„Korter í að ég fari að banka upp á hjá Kára Stef“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 16. febrúar 2021 12:45 Ljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Helgi Ómarsson er nýfluttur til Íslands eftir átta ára búsetu í Kaupmannahöfn. Hann deilir því með lesendum hvað honum finnast vera heillandi og óheillandi eiginleikar í viðtalsliðnum Boneorðin 10. „Fyrst og fremst vonast ég til að vera þrusu-stunginn af Pfizer sprautu. Það er korter í að ég fari að banka upp á hjá Kára Stef eða splæsi í eitt stykki innbrot inn í bækistöðvar mótefnisins,“ segir ljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Helgi Ómarsson í viðtali við Makamál. Helgi er nýfluttur til Íslands eftir að hafa búið mestmegnis í Kaupmannahöfn síðustu átta árin og segir hann yndislegt að vera loksins fluttur heim. „Ég er að njóta mín svo innilega í umhverfinu sem ég þekki. Ég var kominn með svolítið nóg af Kaupmannahöfn. Ég var eiginlega bara orðinn smá grey og vildi varla fara út úr húsi. Danir geta verið svo rosalega frakkir oft á tíðum. Þeir láta vel í sér heyra, eiginlega alltof mikið.“ Hér heima er ég einnig að jafna mig eftir skilnað sem hefur líka verið ákveðin gjöf. Nóg af plássi, dásamlegu andrúmslofti og góðum vinum. Hér fæ ég bara að vera ég. Því meira sem ég spái í því sé ég það skýrar hvað það er geggjað að vera Íslendingur og fá að eiga Ísland sem sinn griðastað, þvílík gjöf. Helgi hefur komið víða við á ferli sínum og meðal annars getið sér gott orð sem ljósmyndari. Einnig er hann með vinsælan hlaðvarpsþátt sem heitir Helgaspjallið þar sem hann fer inn á andleg málefni og fær til sín skemmtilega viðmælendur. Helgi segist enga reynslu hafa af stefnumótaheiminum og honum finnist í raun óhugnanleg tilhugsun að fara á stefnumót. „Ég er eiginlega allskonar. Svolítið ofvirkur tvíburi, einstæður hundapabbi en fyrst og fremst ljósmyndari held ég. Einnig er ég meðeigandi markaðsskrifstofu sem heitir MAR Studio, sem er lítil og sæt og frekar geggjuð, þó að ég segi sjálfur frá. Ég á einnig skartgripalínuna 1104 by MAR með yndislegu samstarfskonunni minni henni Dagmar. Með fram þessu er ég í allskonar samfélagsmiðlaverkefnum og ráðgjöf og krútt-giggum sem mér finnst alveg fáránlega skemmtilegt. Það er allavega nóg að gera og mér finnst þetta allt mega skemmtilegt.“ Hvað er framundan hjá þér? „Fyrst og fremst vonast ég til að vera þrusu-stunginn af Pfizer sprautu. Það er korter í að ég fari að banka upp á hjá Kára Stef eða splæsi í eitt stykki innbrot inn í bækistöðvar mótefnisins. Annars er ég mjög staðfastur á þeirri vegferð að koma mér sem best út úr skilnaðinum og þykir það eitt magnaðasta ferli sem ég hef upplifað. Ég ætla mér svolítið að halda því ferli áfram vonandi bara vinna í mér að eilífu. Það er svona í forgangi þessa dagana ásamt því að sinna vinnunni eins vel og ég get. „Líkamsrækt er einnig mjög ofarlega á radarnum hjá mér. Líkamsræktin er mögnuð sálfræðimeðferð út af fyrir sig. Svo að sjálfsögðu að láta verkefnin mín og vinnu vaxa eins fallega og ég get.“ Þegar Helgi er spurður út í stefnumótaheiminn og hvort að hann sjái einhverja breytingu á honum eftir að heimsfaraldurinn skall á segist hann enga reynslu hafa í þeim heimi, heimi sem hræðir hann örlítið. „Ég hef persónulega aldrei verið í stefnumótaheiminum. Ég er að koma úr átta ára sambandi og fyrir það var ég alltaf í samböndum. Stefnumótaheimurinn hræðir mig smá, eflaust því ég hef aldrei prófað að vera þar og mikla því hugmyndina mjög mikið fyrir mér. “ Ég yrði pottþétt týpan sem myndi bara vilja hitta manneskju á djamminu og verða ástfanginn, ég er það rómantískur. Hugmyndin að fara á stefnumót finnst mér pínulítið óhugnanleg. Pressan sjáið til. Ég