeistaramótið,“ segir Guðmundur formaður. Aðspurður um frammistöðu Íslands á HM svarar formaðurinn: „Mér fannst liðið standa sig heilt yfir vel. Þjálfarinn hefur gefið mjög greinargóða lýsingu á því hvernig þetta gekk fyrir sig. Eins og áður hefur komið fram erum við með ungt lið og síðan vorum við með vængbrotið lið í ofanálag. Það vantaði ákveðna lykilpósta. Það má alltaf velta fyrir sér hvaða kröfur menn gera með svona hóp en mér fannst við fá ákveðna breidd út úr þessu og það er mjög jákvætt. Framtíðin er björt.“ Geta skapað sér vænlega stöðu fyrir næsta stórmót Ísland mætir Ísrael á útivelli 11. mars og Litáen á útivelli í lok apríl. Guðmundur þjálfari, sem stýrir einnig Melsungen í Þýskalandi, er svo væntanlegur til landsins vegna heimaleiksins við Ísrael 2. maí, sem er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM. Vegna innbyrðis úrslita gegn Portúgal, þar sem Ísland tapaði 26-24 á útivelli en vann 32-23 á heimavelli, getur Ísland endaði í efsta sæti síns riðils með sigrum gegn Ísrael og Litáen. Það gæti skilað liðinu í næstefsta styrkleikaflokk áður en dregið er á EM og þannig fært Íslandi hagstæðari riðil á mótinu. HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Fleiri frídagar á EM í handbolta Frá og með næsta Evrópumóti í handbolta verða fleiri frídagar gefnir á mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu í kvöld. 13. janúar 2021 20:45 Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist telja að miðað við aðstæður hafi íslenska landsliðið heilt yfir staðið sig vel á HM í Egyptalandi. Ísland endaði í 20. sæti eftir tvo sigra og fjögur töp, en öll töpin voru með tveggja marka mun. Þegar Guðmundur þjálfari tók við landsliðinu árið 2018, í þriðja sinn á ferlinum, gerði hann samning sem gilti fram yfir HM í Egyptalandi. Sá samningur var hins vegar framlengdur síðasta sumar og gildir fram yfir EM sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu á næsta ári. Með því að framlengja samninginn segir Guðmundur formaður að ætlunin hafi verið að skapa betra andrými fyrir þjálfarann, sem stefnir að því að koma Íslandi aftur í hóp átta bestu landsliða heims. Þegar hann er spurður hvort til standi að framlengja samninginn við landsliðsþjálfarann enn frekar núna vill formaðurinn ekki fullyrða neitt um það. „Við ræðum saman, örugglega fljótlega, og förum yfir heimsmeistaramótið,“ segir Guðmundur formaður. Aðspurður um frammistöðu Íslands á HM svarar formaðurinn: „Mér fannst liðið standa sig heilt yfir vel. Þjálfarinn hefur gefið mjög greinargóða lýsingu á því hvernig þetta gekk fyrir sig. Eins og áður hefur komið fram erum við með ungt lið og síðan vorum við með vængbrotið lið í ofanálag. Það vantaði ákveðna lykilpósta. Það má alltaf velta fyrir sér hvaða kröfur menn gera með svona hóp en mér fannst við fá ákveðna breidd út úr þessu og það er mjög jákvætt. Framtíðin er björt.“ Geta skapað sér vænlega stöðu fyrir næsta stórmót Ísland mætir Ísrael á útivelli 11. mars og Litáen á útivelli í lok apríl. Guðmundur þjálfari, sem stýrir einnig Melsungen í Þýskalandi, er svo væntanlegur til landsins vegna heimaleiksins við Ísrael 2. maí, sem er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM. Vegna innbyrðis úrslita gegn Portúgal, þar sem Ísland tapaði 26-24 á útivelli en vann 32-23 á heimavelli, getur Ísland endaði í efsta sæti síns riðils með sigrum gegn Ísrael og Litáen. Það gæti skilað liðinu í næstefsta styrkleikaflokk áður en dregið er á EM og þannig fært Íslandi hagstæðari riðil á mótinu.
HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Fleiri frídagar á EM í handbolta Frá og með næsta Evrópumóti í handbolta verða fleiri frídagar gefnir á mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu í kvöld. 13. janúar 2021 20:45 Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Fleiri frídagar á EM í handbolta Frá og með næsta Evrópumóti í handbolta verða fleiri frídagar gefnir á mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu í kvöld. 13. janúar 2021 20:45
Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða