Lífið

Búið spil hjá Daft Punk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveitin var stofnuð í París árið 1993. 
Sveitin var stofnuð í París árið 1993. 

Franska tvíeykið Daft Punk er hætt en fréttirnar komu aðdáendum sveitarinnar á óvart.

Daft Punkt birti myndband á YouTube-síðu sinni undir yfirskriftinni Epilogue þar sem fréttirnar koma fram.

Thomas Bangalter og Guy-Manuel de Homem-Christo stofnuðu tvíeykið í París árið 1993.

Þeir hafa gefið út hvern slagarann á fætur öðrum, lög á borð við Around the World, Get Lucky, Lose Yourself to Dance og Da Funk.

Sveitin vann til fjölda verðlaun á þessum tæplega þrjátíu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.