er persónulega ekki að leita mér að maka núna, svo ég er svo sem mjög rólegur í kringum þetta allt saman. Hér fyrir neðan deilir Helgi því með lesendum hvað honum finnst vera heillandi og óheillandi í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Góðmennska - Hún er fyrst og fremst alveg fáranlega mikið turn on. Það er þegar þú hittir einhvern og það skín af honum að hann sé góð manneskja, vel upp alinn og bara svona almennt góður. Það er þokkalega efst. Það er einnig eiginleiki sem að við þurfum að gefa meira vægi og tala meira um. Það að menn haldi að þeir þurfa vera harðir og töffarar er þreytt, ef þú spyrð mig. Léttleiki - Einstaklingur sem tekur lífinu ekki of alvarlega er mjög sexy. Lífið er ekki svona alvarlegt. Litlir hlutir, skipta án djóks ekki svona miklu máli. Þetta er orðinn mikill trigger hjá mér þegar einhver er að æsa sig yfir einhverju, sem skiptir ekki máli eða sem hægt er að auðveldlega lifa af. Þá, án gríns nenni ég ekki að taka þátt. Nenniði að vera sammála mér? Einlægni - Samskipti og einlægni. Enska setningin clear is kind þykir mér yndisleg. Að hafa ekkert ósagt, að geta tjáð tilfinningarnar sínar og segja það sem þeir meina. Ég er ekki að meina endalaust hygge-snakk, heldur bara að geta sett spilin á borðið og vinna með það. Það er nefnilega ekki eins algengt og maður heldur. WHY-NOT týpa - Það er líka sexy. Smá ævintýri er alltaf hressandi og týpan sem er til í að prófa eitthvað. Þannig verður lífið líka örlítið skemmtilegra. Heilsa & snyrtimennska - Þetta er að sjálfssögðu mjög mikilvægt. Hugsa um líkama og sál, lykta vel, vera almennt snyrtilegur. Það er svona mitt yfirborðslega innlegg í það hvað heillar mig. En þetta finnst mér mjöööööög mikilvægt. OFF: Óheiðarleiki - Örugglega það versta. Og þá meina ég bara svona andstæðuna þar sem ég sagði með einlægnina hér fyrir ofan. Það er erfitt að vinna með það þegar fólk er óheiðarlegt og maður á ekki að þurfa að eyða orku eða tíma í svoleiðis. Svo hvet alla sem tengja að byrja að vinna í því strax í gær. Þá verður allt auðveldara. Hroki - Þarf ég að segja meira? Takk, bless og aldrei aftur. NEXT! Vörn - Þegar fólk lifir í vörn er einnig algjört turn off. Það skapar allskonar rugl. Taka ábyrgð, taka ábyrgð, taka ábyrgð. Biðjast afsökunar, allt þetta. Egó manía - Egóið er magnað fyrirbæri. Við erum öll með það en það er í öllum stærðum og gerðum. Fólk drifið af egó-inu sínu er feitt rautt flagg. Ósnyrtilegheit - Vond lykt er mesta líkamlega turn off í heiminum ef þú spyrð mig. Hugsa vel um líkamlegu hliðina líka. Helgi gekk nýlega í gegnum skilnað eftir átta ára samband og er þessa dagana að vinna sig í gegnum það ferli. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Helga hér. Bone-orðin 10 Ástin og lífið Tengdar fréttir „Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Sigrún Bender flugstjóri og fyrrum fegurðardrottning svarar spurningum Makamála um ástina. Hún hefur starfað sem flugmaður og flugstjóri hjá Icelandair undanfarin níu ár en í kjölfar heimfaraldurs var henni sagt upp ásamt flest öllum flugmönnum í fyrirtækinu. Sigrún segir þó bjarta tíma vera framundan. 15. febrúar 2021 20:00 Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Honum finnst skemmtilegast að fara út að borða, heillast að húmor og hatar það af ástríðu að þrífa heima hjá sér. Einhleypa vikunnar er Jón Eggert Víðisson. 14. febrúar 2021 20:03 Gríðarlegur spenningur fólks fyrir tantranuddi Niðurstöðurnar voru vægast sagt afgerandi í síðustu könnun Makamála þar sem lesendur Vísis voru spurðir út í áhuga sinna á tantra og tantranuddi. 