„Ekki tala um Hattarliðið eins og þetta séu einhverjir búðingar“ Gunnar Gunnarsson skrifar 31. janúar 2021 22:46 Einar messar yfir sínum mönnum fyrr á leiktíðinni. vísir/hulda margrét Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði slakan varnarleik í þriðja leikhluta hafa orðið liði sínu að falli gegn Hetti í kvöld. Höttur vann sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í vetur þegar liðið hafði betur 88-83 gegn Njarðvík á Egilsstöðum. „Hattarliðið byrjaði gríðarlega vel en við ekki. Ég var samt ánægður með að við unnum okkur til baka og vorum tveimur stigum undir í hálfleik. Núna fljótt eftir leik furða ég mig á þriðja leikhlutanum, þar fengum við á okkur 35 stig, sem er galið. Vissulega setti Mallory niður erfið skot en við gerðum líka óþarfa mistök. Við getum nefnt að það klikkar hjá okkur víti og leikmaður Hattar, sem átti að vera dekkaður af þeim sem var á línunni, setur niður þriggja stiga skot. Þar bregst liðið honum. Dino (Stipcic) setur niður þrist þar sem vantar samskipti milli bakvarða hjá mér. Höttur kemst líka upp að endalínu í fyrstu bylgju. Hattarmenn refsuðu okkur grimmilega, bjuggu til forskot og gerðu vel í að halda í það.“ Þú nefnir að þið hafið verið slappir í bæði fyrsta og þriðja leikhluta, vanmátuð þið Hött? „Ekki séns, ég ber það mikla virðingu fyrir mínum leikmönnum. Gleymdu hugmyndinni! Höttur hefur verið í hörkuleikjum í þessari deild og við höfum ekki rætt um annað í undirbúningnum en liðið sé stórhættulegt. Það hefði vel getað unnið síðasta leik. Ekki tala Hattarliðið niður. Það kom ákveðið til leiks en ekki við. Vissulega spiluðum við sóknina ekki vel, okkur vantaði áræðni í að keyra á körfuna en þeir gerðu líka vel í að ýta okkur út. Ef þú horfir á tölfræðina okkar í vetur en við höfum skotið vel utan þriggja stiga línunnar og af vítalínunni. Þessi atriði brugðust okkur í kvöld, við missum níu víti og erum köflóttir utan þriggja stiga línunnar. Það getur hins vegar gerst en við eigum að vinna okkur upp á góðum varnarleik. Hann brást okkur í þriðja leikhluta. Það er hægt að tala um byrjunina en við vorum búnir að jafna leikinn.“ En þetta eru samt engan vegin góð úrslit fyrir Njarðvík. Hvað þýðir það að tapa fyrir Hetti? „Þetta eru tvö töpuð stig – ekki tala um Hattarliðið eins og þetta séu einhverjir búðingar – þetta er helvítis, hörku lið! Það er galið að velta öðru upp, eins og himinn og jörð séu að farast. Deildin er þannig að enginn leikur er gefins og Hattarliðið hefur spilað vel. Þetta voru – já – vond úrslit, en það að hafa tapað fyrir Hetti. Það er kannski í anda þess sem liggur í loftinu en þetta er ekki þannig deild að eitt lið vanmeti annað. Við spiluðum ekki vörnina og Höttur var virkilega góður.“ Antionio Hester skoraði 33 stig fyrir Njarðvík í kvöld og dró vagninn en það vantaði framlag frá fleirum. Rodney Glasgow skoraði vissulega 15 stig alls, en aðeins tvö í fyrri hálfleik en Mario Matasovic aðeins fjögur alls, öll í seinni hálfleik. „Rodney kom okkur í gang í seinni hálfleik en Mario átti ekki sinn dag. Ég hlakka til að sjá hann bregðast við í næsta leik. Hester var vissulega öflugur en við hefðum þurft að fá meira úr fleiri áttum.“ Njarðvík tilkynnti fyrir helgi að liðið hefði samið við Kyle Johnson, fyrrum leikmann Stjörnunnar. Hann var ekki með í kvöld. „Það er bónus ef hann kemur til okkar fyrir landsleikjahléið, en hann verður klár þegar deildin fer aftur af stað í lok febrúar. Kyle þarf síðan tíma til að koma sér inn í okkar leik en við þekkjum hann sem andstæðing frá síðasta vetri og hann okkur. Hann kemur með hæð í bakvarðastöðuna sem okkur skortir þegar Maciek (Baginski) er ekki með og eins frákastagetur sem okkur vantar líka án Maciek. Kyle er reynslubolti sem breikkar hópinn. Það er mikið álag að spila tvisvar í viku og við megum við því að fá ferska fætur því enginn leikur er léttmeti. Við vorum með 10 leikmenn hér í kvöld, 8 fóru inn á gólfið. Það er samkeppni í liðinu og menn verða vinna á æfingum til að koma sér á gólfið.“ UMF Njarðvík Dominos-deild karla Höttur Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Njarðvík 88-83 | Njarðvík fyrstu fórnarlömb Hattar í vetur Höttur vann sinn fyrsta sigur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í vetur þegar liðið vann Njarðvík á heimavelli 88-83 í kvöld. Smáatriðin skildu liðin að í jöfnum leik. 31. janúar 2021 22:16 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Sjá meira
