„Þurftu að kveðja hana í gegnum gler og síma“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2021 10:00 Jóhannes Ásbjörnsson missti tengdamömmu sína á síðasta ári og tók það verulega á alla fjölskylduna. vísir/vilhelm Jóhannes Ásbjörnsson var lengi vel einn vinsælasti fjölmiðlamaður landsins og byrjaði hann sinn feril í útvarpi, fór seinna yfir á PoppTV þar sem hann stýrði þættinum vinsæla 70 mínútur. Jóhannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingastaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Jóhannes er í hjónabandi með Ólínu Jóhönnu Gísladóttur og eiga þau saman þrjú börn. Ólína missti móður sína á síðasta ári og var sú kona ofboðslega náin fjölskyldunni. Jóhannes og Ólína hófu sitt samband fyrir 23 árum og hafa því verið lengi saman og segir Jóhannes að fráfall Þóru Ragnarsdóttur hafi tekið gríðarlega á. Þóra var móðir Rúriks Gíslasonar og ræðir Jóhannes einnig um samband hans við Rúrik en þeir hafa þekkst síðan að Rúrik var aðeins tíu ára og í raun eins og bræður. „Þetta var heilt yfir mjög erfitt fyrir fjölskylduna. Hún var mikill þátttakandi í öllu okkar lífi og ömmur og tengdamömmur eru það iðulega. Hún var tengd sínum barnabörnum og mjög tengd barnabörnunum sínum. Það er alltaf erfitt að kveðja einhvern sem er svona mikill hluti af sjálfi fjölskyldunnar,“ segir Jóhannes en Þóra féll frá eftir baráttu við krabbamein. „Það sem gerði þetta svona sérstakt var að þetta var bara í miðri fyrstu bylgju og hún var með alvarlegt krabbamein og búin að vera í meðferð frá því um haustið. Svo er það oft þannig að þegar fólk er í krabbameinsmeðferð er ónæmiskerfið mjög veikt og stundum bara algjörlega í núlli. Þá er fólk varnarlausara fyrir allskonar sýkingum og veirum og það var það sem dregur tengdamömmu mína til dauða. Það sem setti þetta allt í sérstakt samhengi voru takmarkanirnar á umgengninni og það var í sjálfu sér ekkert hægt að vera hjá henni nema alveg undir það síðasta og þá bara fyrir þá allra nánustu, tengdapabbi og börnin hennar en hinir þurftu að kveðja hana í gegnum gler og síma.“ Hann segir að það hafi verið mjög erfið kveðjustund en umræðan um missi fjölskyldunnar hefst þegar 22:00 mín eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingastaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Jóhannes er í hjónabandi með Ólínu Jóhönnu Gísladóttur og eiga þau saman þrjú börn. Ólína missti móður sína á síðasta ári og var sú kona ofboðslega náin fjölskyldunni. Jóhannes og Ólína hófu sitt samband fyrir 23 árum og hafa því verið lengi saman og segir Jóhannes að fráfall Þóru Ragnarsdóttur hafi tekið gríðarlega á. Þóra var móðir Rúriks Gíslasonar og ræðir Jóhannes einnig um samband hans við Rúrik en þeir hafa þekkst síðan að Rúrik var aðeins tíu ára og í raun eins og bræður. „Þetta var heilt yfir mjög erfitt fyrir fjölskylduna. Hún var mikill þátttakandi í öllu okkar lífi og ömmur og tengdamömmur eru það iðulega. Hún var tengd sínum barnabörnum og mjög tengd barnabörnunum sínum. Það er alltaf erfitt að kveðja einhvern sem er svona mikill hluti af sjálfi fjölskyldunnar,“ segir Jóhannes en Þóra féll frá eftir baráttu við krabbamein. „Það sem gerði þetta svona sérstakt var að þetta var bara í miðri fyrstu bylgju og hún var með alvarlegt krabbamein og búin að vera í meðferð frá því um haustið. Svo er það oft þannig að þegar fólk er í krabbameinsmeðferð er ónæmiskerfið mjög veikt og stundum bara algjörlega í núlli. Þá er fólk varnarlausara fyrir allskonar sýkingum og veirum og það var það sem dregur tengdamömmu mína til dauða. Það sem setti þetta allt í sérstakt samhengi voru takmarkanirnar á umgengninni og það var í sjálfu sér ekkert hægt að vera hjá henni nema alveg undir það síðasta og þá bara fyrir þá allra nánustu, tengdapabbi og börnin hennar en hinir þurftu að kveðja hana í gegnum gler og síma.“ Hann segir að það hafi verið mjög erfið kveðjustund en umræðan um missi fjölskyldunnar hefst þegar 22:00 mín eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira