„Ég er svolítið að henda mér í djúpu laugina“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. janúar 2021 07:00 Eydís Helena Evensen heillaði Sony upp úr skónum á Airwaves árið 2018 og er nú byrjuð að gefa út tónlist með þeim. Myndina gerði Anna Maggý fyrir lagið brotin. Anna Maggý Í gær kynnti tónlistarrisinn Sony um nýtt útgáfumerki á sínum vegum, XXIM Records. Fyrsti listamaðurinn sem útgáfufyrirtækið kynnir er hin íslenska Eydís Helena Evensen, píanóleikari og tónskáld frá Blönduósi. Smáskífa Eydísar Brotin var hluti af fyrstu kynningarherferð þeirra sem Sony kynnti með fréttatilkynningu á nokkrum tungumálum í gær. „Ég skrifaði undir Sony Masterworks í nóvember árið 2019 og er að fara að gefa út plötuna mína hjá þeim á þessu ári,“ segir Eydís um það hvernig þetta ævintýri byrjaði. Fulltrúi frá Sony hafði séð hana á sviði á Iceland Airwaves í Iðnó árið 2018 og að tónleikunum loknum rétti hann henni nafnspjaldið sitt. Eftir það fór boltinn strax að rúlla. „Hægt og rólega byrjaði þetta samtal en það tók alveg tíma að vinna að samningnum.“ Þarf stundum að klípa sig Ári síðar var hún kominn með samning við Sony en hún segir að það skemmtilegasta í öllu ferlinu hafi verið að fá að taka upp þessa tónlist og deila henni með heiminum. Að fá að skapa. „Nú er Sony að setja af stað þetta nýja „label“ XXIM Records og ég er andlit alþjóðlegu herferðarinnar þeirra,“ segir Eydís spennt. Þegar hún sest niður með blaðamanni var hún nýbúin á myndbandsfundi með Sony. Hún segir að það sé stundum óraunverulegt að þetta sé loksins orðið að veruleika. Eydís er þakklát fyrir klassískan bakgrunn sinn og tæknina sem hún lærði í píanónáminu. „Í morgun þurfti ég bara að taka mér korter í dansa og syngja uppáhalds tónlistina mína áður, svo spennt. Þetta er smá súrrealískt. Undirbúningsvinnan hefur verið mikil en ég þarf stundum að klípa mig, þetta er í alvöru bara að gerast, ég er í alvöru með þennan samning. En ég reyni inni á milli að taka bara einn hlut í einu, einn fund í einu og vinna með það.“ Eydís var aðeins sjö ára gömul þegar hún samdi sitt fyrsta lag á píanó heima á Blönduósi. „Ég byrjaði að æfa á píanó sex ára og hélt svo áfram í píanónámi í tónlistarskólanum í Garðabæ eftir að ég flyt til Reykjavíkur. Ég útskrifast með framhaldspróf þaðan og held svo áfram í tónlistarskólanum í Reykjavík og er hjá Svönu Víkingsdóttur, sem er móðir Víkings og frábær kennari. Ég hef alltaf verið að semja en ég vissi það ekki fyrr en ég var táningur að þetta væri eitthvað sem ég vildi gera, að semja tónlist og taka upp.“ Æfði í marga klukkutíma á dag Þó að Eydís sé kannski ekki þekkt nafn í tónlist hér á landi og sé að gefa út sína fyrstu plötu á þessu ári, þá tók hún samt sjálf upp tónlist þegar hún var þrettán ára og gaf út á geisladisk. Seldi hún svo fjölskyldu og vinum og safnaði fyrir góðgerðarmál. „Ég var ótrúlega stressuð að taka upp og vildi bara taka upp allt einu sinni. Ég gerði alveg mistök og svona,“ segir Eydís og hlær. Hún er einstaklega brosmild og hlátur hennar bergmálar um allt kaffihúsið sem við sitjum á. Eydís viðurkennir samt að vera mjög hörð á sjálfa sig, sérstaklega þegar kemur að tónlistinni. „Eins og með píanóið, þá gat ég æft mig klukkutímunum saman alein inni í herbergi. Það er bara eitthvað sem þú setur þig bara í. Þannig að ég held að ég sé alveg er með ákveðinn strúktúr á bakvið mig þegar ég er að æfa og semja.“ Eydís hefur mikin metnað fyrir tónlistinni og er spennt að taka upp meira efni til að gefa út.Saga Sig Spennt fyrir ferðalaginu Metnaður Eydísar hefur skilað sér og er hún nú að láta drauminn sinn rætast með þessu spennandi tækifæri. Í tilkynningunni sem Sony sendi frá sér í gær, er haft eftir Alexander Buhr: „Við erum svo spennt að kynna heiminn fyrir henni og að Brotin setji tóninn fyrir nýju útgáfuna okkar.“ Hann segir þar einnig Eydís Evensen sé einstaklega efnilegur listamaður. Nick Knowles umboðsmaður Eydísar segist þar spenntur fyrir því að hefja þetta ferðalag með magnaða teyminu hjá XXIM Records og Sony til þess að dreifa tónlist Eydísar um allan heim. „Ég hef bara verið að semja frá því ég man eftir mér,“ segir Eydís um lagasmíðina. Eydís segir að hún fái innblástur úr öllum áttum og frá persónulegri reynslu og ferðalögum sínum um heiminn þar sem hún kynntist fjölbreyttum tónlistarstefnum. „Klassíska námið mótaði mig líka mikið hvað varðar tækni. Ég keypti mér mína fyrstu tölvu í fyrra og hafði þá skrifað alla tónlist og útsetningar á pappír. Ég elska að sjá tónlistina fyrir mér í stað þess að vinna bara allt í tölvu. Það hefur verið mikið tól úr klassíska náminu að gera það.“ Frá upptökum á plötunni Bylur. Dýrmæt reynsla að búa erlendis Eydís var búsett erlendis þegar hún skrifaði fyrst undir hjá Sony en hún hefur verið búsett erlendis í nokkur ár vegna vinnu. „Það hefur í rauninni verið besti skólinn. Ég hef búið úti í sjö ár og verið á flakki í tösku. Ég hef verið í Suður-Afríku, Ástralíu, um alla Evrópu, Los Angeles, New York og í Skandinavíu líka. Ég held að ég hafi lært ótrúlega mikið sjálfstæði af því að flytja 19 ára í burtu.“ Þegar heimsfaraldurinn skall á í byrjun síðasta árs var Eydís búsett í New York en vegna persónulegra ástæðna ákvað hún að flytja heim til Íslands í maí, að minnsta kosti tímabundið. „Það voru forréttindi að geta komið til Íslands og geta tekið upp og að fá að vinna með öllu þessu fólki.“ Heldur sér á jörðinni með hugleiðslu Hún hefur tekið íbúð á leigu á Íslandi núna og mun því vera hér í einhvern tíma á meðan hún fylgir eftir fyrstu lögunum. „Ég væri auðvitað til í að ferðast núna en má það auðvitað ekki. En um leið og ég get byrjað að spila eða fara í tónleikaferðalag þá geri ég það.“ Þangað til ætlar hún að njóta þessa ævintýris og dvalarinnar á Íslandi. Eydís heldur sér jarðtengdri með því að stunda hugleiðslu og jóga. Hún nær að skipuleggja hugsanir sínar og halda sér betur í núinu. Eydís er þakklát fyrir að hafa getað tekið plötuna sína upp á Íslandi þrátt fyrir heimsfaraldurinn.Saga Sig „Hugleiðslan er eitthvað sem er búið að bjarga mér. Ég byrjaði í jóga og hugleiðslu sautján eða átján ára. Ég hafði verið í meistaraflokki í blaki og skaðaði hnéð á mér og ég ætlaði sko að fara í landsliðið en jóga var þá eina æfingin sem ég gat gert án þess að finna verk í hnénu. Ég fór inn í það og síðan þá hefur þetta alltaf verið minn kjarni, að geta stundað jóga. Ég reyni að hugleiða á hverjum degi.“ Strax í djúpu laugina Eydís gaf út sitt fyrsta verk þann 4. desember síðast liðinn og í gær gaf hún út lagið Brotin og ásamt því kom út hennar fyrsta tónlistarmyndband. Ferlið hefur verið áskorun en Eydís segist kunna vel að meta það. „Ég er svolítið að henda mér í djúpu laugina enda er ég að gera þetta allt í fyrsta skipti. Þetta er svolítið mikil keyrsla með að skila öllu af mér og öllum þessum myndböndum en það er ótrúlega gaman líka.“ Lagið Brotin er píanóverk eftir Eydísi sjálfa og er tilfinningaþrungið og fallegt tónverk. Í fréttatilkynningu Sony var sagt frá því að lagið Brotin gefi smá innsýn í tónlistarheim Eydísar og sýni hennar hæfileika og persónuleika vel. Líkt og kom fram á Vísi í gær var lagið tekið upp hjá Valgeiri Sigurðssyni í Greenhouse Studios í Reykjavík. „Við tókum upp tvö lög árið 2019 og svo ellefu tónverk í júní á síðasta ári.