„Arnar var sá fyrsti sem ég hringdi í“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2021 11:54 Tómas Þórður Hilmarsson hefur fjórum sinnum orðið bikarmeistari með Stjörnunni. vísir/daníel Körfuboltamaðurinn Tómas Þórður Hilmarsson er kominn heim eftir dvöl á Spáni. Líklegast er að hann gangi í raðir síns gamla liðs, Stjörnunnar. Tómas gekk í raðir Aquimisa Carbajosa í spænsku C-deildinni í sumar en stoppið þar var styttra en áætlað var. Hann ákvað að yfirgefa félagið eftir að ljóst var að hann myndi fá færri mínútur eftir komu nýs leikmanns. „Enginn frá félaginu talaði við mig. Umboðsmaðurinn kom bara á leik hjá mér og sagði að þeir væru að fá annan leikmann. Mér bauðst að vera áfram en í talsvert minna hlutverki,“ sagði Tómas við Vísi í dag. Hann er kominn til Íslands og er byrjaður í sóttkví. „Við umboðsmaðurinn vorum sammála um að það besta í stöðunni væri að koma okkur eitthvert annað, heim eða annað á Spáni, og við ákváðum um að ég færi heim.“ Tómas er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur leikið með liðinu allan sinn feril hér á landi. Hann segir langlíklegast að hann fari aftur til Stjörnunnar. „En ég er ekki búinn að skrifa undir en ég reikna með að fara þangað,“ sagði Tómas. „Arnar [Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar] var sá fyrsti sem ég hringdi í eftir að ég fékk þessar fréttir. Ég fékk að vita að hurðin væri alltaf opin þar.“ Ljóst er að sterkt lið Stjörnunnar verður enn sterkara ef Tómas gengur til liðs við það. Á síðasta tímabili var hann með 8,8 stig og 8,2 fráköst að meðaltali í leik. Stjarnan varð þá deildar- og bikarmeistari annað árið í röð. Hann segist hafa notið þess að spila sem atvinnumaður þótt dvölin á Spáni hafi verið endasleppt. „Þetta var mjög gaman og það var alls ekki planið að vera að koma heim. Ég fílaði þetta en á sama tíma er erfitt að búa meira og minna í svona útgöngubanni,“ sagði Tómas að lokum. Stjarnan tapaði fyrir Grindavík í Domino's deildinni í gær, 93-89. Dominos-deild karla Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Tómas gekk í raðir Aquimisa Carbajosa í spænsku C-deildinni í sumar en stoppið þar var styttra en áætlað var. Hann ákvað að yfirgefa félagið eftir að ljóst var að hann myndi fá færri mínútur eftir komu nýs leikmanns. „Enginn frá félaginu talaði við mig. Umboðsmaðurinn kom bara á leik hjá mér og sagði að þeir væru að fá annan leikmann. Mér bauðst að vera áfram en í talsvert minna hlutverki,“ sagði Tómas við Vísi í dag. Hann er kominn til Íslands og er byrjaður í sóttkví. „Við umboðsmaðurinn vorum sammála um að það besta í stöðunni væri að koma okkur eitthvert annað, heim eða annað á Spáni, og við ákváðum um að ég færi heim.“ Tómas er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur leikið með liðinu allan sinn feril hér á landi. Hann segir langlíklegast að hann fari aftur til Stjörnunnar. „En ég er ekki búinn að skrifa undir en ég reikna með að fara þangað,“ sagði Tómas. „Arnar [Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar] var sá fyrsti sem ég hringdi í eftir að ég fékk þessar fréttir. Ég fékk að vita að hurðin væri alltaf opin þar.“ Ljóst er að sterkt lið Stjörnunnar verður enn sterkara ef Tómas gengur til liðs við það. Á síðasta tímabili var hann með 8,8 stig og 8,2 fráköst að meðaltali í leik. Stjarnan varð þá deildar- og bikarmeistari annað árið í röð. Hann segist hafa notið þess að spila sem atvinnumaður þótt dvölin á Spáni hafi verið endasleppt. „Þetta var mjög gaman og það var alls ekki planið að vera að koma heim. Ég fílaði þetta en á sama tíma er erfitt að búa meira og minna í svona útgöngubanni,“ sagði Tómas að lokum. Stjarnan tapaði fyrir Grindavík í Domino's deildinni í gær, 93-89.
Dominos-deild karla Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54