Þórólfur um bólusetningu ólympíufara: Mjög erfitt að velja fólk eftir mikilvægi Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2021 13:01 Anton Sveinn McKee er eini íslenski íþróttamaðurinn sem unnið hefur sér inn sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Ekki er öruggt að hann fái bólusetningu við COVID-19 fyrir leikana. Annað íslenskt íþróttafólk sem stefnir á leikana þarf að keppa á alþjóðlegum mótum á næstu mánuðum. Getty/Andrea Staccioli Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður að því á upplýsingafundi í dag hvort til greina kæmi að veita afreksíþróttafólki, til að mynda þeim sem stefna á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar, forgang í bólusetningu gegn COVID-19. Ekki var að heyra á Þórólfi að það myndi njóta nokkurs forgangs. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum sé haft í huga við forgangsröðun í bólusetningu. Bólusetning gæti gert mikið fyrir íþróttafólk sem sækja þarf alþjóðlega keppni erlendis, til að mynda tæplega þrjátíu manna hóp fólks sem freistar þess að komast á Ólympíuleikana í júlí. Aðeins einn íslenskur íþróttamaður, sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, er kominn með sæti á leikunum en annað íþróttafólk þarf að ná lágmörkum eða safna stigum með keppni í alþjóðlegum mótum fram að leikunum. Klippa: Þórólfur um bólusetningu afreksíþróttafólks „Það eru mjög margir sem eru að biðja um forgang – að komast framar í röðinni. Við höfum yfirleitt ekki ljáð máls á því,“ sagði Þórólfur í svari við spurningu fréttastofu á upplýsingafundi í dag um hvort til greina kæmi að ólympíufarar nytu forgangs. „Ég held að við verðum að halda okkur við fyrra plan. Við erum með ákveðna stefnu varðandi forgangshópana og ég held að við eigum að halda því. Það er mjög erfitt þegar við förum að velja fólk eftir mikilvægi. Ég treysti mér ekki almennilega í það sjálfur. Því það eru auðvitað allir sem telja sig mikilvæga, og allir eru mikilvægir, en hvort að þeir eigi að fara fram fyrir aðra hópa er aftur á móti annað mál,“ sagði Þórólfur. Ólympíufarar í Ísrael og Danmörku bólusettir fyrir leikana Í síðustu viku bárust fréttir af því að í Ísrael og Danmörku reiknuðu menn með að allir ólympíufarar yrðu bólusettir fyrir leikana. Talskona ísraelsku ólympíusambandsins sagði að bólusetningu ólympíufara yrði lokið í maí, en í Danmörku er reiknað með að það taki lengri tíma þar sem að bólusetning heilbrigðs almennings hefjist í fyrsta lagi í apríl. Ungverska ólympíusambandið vonast til að bólusetja sína ólympíufara eftir nokkrar vikur og Belgar hafa beðið um að 400-500 ólympíufarar verði bólusettir. Talsmaður belgíska sambandsins tók þó fram að ekki væri ætlunin að komast fram fyrir heilbrigðisstarfsfólk eða viðkvæma hópa í röðinni. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30 Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum sé haft í huga við forgangsröðun í bólusetningu. Bólusetning gæti gert mikið fyrir íþróttafólk sem sækja þarf alþjóðlega keppni erlendis, til að mynda tæplega þrjátíu manna hóp fólks sem freistar þess að komast á Ólympíuleikana í júlí. Aðeins einn íslenskur íþróttamaður, sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, er kominn með sæti á leikunum en annað íþróttafólk þarf að ná lágmörkum eða safna stigum með keppni í alþjóðlegum mótum fram að leikunum. Klippa: Þórólfur um bólusetningu afreksíþróttafólks „Það eru mjög margir sem eru að biðja um forgang – að komast framar í röðinni. Við höfum yfirleitt ekki ljáð máls á því,“ sagði Þórólfur í svari við spurningu fréttastofu á upplýsingafundi í dag um hvort til greina kæmi að ólympíufarar nytu forgangs. „Ég held að við verðum að halda okkur við fyrra plan. Við erum með ákveðna stefnu varðandi forgangshópana og ég held að við eigum að halda því. Það er mjög erfitt þegar við förum að velja fólk eftir mikilvægi. Ég treysti mér ekki almennilega í það sjálfur. Því það eru auðvitað allir sem telja sig mikilvæga, og allir eru mikilvægir, en hvort að þeir eigi að fara fram fyrir aðra hópa er aftur á móti annað mál,“ sagði Þórólfur. Ólympíufarar í Ísrael og Danmörku bólusettir fyrir leikana Í síðustu viku bárust fréttir af því að í Ísrael og Danmörku reiknuðu menn með að allir ólympíufarar yrðu bólusettir fyrir leikana. Talskona ísraelsku ólympíusambandsins sagði að bólusetningu ólympíufara yrði lokið í maí, en í Danmörku er reiknað með að það taki lengri tíma þar sem að bólusetning heilbrigðs almennings hefjist í fyrsta lagi í apríl. Ungverska ólympíusambandið vonast til að bólusetja sína ólympíufara eftir nokkrar vikur og Belgar hafa beðið um að 400-500 ólympíufarar verði bólusettir. Talsmaður belgíska sambandsins tók þó fram að ekki væri ætlunin að komast fram fyrir heilbrigðisstarfsfólk eða viðkvæma hópa í röðinni.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30 Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30
Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31