„Heyrðu, ég er bara að gera þetta sóló“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 16. febrúar 2021 21:55 Fjölmiðla- og leikkonan Ísgerður Gunnarsdóttir á von á sínu fyrsta barni. Mynd - Ólöf Erla „Jæææja... ég er víst rúmlega hálfnuð að búa til litla manneskju,“ skrifar fjölmiðla- og leikkonan Ísgerður Gunnarsdóttir við fallega óléttumynd sem hún birti á Facebook síðu sinni nú fyrr í kvöld. Ísgerður, sem er einhleyp, ákvað eftir langa umhugsun að stíga skrefið í að láta draum sinn um að verða móðir rætast. „Þetta var alveg erfið ákvörðun. Ég hef samt alltaf haft þetta á bakvið eyrað sem möguleika ef að ég væri ekki búin að finna ástina,“ segir Ísgerður þegar hún er spurð um faðernið. Það er engin klukka á ástinni en það er víst klukka á þessu. Svo ég get alveg fundið pabba seinna. Fyrstu vikurnar segist Ísgerður hafa fundið fyrir þreytu og ógleði en henni líði mjög vel núna. „Ég er búin að vera mjög heppin hingað til, held ég. Ég er auðvitað búin að vera í þessari hreyfingaráskorun minni og náði að halda henni áfram þegar ég varð ólétt og hreyfa mig alltaf daglega. Ég veit að það er ekki sjálfgefið og það verður að viðurkennast að það var mjög erfitt þarna fyrstu mánuðina.“ Ísgerður byrjaði hreyfiáskorunina sína fyrir 412 dögum síðan og átti hún upphaflega að vera 100 daga áskorun. Núna langar hana ekki að hætta. Þessi mynd er tekin á degi 409. Ísgerður segist hafa ákveðið að taka 100 daga hreyfingaráskorun frá vinkonu sinni þar sem hún þurfti að hreyfa sig og taka tíma frá fyrir sjálfa sig í 30 mínútur á hverjum degi í 100 daga. „Ég er alltaf að reyna að ákveða hvenær ég á að hætta en ég er á degi 412 í dag,“ segir Ísgerður og hlær. „Ég er að gera allskonar æfingar og ákvað að deila því alltaf á hverjum degi á Instagram hjá mér til að setja á mig smá pressu. Fyrst voru þetta alltaf 30 mínútur en núna er ég yfirleitt lengur því að líkaminn kallar á það og þetta hefur svo góð áhrif á mig. En ég er líka komin í óléttuvænni hreyfingu núna og passa mig að ofgera mér ekki svo að ég endi ekki með einhverja svaka grindargliðnun eða eitthvað annað.“ Ísgerður segist hafa breytt æfingunum sínum eftir að hún varð ólétt og passar vel að ofkeyra sig ekki og hlusta á líkamann. Þegar Ísgerður er spurð hvort að hún hafi einhver skilaboð eða ráðleggingar til kvenna sem eru í sömu stöðu og hún, hefur hún þetta að segja: „Þegar ég var að reyna að ákveða þetta spurði vinur minn mig, „Okey, Ísgerður ertu búin að hugsa um þetta lengi?“ Og ég auðvitað jánkaði því. Þá hélt hann áfram, „Er eitthvað annað sem þú hefur hugsað um svona lengi? “- Ég sagði, „Nei, líklega ekki.“ Þá horfði hann á mig og sagði, „Ókey, þá annað hvort hugsarðu um þetta þangað til það er orðið of seint eða drífur í því að gera þetta núna.“ Það liðu sennilega eitt til tvö ár og þessi orð sátu í mér. Svo í haust ákvað ég bara að drífa í þessu og treysti því að þetta sé rétt ákvörðun,“ segir Ísgerður að lokum geislandi og spennt yfir komandi ævintýrum. Ísgerður er komin rúmlega 21 viku á leið með sitt fyrsta barn. Mynd - Ólöf Erla Makamál óska Ísgerði innilega til hamingju og góðs gengis á meðgöngunni. Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Sönn íslensk makamál: Fyrrverandi bannaður aðgangur Makamál Viltu gifast Ragnar Hansson? Makamál Fáir vilja veglegar og dýrar gjafir frá makanum þessi jólin Makamál „Pabbi hélt að hann þyrfti að taka á móti barninu á leiðinni upp fjallið“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Ísgerður, sem er einhleyp, ákvað eftir langa umhugsun að stíga skrefið í að láta draum sinn um að verða móðir rætast. „Þetta var alveg erfið ákvörðun. Ég hef samt alltaf haft þetta á bakvið eyrað sem möguleika ef að ég væri ekki búin að finna ástina,“ segir Ísgerður þegar hún er spurð um faðernið. Það er engin klukka á ástinni en það er víst klukka á þessu. Svo ég get alveg fundið pabba seinna. Fyrstu vikurnar segist Ísgerður hafa fundið fyrir þreytu og ógleði en henni líði mjög vel núna. „Ég er búin að vera mjög heppin hingað til, held ég. Ég er auðvitað búin að vera í þessari hreyfingaráskorun minni og náði að halda henni áfram þegar ég varð ólétt og hreyfa mig alltaf daglega. Ég veit að það er ekki sjálfgefið og það verður að viðurkennast að það var mjög erfitt þarna fyrstu mánuðina.“ Ísgerður byrjaði hreyfiáskorunina sína fyrir 412 dögum síðan og átti hún upphaflega að vera 100 daga áskorun. Núna langar hana ekki að hætta. Þessi mynd er tekin á degi 409. Ísgerður segist hafa ákveðið að taka 100 daga hreyfingaráskorun frá vinkonu sinni þar sem hún þurfti að hreyfa sig og taka tíma frá fyrir sjálfa sig í 30 mínútur á hverjum degi í 100 daga. „Ég er alltaf að reyna að ákveða hvenær ég á að hætta en ég er á degi 412 í dag,“ segir Ísgerður og hlær. „Ég er að gera allskonar æfingar og ákvað að deila því alltaf á hverjum degi á Instagram hjá mér til að setja á mig smá pressu. Fyrst voru þetta alltaf 30 mínútur en núna er ég yfirleitt lengur því að líkaminn kallar á það og þetta hefur svo góð áhrif á mig. En ég er líka komin í óléttuvænni hreyfingu núna og passa mig að ofgera mér ekki svo að ég endi ekki með einhverja svaka grindargliðnun eða eitthvað annað.“ Ísgerður segist hafa breytt æfingunum sínum eftir að hún varð ólétt og passar vel að ofkeyra sig ekki og hlusta á líkamann. Þegar Ísgerður er spurð hvort að hún hafi einhver skilaboð eða ráðleggingar til kvenna sem eru í sömu stöðu og hún, hefur hún þetta að segja: „Þegar ég var að reyna að ákveða þetta spurði vinur minn mig, „Okey, Ísgerður ertu búin að hugsa um þetta lengi?“ Og ég auðvitað jánkaði því. Þá hélt hann áfram, „Er eitthvað annað sem þú hefur hugsað um svona lengi? “- Ég sagði, „Nei, líklega ekki.“ Þá horfði hann á mig og sagði, „Ókey, þá annað hvort hugsarðu um þetta þangað til það er orðið of seint eða drífur í því að gera þetta núna.“ Það liðu sennilega eitt til tvö ár og þessi orð sátu í mér. Svo í haust ákvað ég bara að drífa í þessu og treysti því að þetta sé rétt ákvörðun,“ segir Ísgerður að lokum geislandi og spennt yfir komandi ævintýrum. Ísgerður er komin rúmlega 21 viku á leið með sitt fyrsta barn. Mynd - Ólöf Erla Makamál óska Ísgerði innilega til hamingju og góðs gengis á meðgöngunni.
Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Sönn íslensk makamál: Fyrrverandi bannaður aðgangur Makamál Viltu gifast Ragnar Hansson? Makamál Fáir vilja veglegar og dýrar gjafir frá makanum þessi jólin Makamál „Pabbi hélt að hann þyrfti að taka á móti barninu á leiðinni upp fjallið“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira