„Eftir að ég skoðaði augun á honum sá ég að hann var látinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. febrúar 2021 10:30 Fjölnir fer í gegnum lífshlaupið með Sölva Tryggvasyni. Fjölnir Geir Bragason, eða Fjölnir Tattoo, er einn þekktasti húðflúrari landsins. Fjölnir hefur í gegnum tíðina unnið langa vinnudaga og húðflúrað ótal manns og hann hefur tekið tímabil þar sem greiðslurnar voru ekki bara peningar en hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. „Ég man þegar ég fékk í fyrsta skipti greitt fyrir húðflúr með hljóðfæri. Mér fannst það svo geggjað að ég lét það spyrjast út að ég væri að skipta á hljóðfærum fyrir að gera tattoo og það byrjaði að rigna inn. Ég átti mest meira en 40 gítara á tímabili. Ég var með sérvegg á stofunni bara fyrir SG Gibson. Ég var með trompet, klarinett og allan andskotann. Svo komu Brain Police, Mínus og fleiri hljómsveitir til mín á nóttunni og ég var bara að tattúvera og svo voru haldnir tónleikar með græjunum á veggjunum,“ segir Fjölnir. Fjölnir segist oft hafa tekið tímabil þar sem lífsstílinn hefur verið alls konar og það efni sem hann féll mest fyrir hafi verið amfetamín. „Svo datt maður í pokann á sínum tíma og amfetamín var mitt cryptonite, af því að ég er með svo mikinn athyglisbrest. Ég var ekki kominn með neinar greiningar þarna, en það kviknaði bara á hausnum á mér og ég gat bara unnið út í eitt. Að vísu vissi ég ekkert í hvaða skömmtum ég ætti að taka það, þannig að ég mokaði því bara í mig í allt of miklu magni. Eftir að hafa fengið greiningar á athyglisbresti skil ég þetta betur.“ Vildi risastóran dreka Fjölnir er órjúfanlegur partur af íslenskri Tattoo-menningu og hefur verið samferða algjörri byltingu sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. „Þegar ég segist hafa séð blóð, svita og tár, þá er ég að tala um alvöru blóð, svita og tár. Og fólk segir manni allt þegar það situr í stólnum, þannig að ég hef séð ótrúlegan þverskurð af íslensku samfélagi í gegnum árin. Og oft hefur maður horft upp á sorglega hluti og ótrúlegar sögur. Ég man mjög vel eftir einum manni sem kom til mín og vildi risastóran dreka sem myndi fara yfir öxlina, niður bakið, utan á lærið og enda á ristinni. Þetta verk tók vel á annað ár og ég kynntist manninum vel á meðan. Í þriðja síðasta tímanum segir hann mér að hann sé farinn að stunda sjósund og í næsta skipti sagði hann mér að honum fyndist gott að skella sér í sjóinn eftir að hafa drukkið til að losna við þynnkuna. Ég sagði honum að hann mætti alls ekki fara einn í sjóinn fullur og yrði að hætta því. Svo var eitt session eftir til að klára húðflúrið þegar ég sé frétt um að maður hafi farist í Breiðafirðinum eftir að hafa farið í sjóinn klukkan 11 á laugardagskvöldi. Maður hefur upplifað alls konar svona hluti sem sitja stundum í manni.“ Fjölnir segir einnig ótrúlega sögu af því þegar hann endaði í fangelsi fyrir hundahald eftir að hafa fundið látinn mann í Öskjuhlíðinni og látið lögreglu vita. „Ég var á göngu í Öskjuhlíðinni að æfa hundinn minn sem var ekki nema hálfs árs Labrador hvolpur. Það var nýfallinn snjór yfir öllu klukkan átta um kvöld í miðjum febrúar. Stjörnubjart og kolniðamyrkur og allt í einu fann hundurinn einhverja lykt og tók á rás alla leið niður að staðnum þar sem veitingahúsið Nauthóll er núna. Þar aðeins fyrir ofan í trjánum var hundurinn búinn að skríða undir trjárunna og ég elti sporin þar til ég kom að rjóðri. Þar sá ég tvær lappir standa út hjá trjánum. Svo sé ég að þar lá maður með kókflösku í annarri hendi og tómt pilluglas í hinni og hundurinn var búinn að sleikja framan úr honum hrímið og ég sá fyrst ekki hvort hann var lifandi eða dauður, en eftir að ég skoðaði augun á honum sá ég að hann var látinn og ég man hvað ég fann mikið til með honum. Hann hafði augljóslega svipt sig lífi og ég man hvað ég fann mikið til með honum.” Sektaður fyrir hundahald Fjölnir, sem var aðeins 18 ára gamall fór heim til sín og ætlaði ekki að segja neinum frá því sem hann hafði fundið. Sérstaklega af því að lögreglan hafði í undanfaranum verið að fylgjast með honum á gangi með hundinn og hundahald var ekki leyft á þessum tíma. „Það voru náttúrulega hundaspor hjá líkinu og ég man að ég ætlaði ekki að segja neitt þegar ég kom heim. En mamma sá strax að það var eitthvað að þegar ég kom heim og náði að toga það upp úr mér eins og mömmur gera. Hún hringdi í lögregluna sem kom og sótti mig og fór með mér að Öskjuhlíðinni og ég sýndi þeim hvar hundurinn hafði fundið manninn. Þá komst ég að því að lögreglan hafði verið að leita að honum í nokkra daga og þakkaði mér fyrir að spara þeim að þurfa að halda leitinni áfram. Þeir sögðu við mig að hundahald væri bannað en að ég fengi nú undanþágu af því að ég hafði fundið manninn. En svo fékk ég sektarboð skömmu seinna.“ Sektin hljóðaði upp á sex þúsund krónur. En honum var gefinn 2.000 króna afsláttur vegna ungs aldurs. Fjölnir settist niður með pabba sínum og ákvað í kjölfarið að sitja frekar af sér skuldina í fangelsi en að borga hana. „Ég fór yfir tímakaupið sem ég var með á þessum tíma og komst að því að það væri miklu betra fyrir mig að sitja bara inni í þessa viku. Ég fékk svo kvaðningu og stakk henni í vasann áður en ég labbaði niður á Skólavörðustíg til að fara í fangelsið. Ég hringdi í Hundaræktarfélagið áður en ég fór til að láta þá vita og hvort það væri hægt að líta eftir hundinum mínum á meðan ég sæti inni. Svo labbaði ég frá Hlíðunum og þegar ég kom á Skólavörðustíginn var formaður hundaræktarfélagsins mættur og fullt af fjölmiðlafólki og það lá við slagsmálum, það voru svo mikil læti. Svo mæti ég til fangvarðarins, sem spurði mig hvort ég væri með kvaðningu og ég fór að leita að henni og fann hana ekki. „Þá kemur þú ekki hér inn“ sagði þá vörðurinn en síðan fann ég kvaðninguna í rassvasanum og endaði á að fara inn í fangelsið.” Áður en Fjölnir fór inn hafði DV birt frétt um hvað til stæði. Þegar hún birtist bauðst Guðmundur Óskarsson, fisksali í Sæbjörgu, til þess að greiða sektina. Hann sagði að fangelsið gæti tekið hana af 30 þúsund króna skuld fangelsisins við hann. Eftir 3 daga var Fjölnir laus úr fangelsinu. „Þá var mér hent út og þá var hundaræktarfélagið búið að stofna sjóð fyrir mig til að standa straum af vinnutapinu, þannig að ég hafði þreföld vikulaun upp úr þessu. Svo voru tekin við mig viðtöl af fjölmiðlum í Frakklandi og Þýskalandi, enda er það líka kolruglað að fangelsa barn fyrir að hafa verið úti með hund og hjálpa lögreglunni. Á þessum tíma áttu Davíð Oddsson borgarstjóri og Albert Guðmundsson fjármálaráðherra hunda og það birtust oft myndir af þeim með hundunum sínum. Og þetta mál kom mikilli hreyfingu á það að hundahald var loksins leyft í Reykjavík. Þó að ég eigi ekki einn heiðurinn að því, held ég að ég geti fullyrt að þetta mál hafði mikil áhrif.” Fjölnir segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi í þjóðfélaginu í mörg ár eftir þennan atburð. Ókunnugt fólk stöðvaði hann út á götu til að þakka honum fyrir að standa