13. febrúar 2021 21:42 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Helgi er nýfluttur til Íslands eftir að hafa búið mestmegnis í Kaupmannahöfn síðustu átta árin og segir hann yndislegt að vera loksins fluttur heim. „Ég er að njóta mín svo innilega í umhverfinu sem ég þekki. Ég var kominn með svolítið nóg af Kaupmannahöfn. Ég var eiginlega bara orðinn smá grey og vildi varla fara út úr húsi. Danir geta verið svo rosalega frakkir oft á tíðum. Þeir láta vel í sér heyra, eiginlega alltof mikið.“ Hér heima er ég einnig að jafna mig eftir skilnað sem hefur líka verið ákveðin gjöf. Nóg af plássi, dásamlegu andrúmslofti og góðum vinum. Hér fæ ég bara að vera ég. Því meira sem ég spái í því sé ég það skýrar hvað það er geggjað að vera Íslendingur og fá að eiga Ísland sem sinn griðastað, þvílík gjöf. Helgi hefur komið víða við á ferli sínum og meðal annars getið sér gott orð sem ljósmyndari. Einnig er hann með vinsælan hlaðvarpsþátt sem heitir Helgaspjallið þar sem hann fer inn á andleg málefni og fær til sín skemmtilega viðmælendur. Helgi segist enga reynslu hafa af stefnumótaheiminum og honum finnist í raun óhugnanleg tilhugsun að fara á stefnumót. „Ég er eiginlega allskonar. Svolítið ofvirkur tvíburi, einstæður hundapabbi en fyrst og fremst ljósmyndari held ég. Einnig er ég meðeigandi markaðsskrifstofu sem heitir MAR Studio, sem er lítil og sæt og frekar geggjuð, þó að ég segi sjálfur frá. Ég á einnig skartgripalínuna 1104 by MAR með yndislegu samstarfskonunni minni henni Dagmar. Með fram þessu er ég í allskonar samfélagsmiðlaverkefnum og ráðgjöf og krútt-giggum sem mér finnst alveg fáránlega skemmtilegt. Það er allavega nóg að gera og mér finnst þetta allt mega skemmtilegt.“ Hvað er framundan hjá þér? „Fyrst og fremst vonast ég til að vera þrusu-stunginn af Pfizer sprautu. Það er korter í að ég fari að banka upp á hjá Kára Stef eða splæsi í eitt stykki innbrot inn í bækistöðvar mótefnisins. Annars er ég mjög staðfastur á þeirri vegferð að koma mér sem best út úr skilnaðinum og þykir það eitt magnaðasta ferli sem ég hef upplifað. Ég ætla mér svolítið að halda því ferli áfram vonandi bara vinna í mér að eilífu. Það er svona í forgangi þessa dagana ásamt því að sinna vinnunni eins vel og ég get. „Líkamsrækt er einnig mjög ofarlega á radarnum hjá mér. Líkamsræktin er mögnuð sálfræðimeðferð út af fyrir sig. Svo að sjálfsögðu að láta verkefnin mín og vinnu vaxa eins fallega og ég get.“ Þegar Helgi er spurður út í stefnumótaheiminn og hvort að hann sjái einhverja breytingu á honum eftir að heimsfaraldurinn skall á segist hann enga reynslu hafa í þeim heimi, heimi sem hræðir hann örlítið. „Ég hef persónulega aldrei verið í stefnumótaheiminum. Ég er að koma úr átta ára sambandi og fyrir það var ég alltaf í samböndum. Stefnumótaheimurinn hræðir mig smá, eflaust því ég hef aldrei prófað að vera þar og mikla því hugmyndina mjög mikið fyrir mér. “ Ég yrði pottþétt týpan sem myndi bara vilja hitta manneskju á djamminu og verða ástfanginn, ég er það rómantískur. Hugmyndin að fara á stefnumót finnst mér pínulítið óhugnanleg. Pressan sjáið til. Ég er persónulega ekki að leita mér að maka núna, svo ég er svo sem mjög rólegur í kringum þetta allt saman. Hér fyrir neðan deilir Helgi því með lesendum hvað honum finnst vera heillandi og óheillandi í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Góðmennska - Hún er fyrst og fremst alveg fáranlega mikið turn on. Það er þegar þú hittir einhvern og það skín af honum að hann sé góð manneskja, vel upp alinn og bara svona almennt góður. Það er þokkalega efst. Það er einnig eiginleiki sem að við þurfum að gefa meira vægi og tala meira um. Það að menn haldi að þeir þurfa vera harðir og töffarar er þreytt, ef þú spyrð mig. Léttleiki - Einstaklingur sem tekur lífinu ekki of alvarlega er mjög sexy. Lífið er ekki svona