“ Eydís hóf píanónám sex ára gömul og byrjaði að semja tónlist sjö ára.Blair-Alexander Draumasamstarfið Fleiri lög af plötu Eydísar munu koma út á næstunni og er hún ótrúlega ánægð og þakklát fyrir að vera hluti af svona stórri alþjóðlegri útgáfu. Við hvert lag kemur svo myndband eða ákveðinn heimur skapaður af Eydísi. Hún er mjög sjónræn og myndræn sem listamaður og kemur það skýrt fram í öllum hennar verkum og myndböndunum sem hún vann um gerð plötunnar. Hún segir að samstarfið við Valgeir hafi gengið eins og í draumi. „Við erum bæði frá Blönduósi og komumst að því þegar við vorum byrjuð að vinna saman sem var mjög fyndið. Við höfum verið alveg á sömu blaðsíðunni frá degi eitt, hvað við vildum gera og áferðina á píanóinu eða píanóinu og strengjahljóðinu saman. Ég var að „mixa“ í fyrsta skipti og vissi stundum ekki hvaða orð ég ætti að nota til að lýsa því sem ég vildi gera en hann skildi mig alltaf hundrað prósent. Hann er búinn að leggja ótrúlega mikið í þetta, hann gerði líka elektróníska áferð í nokkrum verkum. Þetta er bara draumasamstarf og Greenhouse er flottasta stúdíó sem ég hef komið inn í.“ Myndbandið við Brotin vann hún með ljósmyndaranum Önnu Maggý Jónsdóttur. Hægt er að horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan. Viðkvæmt en fágað „Ég var með Önnu Maggý í menntaskóla og við höfðum aldrei áður náð að vinna saman með þessum hætti. Mér fannst frábært að vinna með kvenkyns leikstjóra, sérstaklega fyrir þetta myndband. Þetta hefði ekki verið alveg eins með karlkyns leikstjóra. Þessi viðkvæmni en samt á svo fágaðan hátt,“ útskýrir Eydís. „Ég er virkilega stolt af öllum þeim samstörfum hér á landi sem ég hef tekið þátt í síðustu mánuði, eins og tónlistarmönnunum, Valgeiri í Greenhouse og fleirum sem ég má ekki segja frá strax,“ segir Eydís. Nánar verður tilkynnt um það síðar. „Ég valdi fólk út frá því sem það hefur verið að gera áður.“ Eydís er virkilega ánægð með fyrstu viðbrögðin við lögunum og bíður nú spennt eftir að geta gefið þau út. Platan sem Eydís er að fara að gefa út kallast Bylur og var hún öll tekin upp hér á landi. Frá undirbúningi fyrir tökurnar á myndbandinu við lagið Brotin. Leyndarmál í marga mánuði Eydís segir að það hafi verið mögnuð lífsreynsla að taka upp plötuna, en það var samt erfitt að þurfa að halda öllum upplýsingum leyndum varðandi útgáfuna. „Ég gat sagt foreldrum mínum þetta í síðustu viku en ég mátti ekki einu sinni segja bestu vinkonum mínum,“ útskýrir Eydís. „Sálfræðingurinn minn hefur getað rætt við mig og hjálpað mér,“ bætir hún svo við. Hún var nefnilega látin skrifa undir trúnaðarsamning, hálfgerðan þagnareið, þegar hún samþykkti að verða fyrsti tónlistarmaðurinn sem kynntur var undir merkjum XXIM Records. Valgeir sem tók upp plötuna með henni fékk ekki að vita að þessu fyrr en fyrr í þessari viku. Í gær fékk svo heimurinn loksins að heyra af því sem Eydís hefur verið að gera og var það henni mikill léttir að geta loksins rætt þetta við aðra. Frá tökum á plötunni Bylur.-Blair-Alexander Óraunverulegt verkefni Eydís og Anna Maggý vildu með myndbandinu sýna tilfinningar verksins á sjónrænan hátt. Einangrunin, yfirþyrmandi tilfinningar og það að vera brotin er táknað með glerkassa sem fyllist af reyk í myndbandinu. „Það var óraunverulegt að taka upp þetta myndband á kaldasta, dimmasta og erfiðasta tíma íslenska vetrarins,“ er haft eftir Önnu Maggý í tilkynningu Sony. „Ég er nánast nakin í kassanum og þetta vorum bara við Anna Maggý og plexíglers-kassinn sem var tveggja metra hár,“ segir Eydís og hlær. Kassinn brotnaði í tökum og þurfti þá að gera nýjan svo hægt væri að klára myndbandið. Upptökur á myndbandinu við Brotin fóru fram á sex mismunandi staðsetningum á Suðurlandi. „Við erum svona hægt og rólega að fylla kassann af reyk. Ég er brotin og er að reyna að brjótast út en svo fyllist kassinn alveg að reyk og þá er ég alveg brotin.“ Yfirþyrmandi tilfinningar Eydís viðurkennir að það hafi alveg verið kalt í kassanum í frostinu, enda var hún ekki klædd í neitt nema nærbuxur á meðan tökum stóð. „Innblásturinn kom frá þessum tilfinningum, við Anna Maggý ákváðum að vinna með hugtakið brotin. Við vorum að hugsa hvernig við gætum sýnt manneskju fara í gegnum frekar erfiðar tilfinningar. Hún er andlega brotin og er að reyna að brjótast út úr einhverju, en er föst inni og hægt og rólega að kæfast út af þessum yfirþyrmandi tilfinningum. Við sáum fyrir okkur kassa og manneskju inni í honum en vorum fyrst ekki búin að ákveða að það yrði ég.“ Upptökur fyrir myndbandið fóru meðal annars fram í Bláfjöllum, við Gunnuhver og á fleiri stöðum. „Þetta er ferðalag í gegnum tónverkið, sem er mitt berskjaldaðasta verkefni. Við Anna Maggý leigðum risastóran sendiferðabíl af Kukl og ég hef sko aldrei áður keyrt sendiferðabíl. Við tókum fullt af búnaði og gerðum þetta tvær en fengum aðstoðarfólk inn með sem gat hjálpað.“ Íslenskt teymi fyrir myndatökuna Eydís farðaði sig sjálf fyrir myndbandið enda hefur hún safnað að sér alls konar góðum förðunarráðum frá þeim förðunarfræðingum sem hún hefur starfað með á síðustu árum. „Eins og hvernig skygging er góð í hvaða birtu og svo framvegis.“ Myndirnar fyrir herferðina og plötuna tók ljósmyndarinn Saga Sig og um förðun sá Ísak Freyr Helgason, sem er einn færasti förðunarfræðingur landsins. Saga og Eydís hafa unnið saman áður að verkefnum og gekk því myndatakan mjög vel og Eydís segir að útgáfufyrirtækið hafi verið í skýjunum með myndirnar sem Saga og Ísak sköpuðu fyrir verkefnið. „Saga er svo ótrúlega metnaðarfull þegar kemur að því að skapa heim í kringum verkefnin.“ Það skipti Eydísi miklu máli að fá að vinna með svo mörgum listamönnum hér á landi að sem flestu sem viðkom þessu verkefni. Blair-Alexander Innblástur frá Hildi Guðna Eydís er spennt að halda áfram að semja en er mjög leyndardómsfull varðandi komandi verkefni eða samstarfsaðila. Hún lítur mikið upp til Hildar Guðnadóttur tónskálds, sem er með sama útgefanda og er líka frá Blönduósi, og segir að það hafi verið magnað að fylgjast með árangri hennar. „Hún er svo mikill innblástur. Ég man þegar ég horfði á Óskarsverðlaunaræðuna hennar í beinni með tárin í augunum.“ Hún komst ekki hjá því að taka það til sín þegar Hildur talaði til stúlkna og kvenna í hvetjandi ræðu sinni. Með þennan innblástur er því ekki hægt að útiloka að Eydís taki síðar að sér verkefni tengd bíómyndum, heimildarmyndum, auglýsingum eða sjónvarpsþáttum. „Ég hef alltaf vitað að ég vildi vera í tónlist en ég vissi samt ekki hvernig ég myndi fara að því.Ef það koma önnur verkefni þá hugsanlega vinn ég að þeim en fókusinn er samt algjörlega á tónlistina,“ segir Eydís að lokum. Helgarviðtal Tónlist Tengdar fréttir Eydís Evensen fyrsti listamaður Sony merkisins XXIM Records og gefur út lag og myndband Tónskáldið Eydís Helena Evensen gaf út lagið Brotin á miðnætti og samhliða því sendi hún frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband. Smáskífan Brotin er fyrsta útgefna efnið frá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki undir tónlistarrisanum Sony, sem kallast XXIM Records. 