á sínu. Í þættinum ræða Sölvi og Fjölnir um magnað lífshlaup Fjölnis, ótrúlegar sögur, þróun og sögu húðflúra og margt fleira Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Húðflúr Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Ég man þegar ég fékk í fyrsta skipti greitt fyrir húðflúr með hljóðfæri. Mér fannst það svo geggjað að ég lét það spyrjast út að ég væri að skipta á hljóðfærum fyrir að gera tattoo og það byrjaði að rigna inn. Ég átti mest meira en 40 gítara á tímabili. Ég var með sérvegg á stofunni bara fyrir SG Gibson. Ég var með trompet, klarinett og allan andskotann. Svo komu Brain Police, Mínus og fleiri hljómsveitir til mín á nóttunni og ég var bara að tattúvera og svo voru haldnir tónleikar með græjunum á veggjunum,“ segir Fjölnir. Fjölnir segist oft hafa tekið tímabil þar sem lífsstílinn hefur verið alls konar og það efni sem hann féll mest fyrir hafi verið amfetamín. „Svo datt maður í pokann á sínum tíma og amfetamín var mitt cryptonite, af því að ég er með svo mikinn athyglisbrest. Ég var ekki kominn með neinar greiningar þarna, en það kviknaði bara á hausnum á mér og ég gat bara unnið út í eitt. Að vísu vissi ég ekkert í hvaða skömmtum ég ætti að taka það, þannig að ég mokaði því bara í mig í allt of miklu magni. Eftir að hafa fengið greiningar á athyglisbresti skil ég þetta betur.“ Vildi risastóran dreka Fjölnir er órjúfanlegur partur af íslenskri Tattoo-menningu og hefur verið samferða algjörri byltingu sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. „Þegar ég segist hafa séð blóð, svita og tár, þá er ég að tala um alvöru blóð, svita og tár. Og fólk segir manni allt þegar það situr í stólnum, þannig að ég hef séð ótrúlegan þverskurð af íslensku samfélagi í gegnum árin. Og oft hefur maður horft upp á sorglega hluti og ótrúlegar sögur. Ég man mjög vel eftir einum manni sem kom til mín og vildi risastóran dreka sem myndi fara yfir öxlina, niður bakið, utan á lærið og enda á ristinni. Þetta verk tók vel á annað ár og ég kynntist manninum vel á meðan. Í þriðja síðasta tímanum segir hann mér að hann sé farinn að stunda sjósund og í næsta skipti sagði hann mér að honum fyndist gott að skella sér í sjóinn eftir að hafa drukkið til að losna við þynnkuna. Ég sagði honum að hann mætti alls ekki fara einn í sjóinn fullur og yrði að hætta því. Svo var eitt session eftir til að klára húðflúrið þegar ég sé frétt um að maður hafi farist í Breiðafirðinum eftir að hafa farið í sjóinn klukkan 11 á laugardagskvöldi. Maður hefur upplifað alls konar svona hluti sem sitja stundum í manni.“ Fjölnir segir einnig ótrúlega sögu af því þegar hann endaði í fangelsi fyrir hundahald eftir að hafa fundið látinn mann í Öskjuhlíðinni og látið lögreglu vita. „Ég var á göngu í Öskjuhlíðinni að æfa hundinn minn sem var ekki nema hálfs árs Labrador hvolpur. Það var nýfallinn snjór yfir öllu klukkan átta um kvöld í miðjum febrúar. Stjörnubjart og kolniðamyrkur og allt í einu fann hundurinn einhverja lykt og tók á rás alla leið niður að staðnum þar sem veitingahúsið Nauthóll er núna. Þar aðeins fyrir ofan í trjánum var hundurinn búinn að skríða undir trjárunna og ég elti sporin þar til ég kom að rjóðri. Þar sá ég tvær lappir standa út hjá trjánum. Svo sé ég að þar lá maður með kókflösku í annarri hendi og tómt pilluglas í hinni og hundurinn var búinn að sleikja framan úr honum hrímið og ég sá fyrst ekki hvort hann var lifandi eða dauður, en eftir að ég skoðaði augun á honum sá ég að hann var látinn og ég man