alvarlegt. Litlir hlutir, skipta án djóks ekki svona miklu máli. Þetta er orðinn mikill trigger hjá mér þegar einhver er að æsa sig yfir einhverju, sem skiptir ekki máli eða sem hægt er að auðveldlega lifa af. Þá, án gríns nenni ég ekki að taka þátt. Nenniði að vera sammála mér? Einlægni - Samskipti og einlægni. Enska setningin clear is kind þykir mér yndisleg. Að hafa ekkert ósagt, að geta tjáð tilfinningarnar sínar og segja það sem þeir meina. Ég er ekki að meina endalaust hygge-snakk, heldur bara að geta sett spilin á borðið og vinna með það. Það er nefnilega ekki eins algengt og maður heldur. WHY-NOT týpa - Það er líka sexy. Smá ævintýri er alltaf hressandi og týpan sem er til í að prófa eitthvað. Þannig verður lífið líka örlítið skemmtilegra. Heilsa & snyrtimennska - Þetta er að sjálfssögðu mjög mikilvægt. Hugsa um líkama og sál, lykta vel, vera almennt snyrtilegur. Það er svona mitt yfirborðslega innlegg í það hvað heillar mig. En þetta finnst mér mjöööööög mikilvægt. OFF: Óheiðarleiki - Örugglega það versta. Og þá meina ég bara svona andstæðuna þar sem ég sagði með einlægnina hér fyrir ofan. Það er erfitt að vinna með það þegar fólk er óheiðarlegt og maður á ekki að þurfa að eyða orku eða tíma í svoleiðis. Svo hvet alla sem tengja að byrja að vinna í því strax í gær. Þá verður allt auðveldara. Hroki - Þarf ég að segja meira? Takk, bless og aldrei aftur. NEXT! Vörn - Þegar fólk lifir í vörn er einnig algjört turn off. Það skapar allskonar rugl. Taka ábyrgð, taka ábyrgð, taka ábyrgð. Biðjast afsökunar, allt þetta. Egó manía - Egóið er magnað fyrirbæri. Við erum öll með það en það er í öllum stærðum og gerðum. Fólk drifið af egó-inu sínu er feitt rautt flagg. Ósnyrtilegheit - Vond lykt er mesta líkamlega turn off í heiminum ef þú spyrð mig. Hugsa vel um líkamlegu hliðina líka. Helgi gekk nýlega í gegnum skilnað eftir átta ára samband og er þessa dagana að vinna sig í gegnum það ferli. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Helga hér.
Bone-orðin 10 Ástin og lífið Tengdar fréttir „Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Sigrún Bender flugstjóri og fyrrum fegurðardrottning svarar spurningum Makamála um ástina. Hún hefur starfað sem flugmaður og flugstjóri hjá Icelandair undanfarin níu ár en í kjölfar heimfaraldurs var henni sagt upp ásamt flest öllum flugmönnum í fyrirtækinu. Sigrún segir þó bjarta tíma vera framundan. 15. febrúar 2021 20:00 Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Honum finnst skemmtilegast að fara út að borða, heillast að húmor og hatar það af ástríðu að þrífa heima hjá sér. Einhleypa vikunnar er Jón Eggert Víðisson. 14. febrúar 2021 20:03 Gríðarlegur spenningur fólks fyrir tantranuddi Niðurstöðurnar voru vægast sagt afgerandi í síðustu könnun Makamála þar sem lesendur Vísis voru spurðir út í áhuga sinna á tantra og tantranuddi. 13. febrúar 2021 21:42 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Sigrún Bender flugstjóri og fyrrum fegurðardrottning svarar spurningum Makamála um ástina. Hún hefur starfað sem flugmaður og flugstjóri hjá Icelandair undanfarin níu ár en í kjölfar heimfaraldurs var henni sagt upp ásamt flest öllum flugmönnum í fyrirtækinu. Sigrún segir þó bjarta tíma vera framundan. 15. febrúar 2021 20:00
Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Honum finnst skemmtilegast að fara út að borða, heillast að húmor og hatar það af ástríðu að þrífa heima hjá sér. Einhleypa vikunnar er Jón Eggert Víðisson. 14. febrúar 2021 20:03
Gríðarlegur spenningur fólks fyrir tantranuddi Niðurstöðurnar voru vægast sagt afgerandi í síðustu könnun Makamála þar sem lesendur Vísis voru spurðir út í áhuga sinna á tantra og tantranuddi. 13. febrúar 2021 21:42