Björgvin Páll: Langar bara enn meira að kveðja með titli Smári Jökull Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 22:28 Björgvin svekkir sig í kvöld. vísir/vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, var ekki ánægður með frammistöðu síns liðs í leiknum gegn FH í kvöld sem endaði með jafntefli. „Mér fannst við ógeðslega lélegir í þessum leik og vorum að gera auðveld mistök bæði varnar- og sóknarlega. Það er svolítið skrýtið að vera sáttur með eitt stig hér í restina. Það sýnir styrk okkar að vera drulluóánægðir en sækja samt stig hér í Krikann,“ sagði Björgvin þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Haukar gerðu mörg mistök sóknarlega í síðari hálfleik en Björgvin Páll vildi þó ekki bara kenna því um það sem illa fór. „Þetta var á öllum sviðum. Varnarlega byrjum við illa og fáum á okkur eitthvað af tveimur mínútum. Þegar við komumst í varnargírinn þá fór að opnast fyrir línu og þetta féll ekki alveg með okkur. Hver er sinnar gæfu smiður og við þurfum að einbeita okkur að okkar leik því við viljum gera betur í svona stöðu.“ „Mér fannst við vera komnir með þá en þá gerðum við alltaf einhver mistök í viðbót. Í Haukum er það bara ekkert í boði,“ sagði Björgvin en viðurkenndi að Haukar hefðu sýnt karakter í lokin. „Algjörlega, við spilum ekki frábæran leik en náum þó í stig. Við höldum bara áfram í næsta leik.“ Það var tilkynnt á dögunum að Björgvin Páll gengur til liðs við Val eftir tímabilið en hann skrifaði undir fimm ára samning við Hlíðarendaliðið. „Þetta var erfið ákvörðun en við vinnum þetta faglega. Haukarnir gerðu þetta hrikalega vel, tóku þessu af fagmennsku. Þetta skiptir engu máli því við erum í þessu til að vinna alla leiki. Mig langar bara meira að kveðja liðið með titli, við spýtum enn meira í. Það eina sem er í boði er að vinna, meðal annars að vinna alltaf FH og það skiptir engu máli hvað gerist í sumar,“ sagði Björgvin Páll að lokum. Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Sigursteinn: Það tekur tíma að venjast þessari klukku „Ég verð að viðurkenna að ég er frekar svekktur að fá bara eitt stig,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH eftir jafnteflið gegn Haukum í Olís-deildinni í handknattleik í kvöld. 15. febrúar 2021 21:42 Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 29-29 | Spennutryllir í Krikanum FH og Haukar gerðu 29-29 jafntefli í rosalegum Hafnarfjarðarslag í Kaplakrika í kvöld. 15. febrúar 2021 21:33 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Sjá meira
„Mér fannst við ógeðslega lélegir í þessum leik og vorum að gera auðveld mistök bæði varnar- og sóknarlega. Það er svolítið skrýtið að vera sáttur með eitt stig hér í restina. Það sýnir styrk okkar að vera drulluóánægðir en sækja samt stig hér í Krikann,“ sagði Björgvin þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Haukar gerðu mörg mistök sóknarlega í síðari hálfleik en Björgvin Páll vildi þó ekki bara kenna því um það sem illa fór. „Þetta var á öllum sviðum. Varnarlega byrjum við illa og fáum á okkur eitthvað af tveimur mínútum. Þegar við komumst í varnargírinn þá fór að opnast fyrir línu og þetta féll ekki alveg með okkur. Hver er sinnar gæfu smiður og við þurfum að einbeita okkur að okkar leik því við viljum gera betur í svona stöðu.“ „Mér fannst við vera komnir með þá en þá gerðum við alltaf einhver mistök í viðbót. Í Haukum er það bara ekkert í boði,“ sagði Björgvin en viðurkenndi að Haukar hefðu sýnt karakter í lokin. „Algjörlega, við spilum ekki frábæran leik en náum þó í stig. Við höldum bara áfram í næsta leik.“ Það var tilkynnt á dögunum að Björgvin Páll gengur til liðs við Val eftir tímabilið en hann skrifaði undir fimm ára samning við Hlíðarendaliðið. „Þetta var erfið ákvörðun en við vinnum þetta faglega. Haukarnir gerðu þetta hrikalega vel, tóku þessu af fagmennsku. Þetta skiptir engu máli því við erum í þessu til að vinna alla leiki. Mig langar bara meira að kveðja liðið með titli, við spýtum enn meira í. Það eina sem er í boði er að vinna, meðal annars að vinna alltaf FH og það skiptir engu máli hvað gerist í sumar,“ sagði Björgvin Páll að lokum.
Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Sigursteinn: Það tekur tíma að venjast þessari klukku „Ég verð að viðurkenna að ég er frekar svekktur að fá bara eitt stig,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH eftir jafnteflið gegn Haukum í Olís-deildinni í handknattleik í kvöld. 15. febrúar 2021 21:42 Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 29-29 | Spennutryllir í Krikanum FH og Haukar gerðu 29-29 jafntefli í rosalegum Hafnarfjarðarslag í Kaplakrika í kvöld. 15. febrúar 2021 21:33 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Sjá meira
Sigursteinn: Það tekur tíma að venjast þessari klukku „Ég verð að viðurkenna að ég er frekar svekktur að fá bara eitt stig,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH eftir jafnteflið gegn Haukum í Olís-deildinni í handknattleik í kvöld. 15. febrúar 2021 21:42
Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 29-29 | Spennutryllir í Krikanum FH og Haukar gerðu 29-29 jafntefli í rosalegum Hafnarfjarðarslag í Kaplakrika í kvöld. 15. febrúar 2021 21:33