Lífið

Twitter greinir Pfizer-stöðuna: Víði út og Björg­ólf Thor inn

Eiður Þór Árnason skrifar
Greinilegt er að margir eru í öngum sínum í kjölfar fregna dagsins.
Greinilegt er að margir eru í öngum sínum í kjölfar fregna dagsins. Samsett

Margir biðu með öndina í hálsinum eftir niðurstöðu úr samningaviðræðum Íslendinga við lyfjaframleiðandann Pfizer sem hafa verið á vörum landsmanna frá því fyrir áramót. Bundu sumir vonir við að farsæl niðurstaða myndi hjálpa Íslandi að stökkva fram fyrir aðrar þjóðir í bóluefnaröðinni og tryggja að hægt yrði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar við Covid-19 á allra næstu mánuðum.

Háværar sögusagnir voru uppi um það að samningurinn væri í höfn og urðu því margir fyrir miklum vonbrigðum þegar sóttvarnarlæknir gaf út síðdegis í dag að litlar líkur væru á því að margumtalað rannsóknarverkefni yrði að veruleika. Að venju sátu Twitterverjar ekki á skoðunum sínum og Vísir tók saman brot af því besta.

Fréttamaðurinn Helgi Seljan tekur stöðuna og vísar til orða Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að Íslendingar væru með þessu „fórnarlamb eigin árangurs.“

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, klórar sér í hausnum yfir því að lyfjaframleiðandinn hafi þurft fleiri vikur til þess að komast að þeirri niðurstöðu að of fá kórónuveirusmit væru á Íslandi til að réttlæta slíka rannsókn hér.  

Bragi rifjar upp ljóslifandi minningu frá höfuðstað Norðurlands. 

Haukur Homm telur að persónur og leikendur hafi getað komist til botns í málinu með skjótari hætti. 

Katrín Kristjana Hjartardóttir er mögulega að kynna sér breytingaskilmála flugfélaga þessa stundina.

Gunnar Már, tölvunarfræðingur hjá Origo, vill eiga orð við Víði. 

Þóra er strax farin að huga að næstu skrefum. 

Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson vill skipta út leikmanni.

Magnús Sigurbjörnsson var búinn að sjá þetta allt fyrir sér. 

Íþróttafréttamaðurinn Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson telur sig vera búinn að botna gátuna. 

Viktoría Hermannsdóttir dagskrárgerðarkona segir niðurstöðuna vera orðsporðshnekki fyrir þau sem héldu því fram fullum fetum að þetta væri löngu komið í höfn.

Hrafn Jónsson kvikmyndagerðarmaður las í telaufin fyrir og eftir fregnir dagsins. 

Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri vefútgáfu og samfélagsmiðla hjá RÚV, er kominn á Útvarps Sögu-lestina. 

Ingunn Lára Kristjánsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, var fluga á vegg á fundinum nú síðdegis. 


Tengdar fréttir

„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“

„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi.

Erum „fórnarlömb eigin árangurs“

Vísindamenn Pfizer töldu ekki nægilega mörg tilfelli Covid-19 til að hægt væri að kanna bæði bein og óbein áhrif bólusetninga hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að deila við þá skoðun og að Íslendingar séu í raun fórnarlömb eigin velgengni.

Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.