Körfubolti

Jalen Jackson til Hauka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Israel Martin, þjálfari Hauka, er loksins kominn með fullskipað lið.
Israel Martin, þjálfari Hauka, er loksins kominn með fullskipað lið. Vísir/Vilhelm

Haukarnir eru búnir að finna nýjan bandarískan leikmann í Domino´s deild karla í körfubolta en þeir hafa verið án bandarísks leikmanns eftir áramót.

Körfuknattleiksdeild Hauka segir frá því á miðlum sínum að hún hafi samið við Jalen Jackson um að spila með liðinu það sem eftir er tímabilsins. Hann kemur í stað Earvin Morris sem meiddist Morris á síðustu æfingu fyrir sinn fyrsta leik með Hafnarfjarðarliðinu.

Jalen Jackson er 26 ára vængmaður og kemur frá Little Rock skólanum í Arkansas. Hann hefur reynslu úr Evrópuboltanum og hefur spilaði í Rúmeníu, Finnlandi og Ísrael. Fyrir þessa leiktíð var hann búinn að semja við lið í Lúxemborg en eftir aðeins einn leik var mótinu slegið á frest, líkt og á Íslandi, sökum kórónuveirunnar. Í þessum eina leik í Lúxemborg skoraði Jackson 18 stig og tók 8 fráköst.

Í finnsku deildinni spilaði Jackson bæði fyrir Helsinki Seagulls sem og KTP-Basket. Hjá KTP var hann með 15,6 stig og rúmlega 6 fráköst. Að auki var hann annar í stolnum boltum og sjöundi í vörðum skotum.

Jackson stoppaði stutt við í Ísrael þar sem honum var skipt út fyrir hærri leikmann og samdi svo við Sparta í Lúxemborg síðasta sumar þar sem hann náði að spila einn leik eins og fram hefur komið. Í ljósi þess að tímabilið var sett á ís ákváðu forsvarsmenn Sparta að losa sína erlendu leikmenn undan samningi.

„Jackson kemur til með að koma jafnvægi á sóknarleikinn okkar þar sem hann getur leyst margar stöður á vellinum,“ sagði Israel Martin, þjálfari Hauka um komu Jalen Jackson til Hauka í fréttinni á fésbókarsíðu Körfuknattleiksdeildar Hauka.

„Hann er sterkur í því að finna opnanir án boltans og góður að keyra á kröfuna og á varnarendanum er hann öflugur og þá sér í lagi frá boltanum.“

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur ráðið til sín Jalen Jackson til að fylla í skarð Earvin Morris sem því miður náði ekki...

Posted by Haukar körfubolti on Mánudagur, 8. febrúar 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×