Fox gróf upp viðtal Jóhanns Bjarna við Kerry í umfjöllun um flugvélaeign fjölskyldunnar Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2021 10:24 Umrætt viðtal við tekið á Íslandi þegar John Kerry var hér á landi að taka við verðlaunum Hringborðs norðurslóða. Skjáskot RÚV/Getty Bandaríska fréttastofan Fox birti í gær frétt þar sem stuðst er við viðtal Jóhanns Bjarna Kolbeinssonar, fréttamanns RÚV, við John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og núverandi erindreka Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, frá þeim tíma þegar hann var staddur á Íslandi árið 2019. Í fréttinni er einkaþotueign fjölskyldu Kerry til umfjöllunar. Í viðtalinu er Kerry spurður um hvernig það samræmist baráttunni í loftslagsmálum að fljúga um í einkaþotu, en Fox segir viðtalið ekki hafa komið fyrir augu Bandaríkjamanna áður. Fox gróf upp viðtalið eftir að engin svör fengust frá Hvíta húsinu í tengslum við umfjöllun um eign Kerry-fjölskyldunnar á einkaþotu á sama tíma og Kerry sjálfur leiðir loftslagsbaráttu Bandaríkjastjórnar. Segir að ferð hvers farþega með einkaþotu mengi um fjörutíu sinnum meira en ef flogið er með áætlunarflugi. Watch the latest video at foxnews.com Kerry var staddur hér á landi í október 2019 til að taka við verðlaunum Hringborðs Norðurslóða í Hörpu. Hlaut hann verðlaunin fyrir baráttu sína að þrýsta á bandarísk stjórnvöld að beita sér í loftslagsmálum. Í viðtalinu spyr Jóhann Bjarni Kerry um þá ákvörðun að koma til Íslands í einkaflugi og hvort slíkt geti talist umhverfisvænn ferðamáti. „Ef maður kolefnisjafnar, er þetta eini valkosturinn fyrir mann eins og mig sem ferðast um heiminn í þeim tilgangi að hafa betur í þessari baráttu,“ sagði Kerry. Sagði Kerry árangur hafa náðst, meðal annars með því að koma Kínverjum að borðinu. Hann sagðist meta það sem svo að hann hefði ekki tíma til að fara sjóleiðina. „Ég verð að fljúga, hitta fólk og koma hlutum í verk,“ sagði Kerry, án þess þó að svara því beint af hverju einkaflug hafi orðið fyrir valinu en ekki áætlunarflug. „En það sem ég er að gera, nánast í fullu starfi, er að vinna að baráttunni í loftslagsmálum, og þegar allt kemur til alls, ef ég kolefnisjafna og helga lífi mínu þessari baráttu, þá ætla ég ekki að vera þeirri stöðu að þurfa að réttlæta þetta,“ sagði Kerry. Frétt Fox hefur vakið nokkra athygli en nú þegar hafa rúmlega 12 þúsund manns skrifað athugasemdir við fréttina. Norðurslóðir Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Afi og málari Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Afi og málari Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Sjá meira
Í viðtalinu er Kerry spurður um hvernig það samræmist baráttunni í loftslagsmálum að fljúga um í einkaþotu, en Fox segir viðtalið ekki hafa komið fyrir augu Bandaríkjamanna áður. Fox gróf upp viðtalið eftir að engin svör fengust frá Hvíta húsinu í tengslum við umfjöllun um eign Kerry-fjölskyldunnar á einkaþotu á sama tíma og Kerry sjálfur leiðir loftslagsbaráttu Bandaríkjastjórnar. Segir að ferð hvers farþega með einkaþotu mengi um fjörutíu sinnum meira en ef flogið er með áætlunarflugi. Watch the latest video at foxnews.com Kerry var staddur hér á landi í október 2019 til að taka við verðlaunum Hringborðs Norðurslóða í Hörpu. Hlaut hann verðlaunin fyrir baráttu sína að þrýsta á bandarísk stjórnvöld að beita sér í loftslagsmálum. Í viðtalinu spyr Jóhann Bjarni Kerry um þá ákvörðun að koma til Íslands í einkaflugi og hvort slíkt geti talist umhverfisvænn ferðamáti. „Ef maður kolefnisjafnar, er þetta eini valkosturinn fyrir mann eins og mig sem ferðast um heiminn í þeim tilgangi að hafa betur í þessari baráttu,“ sagði Kerry. Sagði Kerry árangur hafa náðst, meðal annars með því að koma Kínverjum að borðinu. Hann sagðist meta það sem svo að hann hefði ekki tíma til að fara sjóleiðina. „Ég verð að fljúga, hitta fólk og koma hlutum í verk,“ sagði Kerry, án þess þó að svara því beint af hverju einkaflug hafi orðið fyrir valinu en ekki áætlunarflug. „En það sem ég er að gera, nánast í fullu starfi, er að vinna að baráttunni í loftslagsmálum, og þegar allt kemur til alls, ef ég kolefnisjafna og helga lífi mínu þessari baráttu, þá ætla ég ekki að vera þeirri stöðu að þurfa að réttlæta þetta,“ sagði Kerry. Frétt Fox hefur vakið nokkra athygli en nú þegar hafa rúmlega 12 þúsund manns skrifað athugasemdir við fréttina.
Norðurslóðir Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Afi og málari Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Afi og málari Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Sjá meira