29. janúar 2021 13:31 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Smáskífa Eydísar Brotin var hluti af fyrstu kynningarherferð þeirra sem Sony kynnti með fréttatilkynningu á nokkrum tungumálum í gær. „Ég skrifaði undir Sony Masterworks í nóvember árið 2019 og er að fara að gefa út plötuna mína hjá þeim á þessu ári,“ segir Eydís um það hvernig þetta ævintýri byrjaði. Fulltrúi frá Sony hafði séð hana á sviði á Iceland Airwaves í Iðnó árið 2018 og að tónleikunum loknum rétti hann henni nafnspjaldið sitt. Eftir það fór boltinn strax að rúlla. „Hægt og rólega byrjaði þetta samtal en það tók alveg tíma að vinna að samningnum.“ Þarf stundum að klípa sig Ári síðar var hún kominn með samning við Sony en hún segir að það skemmtilegasta í öllu ferlinu hafi verið að fá að taka upp þessa tónlist og deila henni með heiminum. Að fá að skapa. „Nú er Sony að setja af stað þetta nýja „label“ XXIM Records og ég er andlit alþjóðlegu herferðarinnar þeirra,“ segir Eydís spennt. Þegar hún sest niður með blaðamanni var hún nýbúin á myndbandsfundi með Sony. Hún segir að það sé stundum óraunverulegt að þetta sé loksins orðið að veruleika. Eydís er þakklát fyrir klassískan bakgrunn sinn og tæknina sem hún lærði í píanónáminu. „Í morgun þurfti ég bara að taka mér korter í dansa og syngja uppáhalds tónlistina mína áður, svo spennt. Þetta er smá súrrealískt. Undirbúningsvinnan hefur verið mikil en ég þarf stundum að klípa mig, þetta er í alvöru bara að gerast, ég er í alvöru með þennan samning. En ég reyni inni á milli að taka bara einn hlut í einu, einn fund í einu og vinna með það.“ Eydís var aðeins sjö ára gömul þegar hún samdi sitt fyrsta lag á píanó heima á Blönduósi. „Ég byrjaði að æfa á píanó sex ára og hélt svo áfram í píanónámi í tónlistarskólanum í Garðabæ eftir að ég flyt til Reykjavíkur. Ég útskrifast með framhaldspróf þaðan og held svo áfram í tónlistarskólanum í Reykjavík og er hjá Svönu Víkingsdóttur, sem er móðir Víkings og frábær kennari. Ég hef alltaf verið að semja en ég vissi það ekki fyrr en ég var táningur að þetta væri eitthvað sem ég vildi gera, að semja tónlist og taka upp.“ Æfði í marga klukkutíma á dag Þó að Eydís sé kannski ekki þekkt nafn í tónlist hér á landi og sé að gefa út sína fyrstu plötu á þessu ári, þá tók hún samt sjálf upp tónlist þegar hún var þrettán ára og gaf út á geisladisk. Seldi hún svo fjölskyldu og vinum og safnaði fyrir góðgerðarmál. „Ég var ótrúlega stressuð að taka upp og vildi bara taka upp allt einu sinni. Ég gerði alveg mistök og svona,“ segir Eydís og hlær. Hún er einstaklega brosmild og hlátur hennar bergmálar um allt kaffihúsið sem við sitjum á. Eydís viðurkennir samt að vera mjög hörð á sjálfa sig, sérstaklega þegar kemur að tónlistinni. „Eins og með píanóið, þá gat ég æft mig klukkutímunum saman alein inni í herbergi. Það er bara eitthvað sem þú setur þig bara í. Þannig að ég held að ég sé alveg er með ákveðinn strúktúr á bakvið mig þegar ég er að æfa og semja.“ Eydís hefur mikin metnað fyrir tónlistinni og er spennt að taka upp meira efni til að gefa út.Saga Sig Spennt fyrir ferðalaginu Metnaður Eydísar hefur skilað sér og er hún nú að láta drauminn sinn rætast með þessu spennandi tækifæri. Í tilkynningunni sem Sony sendi frá sér í gær, er haft eftir Alexander Buhr: „Við erum svo spennt að kynna heiminn fyrir henni og að Brotin setji tóninn fyrir nýju útgáfuna okkar.