42 prósent líklegri að ná markmiðunum þínum ef þú ferð að ráðum Anníe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2021 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir hvetur fylgjendur sína til að setja sér markmið. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir hefur talað lengi fyrir mikilvægi markmiðssetningar og hún hvetur sína fylgjendur til að fara að ráðum sínum í nýjum pistli. Anníe Mist Þórisdóttir var fljót að setja sér markmið þegar hún varð ófrísk fyrir rúmu ári síðan. Hún ætlaði sér að koma strax til baka. Anníe Mist ætlaði líka að sína öllum sem vildu fylgjast með hvernig hún færi að því að vinna sig til baka. Anníe Mist hefur skrifað um það oft áður að það hafi tekið lengri tíma en hún bjóst við að koma til baka en þar spilaði líka inn í mjög erfið fæðing. Anníe er hins vegar öll að koma til og nú er bara mánuður í það að opni hluti heimsleikanna byrji. Anníe notaði tækifærið í nýjast pistli sínum til að leggja áherslu á það að setja sér markmið og að skrifa þau líka niður til að þau séu á hreinu. Anníe Mist er með yfir 1,8 milljón fylgjendur á Instagram og skrif hennar fara því víða um heiminn. „Þú hefur kannski séð þetta áður hjá mér en hefur þú gert þetta? Núna er tækifærið,“ skrifar Anníe Mist Þórisdóttir í byrjun pistils síns. „Þetta þarf ekki að taka langan tíma, þetta þarf ekki að vera flókið. Þú getur því gert þetta núna og um leið ertu komin skrefi nær því að láta markmiðin þín rætast,“ skrifaði Anníe Mist. „Það er svo mikilvægt að setja sér markmið í lífinu. Eins og þið gerið ímyndað ykkur þá hef ég stór markmið og ég er viss um að þið eigið líka stór markmið. Ég komst að því nýlega að ef þú skrifar niður markmiðin þín þá ertu 42 prósent líklegri til að ná þeim,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist skrifaði síðan niður nokkra mikilvæga punkta þegar kemur að markmiðssetningu. Þau eru hér fyrir neðan. Enn neðar er síðan pistill Anníe Mistar sem hún skrifaði á ensku. Ráð frá Anníe Mist Þórisdóttur: Skrifaðu markmiðin niður (og lestu þau oft) Búðu til áætlun fyrir hvert markmið. Annars væri það eins og keyra bíl án korts og vonast til að komast á réttan stað. Deildu markmiðunum þínum með fólki sem lætur þig standa við þessi markmið. Skiptu markmiðunum þínum niður í eins lítil skref og hægt er. Stóru markmiðin eru ógnvekjandi en það er oft auðvelt að byrja á litlu skrefi Byrjaðu strax ekki bíða eftir því að fara af stað. Mundu eftir að njóta ferðalagsins en ekki bíða eftir að þú sért búinn að ná markmiðunum. Geymdu markmiðin þín á góðum stað og skoðaðu þau seinna í lífinu. Það hjálpar til að sýna þér hversu langt þú ert kominn. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Bein útsending: Stelpurnar okkar sem mæta Sviss og Frakklandi Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir var fljót að setja sér markmið þegar hún varð ófrísk fyrir rúmu ári síðan. Hún ætlaði sér að koma strax til baka. Anníe Mist ætlaði líka að sína öllum sem vildu fylgjast með hvernig hún færi að því að vinna sig til baka. Anníe Mist hefur skrifað um það oft áður að það hafi tekið lengri tíma en hún bjóst við að koma til baka en þar spilaði líka inn í mjög erfið fæðing. Anníe er hins vegar öll að koma til og nú er bara mánuður í það að opni hluti heimsleikanna byrji. Anníe notaði tækifærið í nýjast pistli sínum til að leggja áherslu á það að setja sér markmið og að skrifa þau líka niður til að þau séu á hreinu. Anníe Mist er með yfir 1,8 milljón fylgjendur á Instagram og skrif hennar fara því víða um heiminn. „Þú hefur kannski séð þetta áður hjá mér en hefur þú gert þetta? Núna er tækifærið,“ skrifar Anníe Mist Þórisdóttir í byrjun pistils síns. „Þetta þarf ekki að taka langan tíma, þetta þarf ekki að vera flókið. Þú getur því gert þetta núna og um leið ertu komin skrefi nær því að láta markmiðin þín rætast,“ skrifaði Anníe Mist. „Það er svo mikilvægt að setja sér markmið í lífinu. Eins og þið gerið ímyndað ykkur þá hef ég stór markmið og ég er viss um að þið eigið líka stór markmið. Ég komst að því nýlega að ef þú skrifar niður markmiðin þín þá ertu 42 prósent líklegri til að ná þeim,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist skrifaði síðan niður nokkra mikilvæga punkta þegar kemur að markmiðssetningu. Þau eru hér fyrir neðan. Enn neðar er síðan pistill Anníe Mistar sem hún skrifaði á ensku. Ráð frá Anníe Mist Þórisdóttur: Skrifaðu markmiðin niður (og lestu þau oft) Búðu til áætlun fyrir hvert markmið. Annars væri það eins og keyra bíl án korts og vonast til að komast á réttan stað. Deildu markmiðunum þínum með fólki sem lætur þig standa við þessi markmið. Skiptu markmiðunum þínum niður í eins lítil skref og hægt er. Stóru markmiðin eru ógnvekjandi en það er oft auðvelt að byrja á litlu skrefi Byrjaðu strax ekki bíða eftir því að fara af stað. Mundu eftir að njóta ferðalagsins en ekki bíða eftir að þú sért búinn að ná markmiðunum. Geymdu markmiðin þín á góðum stað og skoðaðu þau seinna í lífinu. Það hjálpar til að sýna þér hversu langt þú ert kominn. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
Ráð frá Anníe Mist Þórisdóttur: Skrifaðu markmiðin niður (og lestu þau oft) Búðu til áætlun fyrir hvert markmið. Annars væri það eins og keyra bíl án korts og vonast til að komast á réttan stað. Deildu markmiðunum þínum með fólki sem lætur þig standa við þessi markmið. Skiptu markmiðunum þínum niður í eins lítil skref og hægt er. Stóru markmiðin eru ógnvekjandi en það er oft auðvelt að byrja á litlu skrefi Byrjaðu strax ekki bíða eftir því að fara af stað. Mundu eftir að njóta ferðalagsins en ekki bíða eftir að þú sért búinn að ná markmiðunum. Geymdu markmiðin þín á góðum stað og skoðaðu þau seinna í lífinu. Það hjálpar til að sýna þér hversu langt þú ert kominn.
CrossFit Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Bein útsending: Stelpurnar okkar sem mæta Sviss og Frakklandi Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Sjá meira