„Hattarliðið byrjaði gríðarlega vel en við ekki. Ég var samt ánægður með að við unnum okkur til baka og vorum tveimur stigum undir í hálfleik. Núna fljótt eftir leik furða ég mig á þriðja leikhlutanum, þar fengum við á okkur 35 stig, sem er galið. Vissulega setti Mallory niður erfið skot en við gerðum líka óþarfa mistök. Við getum nefnt að það klikkar hjá okkur víti og leikmaður Hattar, sem átti að vera dekkaður af þeim sem var á línunni, setur niður þriggja stiga skot. Þar bregst liðið honum. Dino (Stipcic) setur niður þrist þar sem vantar samskipti milli bakvarða hjá mér. Höttur kemst líka upp að endalínu í fyrstu bylgju. Hattarmenn refsuðu okkur grimmilega, bjuggu til forskot og gerðu vel í að halda í það.“ Þú nefnir að þið hafið verið slappir í bæði fyrsta og þriðja leikhluta, vanmátuð þið Hött? „Ekki séns, ég ber það mikla virðingu fyrir mínum leikmönnum. Gleymdu hugmyndinni! Höttur hefur verið í hörkuleikjum í þessari deild og við höfum ekki rætt um annað í undirbúningnum en liðið sé stórhættulegt. Það hefði vel getað unnið síðasta leik. Ekki tala Hattarliðið niður. Það kom ákveðið til leiks en ekki við. Vissulega spiluðum við sóknina ekki vel, okkur vantaði áræðni í að keyra á körfuna en þeir gerðu líka vel í að ýta okkur út. Ef þú horfir á tölfræðina okkar í vetur en við höfum skotið vel utan þriggja stiga línunnar og af vítalínunni. Þessi atriði brugðust okkur í kvöld, við missum níu víti og erum köflóttir utan þriggja stiga línunnar. Það getur hins vegar gerst en við eigum að vinna okkur upp á góðum varnarleik. Hann brást okkur í þriðja leikhluta. Það er hægt að tala um byrjunina en við vorum búnir að jafna leikinn.“ En þetta eru samt engan vegin góð úrslit fyrir Njarðvík. Hvað þýðir það að tapa fyrir Hetti? „Þetta eru tvö töpuð stig – ekki tala um Hattarliðið eins og þetta séu einhverjir búðingar – þetta er helvítis, hörku lið! Það er galið að velta öðru upp, eins og himinn og jörð séu að farast. Deildin er þannig að enginn leikur er gefins og Hattarliðið hefur spilað vel. Þetta voru – já – vond úrslit, en það að hafa tapað fyrir Hetti. Það er kannski í anda þess sem liggur í loftinu en þetta er ekki þannig deild að eitt lið vanmeti annað. Við spiluðum ekki vörnina og Höttur var virkilega góður.“ Antionio Hester skoraði 33 stig fyrir Njarðvík í kvöld og dró vagninn en það vantaði framlag frá fleirum. Rodney Glasgow skoraði vissulega 15 stig alls, en aðeins tvö í fyrri hálfleik en Mario Matasovic aðeins fjögur alls, öll í seinni hálfleik. „Rodney kom okkur í gang í seinni hálfleik en Mario átti ekki sinn dag. Ég hlakka til að sjá hann bregðast við í næsta leik. Hester var vissulega öflugur en við hefðum þurft að fá meira úr fleiri áttum.“ Njarðvík tilkynnti fyrir helgi að liðið hefði samið við Kyle Johnson, fyrrum leikmann Stjörnunnar. Hann var ekki með í kvöld. „Það er bónus ef hann kemur til okkar fyrir landsleikjahléið, en hann verður klár þegar deildin fer aftur af stað í lok febrúar. Kyle þarf síðan tíma til að koma sér inn í okkar leik en við þekkjum hann sem andstæðing frá síðasta vetri og hann okkur. Hann kemur með hæð í bakvarðastöðuna sem okkur skortir þegar Maciek (Baginski) er ekki með og eins frákastagetur sem okkur vantar líka án Maciek. Kyle er reynslubolti sem breikkar hópinn. Það er mikið álag að spila tvisvar í viku og við megum við því að fá ferska fætur því enginn leikur er léttmeti. Við vorum með 10 leikmenn hér í kvöld, 8 fóru inn á gólfið. Það er samkeppni í liðinu og menn verða vinna á æfingum til að koma sér á gólfið.“
UMF Njarðvík Dominos-deild karla Höttur Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Njarðvík 88-83 | Njarðvík fyrstu fórnarlömb Hattar í vetur Höttur vann sinn fyrsta sigur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í vetur þegar liðið vann Njarðvík á heimavelli 88-83 í kvöld. Smáatriðin skildu liðin að í jöfnum leik. 31. janúar 2021 22:16 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Sjá meira
Umfjöllun: Höttur - Njarðvík 88-83 | Njarðvík fyrstu fórnarlömb Hattar í vetur Höttur vann sinn fyrsta sigur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í vetur þegar liðið vann Njarðvík á heimavelli 88-83 í kvöld. Smáatriðin skildu liðin að í jöfnum leik. 31. janúar 2021 22:16