“ Hann segir þar einnig Eydís Evensen sé einstaklega efnilegur listamaður. Nick Knowles umboðsmaður Eydísar segist þar spenntur fyrir því að hefja þetta ferðalag með magnaða teyminu hjá XXIM Records og Sony til þess að dreifa tónlist Eydísar um allan heim. „Ég hef bara verið að semja frá því ég man eftir mér,“ segir Eydís um lagasmíðina. Eydís segir að hún fái innblástur úr öllum áttum og frá persónulegri reynslu og ferðalögum sínum um heiminn þar sem hún kynntist fjölbreyttum tónlistarstefnum. „Klassíska námið mótaði mig líka mikið hvað varðar tækni. Ég keypti mér mína fyrstu tölvu í fyrra og hafði þá skrifað alla tónlist og útsetningar á pappír. Ég elska að sjá tónlistina fyrir mér í stað þess að vinna bara allt í tölvu. Það hefur verið mikið tól úr klassíska náminu að gera það.“ Frá upptökum á plötunni Bylur. Dýrmæt reynsla að búa erlendis Eydís var búsett erlendis þegar hún skrifaði fyrst undir hjá Sony en hún hefur verið búsett erlendis í nokkur ár vegna vinnu. „Það hefur í rauninni verið besti skólinn. Ég hef búið úti í sjö ár og verið á flakki í tösku. Ég hef verið í Suður-Afríku, Ástralíu, um alla Evrópu, Los Angeles, New York og í Skandinavíu líka. Ég held að ég hafi lært ótrúlega mikið sjálfstæði af því að flytja 19 ára í burtu.“ Þegar heimsfaraldurinn skall á í byrjun síðasta árs var Eydís búsett í New York en vegna persónulegra ástæðna ákvað hún að flytja heim til Íslands í maí, að minnsta kosti tímabundið. „Það voru forréttindi að geta komið til Íslands og geta tekið upp og að fá að vinna með öllu þessu fólki.“ Heldur sér á jörðinni með hugleiðslu Hún hefur tekið íbúð á leigu á Íslandi núna og mun því vera hér í einhvern tíma á meðan hún fylgir eftir fyrstu lögunum. „Ég væri auðvitað til í að ferðast núna en má það auðvitað ekki. En um leið og ég get byrjað að spila eða fara í tónleikaferðalag þá geri ég það.“ Þangað til ætlar hún að njóta þessa ævintýris og dvalarinnar á Íslandi. Eydís heldur sér jarðtengdri með því að stunda hugleiðslu og jóga. Hún nær að skipuleggja hugsanir sínar og halda sér betur í núinu. Eydís er þakklát fyrir að hafa getað tekið plötuna sína upp á Íslandi þrátt fyrir heimsfaraldurinn.Saga Sig „Hugleiðslan er eitthvað sem er búið að bjarga mér. Ég byrjaði í jóga og hugleiðslu sautján eða átján ára. Ég hafði verið í meistaraflokki í blaki og skaðaði hnéð á mér og ég ætlaði sko að fara í landsliðið en jóga var þá eina æfingin sem ég gat gert án þess að finna verk í hnénu. Ég fór inn í það og síðan þá hefur þetta alltaf verið minn kjarni, að geta stundað jóga. Ég reyni að hugleiða á hverjum degi.“ Strax í djúpu laugina Eydís gaf út sitt fyrsta verk þann 4. desember síðast liðinn og í gær gaf hún út lagið Brotin og ásamt því kom út hennar fyrsta tónlistarmyndband. Ferlið hefur verið áskorun en Eydís segist kunna vel að meta það. „Ég er svolítið að henda mér í djúpu laugina enda er ég að gera þetta allt í fyrsta skipti. Þetta er svolítið mikil keyrsla með að skila öllu af mér og öllum þessum myndböndum en það er ótrúlega gaman líka.“ Lagið Brotin er píanóverk eftir Eydísi sjálfa og er tilfinningaþrungið og fallegt tónverk. Í fréttatilkynningu Sony var sagt frá því að lagið Brotin gefi smá innsýn í tónlistarheim Eydísar og sýni hennar hæfileika og persónuleika vel. Líkt og kom fram á Vísi í gær var lagið tekið upp hjá Valgeiri Sigurðssyni í Greenhouse Studios í Reykjavík. „Við tókum upp tvö lög árið 2019 og svo ellefu tónverk í júní á síðasta ári.