hvað ég fann mikið til með honum. Hann hafði augljóslega svipt sig lífi og ég man hvað ég fann mikið til með honum.” Sektaður fyrir hundahald Fjölnir, sem var aðeins 18 ára gamall fór heim til sín og ætlaði ekki að segja neinum frá því sem hann hafði fundið. Sérstaklega af því að lögreglan hafði í undanfaranum verið að fylgjast með honum á gangi með hundinn og hundahald var ekki leyft á þessum tíma. „Það voru náttúrulega hundaspor hjá líkinu og ég man að ég ætlaði ekki að segja neitt þegar ég kom heim. En mamma sá strax að það var eitthvað að þegar ég kom heim og náði að toga það upp úr mér eins og mömmur gera. Hún hringdi í lögregluna sem kom og sótti mig og fór með mér að Öskjuhlíðinni og ég sýndi þeim hvar hundurinn hafði fundið manninn. Þá komst ég að því að lögreglan hafði verið að leita að honum í nokkra daga og þakkaði mér fyrir að spara þeim að þurfa að halda leitinni áfram. Þeir sögðu við mig að hundahald væri bannað en að ég fengi nú undanþágu af því að ég hafði fundið manninn. En svo fékk ég sektarboð skömmu seinna.“ Sektin hljóðaði upp á sex þúsund krónur. En honum var gefinn 2.000 króna afsláttur vegna ungs aldurs. Fjölnir settist niður með pabba sínum og ákvað í kjölfarið að sitja frekar af sér skuldina í fangelsi en að borga hana. „Ég fór yfir tímakaupið sem ég var með á þessum tíma og komst að því að það væri miklu betra fyrir mig að sitja bara inni í þessa viku. Ég fékk svo kvaðningu og stakk henni í vasann áður en ég labbaði niður á Skólavörðustíg til að fara í fangelsið. Ég hringdi í Hundaræktarfélagið áður en ég fór til að láta þá vita og hvort það væri hægt að líta eftir hundinum mínum á meðan ég sæti inni. Svo labbaði ég frá Hlíðunum og þegar ég kom á Skólavörðustíginn var formaður hundaræktarfélagsins mættur og fullt af fjölmiðlafólki og það lá við slagsmálum, það voru svo mikil læti. Svo mæti ég til fangvarðarins, sem spurði mig hvort ég væri með kvaðningu og ég fór að leita að henni og fann hana ekki. „Þá kemur þú ekki hér inn“ sagði þá vörðurinn en síðan fann ég kvaðninguna í rassvasanum og endaði á að fara inn í fangelsið.” Áður en Fjölnir fór inn hafði DV birt frétt um hvað til stæði. Þegar hún birtist bauðst Guðmundur Óskarsson, fisksali í Sæbjörgu, til þess að greiða sektina. Hann sagði að fangelsið gæti tekið hana af 30 þúsund króna skuld fangelsisins við hann. Eftir 3 daga var Fjölnir laus úr fangelsinu. „Þá var mér hent út og þá var hundaræktarfélagið búið að stofna sjóð fyrir mig til að standa straum af vinnutapinu, þannig að ég hafði þreföld vikulaun upp úr þessu. Svo voru tekin við mig viðtöl af fjölmiðlum í Frakklandi og Þýskalandi, enda er það líka kolruglað að fangelsa barn fyrir að hafa verið úti með hund og hjálpa lögreglunni. Á þessum tíma áttu Davíð Oddsson borgarstjóri og Albert Guðmundsson fjármálaráðherra hunda og það birtust oft myndir af þeim með hundunum sínum. Og þetta mál kom mikilli hreyfingu á það að hundahald var loksins leyft í Reykjavík. Þó að ég eigi ekki einn heiðurinn að því, held ég að ég geti fullyrt að þetta mál hafði mikil áhrif.” Fjölnir segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi í þjóðfélaginu í mörg ár eftir þennan atburð. Ókunnugt fólk stöðvaði hann út á götu til að þakka honum fyrir að standa á sínu. Í þættinum ræða Sölvi og Fjölnir um magnað lífshlaup Fjölnis, ótrúlegar sögur, þróun og sögu húðflúra og margt fleira Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Húðflúr Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira