„Í þannig aðstæðum á enginn að vera og sérstaklega ekki í ástarsamböndum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2021 11:30 Linda Baldvinsdóttir var lengi vel í andlegu ofbeldissambandi. Markþjálfinn og samskiptaráðgjafinn Linda Baldvinsdóttir mátti þola andlegt ofbeldi af hendi kærasta síns sem var alveg falið útávið og enginn vissi af nema allra nánasta fjölskylda. Linda var orðin alveg niðurbrotin þegar hún loks kom sér út úr þessu eitraða ástarsambandi og það leiddi hana í nám í markþjálfun og árangursfræði og við það varð hún sterkari og sjálfstæðari og í dag er hún hamingjusöm og í andlegu jafnvægi og miðlar af sinni reynslu. Vala Matt ræddi við Lindu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Linda var með manni sem hún eignaðist börn með og hófst þeirra samband þegar hún var sautján ára. Hún segir að þau hafi átt gott vinasamband en hjónabandið hafi einfaldlega ekki gengið upp. Eftir það fer hún í samband sem reyndist henni ekki nægilega gott. „Í andlegu ofbeldi gerast hlutirnir yfirleitt hægt og rólega af stað og svo stigmagnast þeir. Þú ert komin inn í hlutverk sem þú smá saman venst. Það er í eðli mannsins að venjast hlutum sama hvort þeir slæmir eða góðir. Þetta var orðið þannig að þegar ég var á leiðinni heim hugsaði ég alltaf í hvernig skapi skildi hann vera,“ segir Linda og heldur áfram. „Mér fannst ég alltaf vera tipla á tánum eins og ég ætti í rauninni ekki tilverurétt. Í þannig aðstæðum á enginn að vera og sérstaklega ekki í ástarsamböndum. Ég gæti sagt margar ljótar sögur en það sem gerðist var að sjálfstraustið mitt varð í rauninni að engu. Börnin mín voru ekki velkomin og ekki heldur barnabörnin mín. Að lokum verður maður eins og strengjabrúða í höndunum á þessum aðilum.“ Hún segist eitt sinn hafa farið í aðgerð og þegar hún kom heim var hún kvalin og þurfti aðstoð. „Fyrsta daginn kemur mamma í heimsókn og svona og hann er í einhverri fílu, kannski út af athyglinni sem ég fékk og hann heimtaði að ég kæmi með sér út í ísbíltúr og ég gat það ekki. Ég bjó upp á þriðju hæð og hefði ekki getað komist upp og niður stigann. Þá verður allt vitlaust yfir þessu og í nokkra daga,“ segir Linda sem segist hafa farið í tvær aðgerðir um ævina og í bæði skiptin hafi hann beitt hana andlegu ofbeldi. Linda vinnur nú sem ráðgjafi og markþjálfi og hefur slegið í gegn, enda einn af frumkvöðlunum á því sviði og mun á næstunni koma út bók eftir hana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi Sjá meira
Linda var orðin alveg niðurbrotin þegar hún loks kom sér út úr þessu eitraða ástarsambandi og það leiddi hana í nám í markþjálfun og árangursfræði og við það varð hún sterkari og sjálfstæðari og í dag er hún hamingjusöm og í andlegu jafnvægi og miðlar af sinni reynslu. Vala Matt ræddi við Lindu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Linda var með manni sem hún eignaðist börn með og hófst þeirra samband þegar hún var sautján ára. Hún segir að þau hafi átt gott vinasamband en hjónabandið hafi einfaldlega ekki gengið upp. Eftir það fer hún í samband sem reyndist henni ekki nægilega gott. „Í andlegu ofbeldi gerast hlutirnir yfirleitt hægt og rólega af stað og svo stigmagnast þeir. Þú ert komin inn í hlutverk sem þú smá saman venst. Það er í eðli mannsins að venjast hlutum sama hvort þeir slæmir eða góðir. Þetta var orðið þannig að þegar ég var á leiðinni heim hugsaði ég alltaf í hvernig skapi skildi hann vera,“ segir Linda og heldur áfram. „Mér fannst ég alltaf vera tipla á tánum eins og ég ætti í rauninni ekki tilverurétt. Í þannig aðstæðum á enginn að vera og sérstaklega ekki í ástarsamböndum. Ég gæti sagt margar ljótar sögur en það sem gerðist var að sjálfstraustið mitt varð í rauninni að engu. Börnin mín voru ekki velkomin og ekki heldur barnabörnin mín. Að lokum verður maður eins og strengjabrúða í höndunum á þessum aðilum.“ Hún segist eitt sinn hafa farið í aðgerð og þegar hún kom heim var hún kvalin og þurfti aðstoð. „Fyrsta daginn kemur mamma í heimsókn og svona og hann er í einhverri fílu, kannski út af athyglinni sem ég fékk og hann heimtaði að ég kæmi með sér út í ísbíltúr og ég gat það ekki. Ég bjó upp á þriðju hæð og hefði ekki getað komist upp og niður stigann. Þá verður allt vitlaust yfir þessu og í nokkra daga,“ segir Linda sem segist hafa farið í tvær aðgerðir um ævina og í bæði skiptin hafi hann beitt hana andlegu ofbeldi. Linda vinnur nú sem ráðgjafi og markþjálfi og hefur slegið í gegn, enda einn af frumkvöðlunum á því sviði og mun á næstunni koma út bók eftir hana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi Sjá meira