“ Eydís hóf píanónám sex ára gömul og byrjaði að semja tónlist sjö ára.Blair-Alexander Draumasamstarfið Fleiri lög af plötu Eydísar munu koma út á næstunni og er hún ótrúlega ánægð og þakklát fyrir að vera hluti af svona stórri alþjóðlegri útgáfu. Við hvert lag kemur svo myndband eða ákveðinn heimur skapaður af Eydísi. Hún er mjög sjónræn og myndræn sem listamaður og kemur það skýrt fram í öllum hennar verkum og myndböndunum sem hún vann um gerð plötunnar. Hún segir að samstarfið við Valgeir hafi gengið eins og í draumi. „Við erum bæði frá Blönduósi og komumst að því þegar við vorum byrjuð að vinna saman sem var mjög fyndið. Við höfum verið alveg á sömu blaðsíðunni frá degi eitt, hvað við vildum gera og áferðina á píanóinu eða píanóinu og strengjahljóðinu saman. Ég var að „mixa“ í fyrsta skipti og vissi stundum ekki hvaða orð ég ætti að nota til að lýsa því sem ég vildi gera en hann skildi mig alltaf hundrað prósent. Hann er búinn að leggja ótrúlega mikið í þetta, hann gerði líka elektróníska áferð í nokkrum verkum. Þetta er bara draumasamstarf og Greenhouse er flottasta stúdíó sem ég hef komið inn í.“ Myndbandið við Brotin vann hún með ljósmyndaranum Önnu Maggý Jónsdóttur. Hægt er að horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan. Viðkvæmt en fágað „Ég var með Önnu Maggý í menntaskóla og við höfðum aldrei áður náð að vinna saman með þessum hætti. Mér fannst frábært að vinna með kvenkyns leikstjóra, sérstaklega fyrir þetta myndband. Þetta hefði ekki verið alveg eins með karlkyns leikstjóra. Þessi viðkvæmni en samt á svo fágaðan hátt,“ útskýrir Eydís. „Ég er virkilega stolt af öllum þeim samstörfum hér á landi sem ég hef tekið þátt í síðustu mánuði, eins og tónlistarmönnunum, Valgeiri í Greenhouse og fleirum sem ég má ekki segja frá strax,“ segir Eydís. Nánar verður tilkynnt um það síðar. „Ég valdi fólk út frá því sem það hefur verið að gera áður.“ Eydís er virkilega ánægð með fyrstu viðbrögðin við lögunum og bíður nú spennt eftir að geta gefið þau út. Platan sem Eydís er að fara að gefa út kallast Bylur og var hún öll tekin upp hér á landi. Frá undirbúningi fyrir tökurnar á myndbandinu við lagið Brotin. Leyndarmál í marga mánuði Eydís segir að það hafi verið mögnuð lífsreynsla að taka upp plötuna, en það var samt erfitt að þurfa að halda öllum upplýsingum leyndum varðandi útgáfuna. „Ég gat sagt foreldrum mínum þetta í síðustu viku en ég mátti ekki einu sinni segja bestu vinkonum mínum,“ útskýrir Eydís. „Sálfræðingurinn minn hefur getað rætt við mig og hjálpað mér,“ bætir hún svo við. Hún var nefnilega látin skrifa undir trúnaðarsamning, hálfgerðan þagnareið, þegar hún samþykkti að verða fyrsti tónlistarmaðurinn sem kynntur var undir merkjum XXIM Records. Valgeir sem tók upp plötuna með henni fékk ekki að vita að þessu fyrr en fyrr í þessari viku. Í gær fékk svo heimurinn loksins að heyra af því sem Eydís hefur verið að gera og var það henni mikill léttir að geta loksins rætt þetta við aðra. Frá tökum á plötunni Bylur.-Blair-Alexander Óraunverulegt verkefni Eydís og Anna Maggý vildu með myndbandinu sýna tilfinningar verksins á sjónrænan hátt. Einangrunin, yfirþyrmandi tilfinningar og það að vera brotin er táknað með glerkassa sem fyllist af reyk í myndbandinu. „Það var óraunverulegt að taka upp þetta myndband á kaldasta, dimmasta og erfiðasta tíma íslenska vetrarins,“ er haft eftir Önnu Maggý í tilkynningu Sony. „Ég er nánast nakin í kassanum og þetta vorum bara við Anna Maggý og plexíglers-kassinn sem var tveggja metra hár,“ segir Eydís og hlær. Kassinn brotnaði í tökum og þurfti þá að gera nýjan svo hægt væri að klára myndbandið. Upptökur á myndbandinu við Brotin fóru fram á sex mismunandi staðsetningum á Suðurlandi. „Við erum svona hægt og rólega að fylla kassann af reyk. Ég er brotin og er að reyna að brjótast út en svo fyllist kassinn alveg að reyk og þá er ég alveg brotin.