Körfubolti

Vals­menn búnir að semja við Banda­ríkja­mann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Finnur Freyr er þjálfari Vals.
Finnur Freyr er þjálfari Vals. vísir/vilhelm

Valur í Domino's deild karla hefur samið við Jordan Roland um að leika með liðinu út leiktíðina.

Karfan.is greinir frá þessu á vef sínum fyrr í dag en Valsmenn hafa leikið án Bandaríkjamanns það sem af er leiktíð.

Jordan er 23 ára. Hann kemur úr háskólaboltanum þar sem hann hefur leikið með bæði George Washinton og Notheastern.

Hann skilaði rúmum tuttugu stigum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en hann er 185 sentímetrar að hæð.

Gengi Vals hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er leiktíð. Þeir eru í þriðja neðsta sæti deildarinnar með sex stig; þrjá sigra í níu leikjum.

Valur spilar við Keflavík á föstudagskvöldið, síðasti leikur liðsins fyrir landsleikjahlé.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×