“ Yfirþyrmandi tilfinningar Eydís viðurkennir að það hafi alveg verið kalt í kassanum í frostinu, enda var hún ekki klædd í neitt nema nærbuxur á meðan tökum stóð. „Innblásturinn kom frá þessum tilfinningum, við Anna Maggý ákváðum að vinna með hugtakið brotin. Við vorum að hugsa hvernig við gætum sýnt manneskju fara í gegnum frekar erfiðar tilfinningar. Hún er andlega brotin og er að reyna að brjótast út úr einhverju, en er föst inni og hægt og rólega að kæfast út af þessum yfirþyrmandi tilfinningum. Við sáum fyrir okkur kassa og manneskju inni í honum en vorum fyrst ekki búin að ákveða að það yrði ég.“ Upptökur fyrir myndbandið fóru meðal annars fram í Bláfjöllum, við Gunnuhver og á fleiri stöðum. „Þetta er ferðalag í gegnum tónverkið, sem er mitt berskjaldaðasta verkefni. Við Anna Maggý leigðum risastóran sendiferðabíl af Kukl og ég hef sko aldrei áður keyrt sendiferðabíl. Við tókum fullt af búnaði og gerðum þetta tvær en fengum aðstoðarfólk inn með sem gat hjálpað.“ Íslenskt teymi fyrir myndatökuna Eydís farðaði sig sjálf fyrir myndbandið enda hefur hún safnað að sér alls konar góðum förðunarráðum frá þeim förðunarfræðingum sem hún hefur starfað með á síðustu árum. „Eins og hvernig skygging er góð í hvaða birtu og svo framvegis.“ Myndirnar fyrir herferðina og plötuna tók ljósmyndarinn Saga Sig og um förðun sá Ísak Freyr Helgason, sem er einn færasti förðunarfræðingur landsins. Saga og Eydís hafa unnið saman áður að verkefnum og gekk því myndatakan mjög vel og Eydís segir að útgáfufyrirtækið hafi verið í skýjunum með myndirnar sem Saga og Ísak sköpuðu fyrir verkefnið. „Saga er svo ótrúlega metnaðarfull þegar kemur að því að skapa heim í kringum verkefnin.“ Það skipti Eydísi miklu máli að fá að vinna með svo mörgum listamönnum hér á landi að sem flestu sem viðkom þessu verkefni. Blair-Alexander Innblástur frá Hildi Guðna Eydís er spennt að halda áfram að semja en er mjög leyndardómsfull varðandi komandi verkefni eða samstarfsaðila. Hún lítur mikið upp til Hildar Guðnadóttur tónskálds, sem er með sama útgefanda og er líka frá Blönduósi, og segir að það hafi verið magnað að fylgjast með árangri hennar. „Hún er svo mikill innblástur. Ég man þegar ég horfði á Óskarsverðlaunaræðuna hennar í beinni með tárin í augunum.“ Hún komst ekki hjá því að taka það til sín þegar Hildur talaði til stúlkna og kvenna í hvetjandi ræðu sinni. Með þennan innblástur er því ekki hægt að útiloka að Eydís taki síðar að sér verkefni tengd bíómyndum, heimildarmyndum, auglýsingum eða sjónvarpsþáttum. „Ég hef alltaf vitað að ég vildi vera í tónlist en ég vissi samt ekki hvernig ég myndi fara að því.Ef það koma önnur verkefni þá hugsanlega vinn ég að þeim en fókusinn er samt algjörlega á tónlistina,“ segir Eydís að lokum.
Helgarviðtal Tónlist Tengdar fréttir Eydís Evensen fyrsti listamaður Sony merkisins XXIM Records og gefur út lag og myndband Tónskáldið Eydís Helena Evensen gaf út lagið Brotin á miðnætti og samhliða því sendi hún frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband. Smáskífan Brotin er fyrsta útgefna efnið frá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki undir tónlistarrisanum Sony, sem kallast XXIM Records. 29. janúar 2021 13:31 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Eydís Evensen fyrsti listamaður Sony merkisins XXIM Records og gefur út lag og myndband Tónskáldið Eydís Helena Evensen gaf út lagið Brotin á miðnætti og samhliða því sendi hún frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband. Smáskífan Brotin er fyrsta útgefna efnið frá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki undir tónlistarrisanum Sony, sem kallast XXIM Records. 29. janúar 2021 13:31