Andlegur léttir að losna við þennan gamla draug Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2021 10:31 Páll Óskar ræddi um lífið við Sölva Tryggvason. Páll Óskar Hjálmtýsson er löngu orðin goðsögn í íslensku tónlistarlífi en hann er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Páll segir í þættinum frá því sem hann telur næsta skref í umræðunni um samkynhneigða karlmenn. „Ég held að margir hommar séu að díla við einhvers konar trauma. Ég hef ekkert mikið fyrir mér í þessu, en ég held að áfallið sem við erum að díla við gerist mjög snemma. Einhvern tíma í barnæsku, þegar maður kveikir á því að maður er öðruvísi en hinir. Það er þá sem pínulítil tímasprengja byrjar að tikka inni í okkur og þessi klukka hættir ekki að tifa fyrr en við komum út. Á tímabilinu sem maður er enn í skápnum getur margt gerst og maður heyrir kannski eitthvað ljótt sagt um homma í sjónvarpi eða útvarpi eða annars staðar sem hefur mikil áhrif. Við fáum þetta mótlæti sem börn, það getur gerst í leikfimitímanum, sundkennslunni eða hvar sem er og við hugsum að við séum ekki velkomnir,“ segir Páll og heldur áfram. „Jafnvel þótt við lendum ekki í hræðilegu einelti og komum frá góðu heimili, geymum við þetta í maganum í langan tíma og það er svo óafgreitt þegar við komum úr skápnum. Það hefur svo áhrif á sambönd, tilfinningar, sjálfsmyndina og margt fleira. Margir hommar þróa með sér mikla dómhörku í eigin garð og fullkomnunaráráttu. Þú veist ekki hvað ég hef hitt marga brotna homma í lífinu og ég er svo sannarlega einn af þeim.” Erfitt að láta þetta dansa saman Páll Óskar segir að það eigi enn eftir að opna meira á ákveðna hluti þegar kemur að samkynhneigðum karlmönnum. „Það þarf að mínu mati tvær byltingar í viðbót fyrir samkynhneigða karlmenn. Þær snúa að andlegu lífi og kynlífi. Hommar læra einhvern tíma á leiðinni að kynlíf sé fyrir karlmenn og andlega dótið sé fyrir kerlingar og við forðumst það því. Við strákarnir eigum stundum í erfiðleikum með að láta þetta dansa saman, en það er það sem við verðum að gera ef við eigum að geta átt í nánum samböndum við hvorn annan.” Páll Óskar segist sjálfur hafa verið skjálfandi á beinunum þegar hann kom út úr skápnum á sínum tíma. „Ég mætti upp í samtökin 78 árið 1987. Þá bankaði ég fyrst upp á skjálfandi á hnjánum og sem betur fer kom Þorvaldur Kristinsson til dyra og átti við mig ofsalega fallegt samtal. Ég hafði arkað þarna upp að Lindargötunni og bankað á dyrnar af því að ég vissi ekki að maður gæti bara labbað beint inn í húsið. Og ég bý til þessi læti í gleðigöngunni og öðru sem ég geri vegna þess að ég hugsa um þennan strák sem var skjálfandi á beinunum. Ég geri þetta fyrir hann og svo hugsa ég líka til gaursins sem er úti á gangstétt og er ennþá í skápnum, skíthræddur við að koma út.“ Palli segist alltaf verið jafn hissa hvað það séu margir enn inni í skápnum á Íslandi í dag. „Það hefur mikið áunnist, en það er ennþá mikið af fólki sem er allt of óttaslegið og þorir ekki að koma út,“ segir Páll Óskar, sem fer í þættinum yfir tímabilið þar sem HIV-veiran vofði eins og draugur yfir samfélagi samkynhneigðra. „Fólk sem maður vissi af var að veikjast alvarlega og jafnvel deyja og þetta hafði mikil áhrif á alla. En eins mikill hryllingur og HIV var fórum við að fá upplýsingar frá ábyrgum aðilum eftir að þessi vírus kom upp. Okkur var öllum stillt upp við vegg og við urðum að byrja að tala, sem þýddi að upplýsingaflæði fór að aukast. Við hommarnir lærðum ýmislegt um okkur sjálfa, en um leið líka restina af þjóðinni. En það sem var verst var öll þessi óvissa og ég man að ég þorði ekki að þvo á mér hendurnar á almenningsklósettum á Hlemmi og þorði ekki að drekka úr sama glasi og ókunnugt fólk.“ Léttir að losna við gamlan draug Hann segir að HIV hafi svifið á vissan hátt yfir honum eins og draugur á sínum tíma. „Óttinn sem fylgdi því að lifa með þessum vírus er eitthvað sem fór ekki úr maganum á mér fyrr en ég fékk bólusetningu við HIV. Ég tek núna einu sinni á dag hleðslulyf sem verður til þess að ég get ekki fengið vírusinn. Það tekur tvær vikur fyrir lyfið að hlaða sig upp og ég man bara léttinn í maganum eftir að ég byrjaði að taka lyfið. Ég sagði þeim upp á spítala að það væri stærsta aukaverkunin af lyfinu. Þessi andlegi léttir og að losna við þennan gamla draug. Það allt í einu lak af mér 30 ára gamall ótti sem hafði verið inni í mér allan þennan tíma.“ Páll Óskar ræðir í þættinum hve frábært honum finnst að fá staðfestingu á því að hann hafi haft góð áhrif á fólk með list sinni og boðskap í gegnum tíðina. „Manni líður stundum eins og maður hafi ekki gert neitt, en venjulega fær maður staðfestingu á því gagnstæða í gegnum annað fólk. Það er til dæmis yndisleg upplifun að heyra aðra listamenn gera ábreiður af tónlistinni manns. Ég er stundum lengi að kveikja á því að ég hafi haft áhrif á fólk, en finnst það alltaf jafn frábært þegar ég átta mig á því. Og þetta á ekki bara við um músíkina eða listsköpunina. Núna koma reglulega til mín hommar sem eru orðnir þrítugir og taka mig afsíðis og segja: „Ég verð bara að koma því frá mér að þú eiginlega bjargaðir lífi mínu“…þetta eru hommar sem áttu ekki auðvelt líf og voru í basli í barnæsku og aðstæðurnar leyfðu kannski ekki að þeir kæmu út úr skápnum. Sumir þeirra segja við mig að þeir hafi verið við það að klára líf sitt þegar þeir hafi séð mig í sjónvarpinu. Þegar ég hugsa um þetta er þetta auðvitað mjög magnað og eitthvað sem ég hef kannski ekki alveg gert mér grein fyrir á meðan á því hefur staðið,“ segir Páll Óskar, sem segist oft ekki átta sig á hlutunum fyrr en eftir á. Eins og tímabilinu þegar hann kom fram á sjónarsviðið og var í raun verkfæri í miðri mannréttindabaráttu án þess að átta sig á því. „Upprunalega var planið bara að gefa út diskóplötu, en ég ranka síðan við mér þegar platan er komin út og ég var farinn að túra í öllum félagsmiðstöðum landsins af því að krakkarnir voru fyrstir að pikka upp tónlistina mína. Þá er ég allt í einu staddur í miðri mannréttindabaráttu með einhverja diskóplötu. Þegar maður er staddur í hringekjunni að eiga hittara og síminn hringir 50 sinnum á dag hefur maður um nóg annað að hugsa en að maður sé verkfæri í mannréttindabaráttu. Þannig að ég sé þann vinkil eiginlega ekki fyrr en núna miklu síðar. En þarna kom sýnileiki og ég tróð mér í alla fjölmiðla og gaf þessari baráttu nafn.“ Í þættinum ræða Sölvi og Páll Óskar um magnaðan feril Páls, tímabilið þegar HIV veiran vofði eins og draugur yfir samkynhneigðu fólki, mannréttindabaráttu, andlega heilsu og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
„Ég held að margir hommar séu að díla við einhvers konar trauma. Ég hef ekkert mikið fyrir mér í þessu, en ég held að áfallið sem við erum að díla við gerist mjög snemma. Einhvern tíma í barnæsku, þegar maður kveikir á því að maður er öðruvísi en hinir. Það er þá sem pínulítil tímasprengja byrjar að tikka inni í okkur og þessi klukka hættir ekki að tifa fyrr en við komum út. Á tímabilinu sem maður er enn í skápnum getur margt gerst og maður heyrir kannski eitthvað ljótt sagt um homma í sjónvarpi eða útvarpi eða annars staðar sem hefur mikil áhrif. Við fáum þetta mótlæti sem börn, það getur gerst í leikfimitímanum, sundkennslunni eða hvar sem er og við hugsum að við séum ekki velkomnir,“ segir Páll og heldur áfram. „Jafnvel þótt við lendum ekki í hræðilegu einelti og komum frá góðu heimili, geymum við þetta í maganum í langan tíma og það er svo óafgreitt þegar við komum úr skápnum. Það hefur svo áhrif á sambönd, tilfinningar, sjálfsmyndina og margt fleira. Margir hommar þróa með sér mikla dómhörku í eigin garð og fullkomnunaráráttu. Þú veist ekki hvað ég hef hitt marga brotna homma í lífinu og ég er svo sannarlega einn af þeim.” Erfitt að láta þetta dansa saman Páll Óskar segir að það eigi enn eftir að opna meira á ákveðna hluti þegar kemur að samkynhneigðum karlmönnum. „Það þarf að mínu mati tvær byltingar í viðbót fyrir samkynhneigða karlmenn. Þær snúa að andlegu lífi og kynlífi. Hommar læra einhvern tíma á leiðinni að kynlíf sé fyrir karlmenn og andlega dótið sé fyrir kerlingar og við forðumst það því. Við strákarnir eigum stundum í erfiðleikum með að láta þetta dansa saman, en það er það sem við verðum að gera ef við eigum að geta átt í nánum samböndum við hvorn annan.” Páll Óskar segist sjálfur hafa verið skjálfandi á beinunum þegar hann kom út úr skápnum á sínum tíma. „Ég mætti upp í samtökin 78 árið 1987. Þá bankaði ég fyrst upp á skjálfandi á hnjánum og sem betur fer kom Þorvaldur Kristinsson til dyra og átti við mig ofsalega fallegt samtal. Ég hafði arkað þarna upp að Lindargötunni og bankað á dyrnar af því að ég vissi ekki að maður gæti bara labbað beint inn í húsið. Og ég bý til þessi læti í gleðigöngunni og öðru sem ég geri vegna þess að ég hugsa um þennan strák sem var skjálfandi á beinunum. Ég geri þetta fyrir hann og svo hugsa ég líka til gaursins sem er úti á gangstétt og er ennþá í skápnum, skíthræddur við að koma út.“ Palli segist alltaf verið jafn hissa hvað það séu margir enn inni í skápnum á Íslandi í dag. „Það hefur mikið áunnist, en það er ennþá mikið af fólki sem er allt of óttaslegið og þorir ekki að koma út,“ segir Páll Óskar, sem fer í þættinum yfir tímabilið þar sem HIV-veiran vofði eins og draugur yfir samfélagi samkynhneigðra. „Fólk sem maður vissi af var að veikjast alvarlega og jafnvel deyja og þetta hafði mikil áhrif á alla. En eins mikill hryllingur og HIV var fórum við að fá upplýsingar frá ábyrgum aðilum eftir að þessi vírus kom upp. Okkur var öllum stillt upp við vegg og við urðum að byrja að tala, sem þýddi að upplýsingaflæði fór að aukast. Við hommarnir lærðum ýmislegt um okkur sjálfa, en um leið líka restina af þjóðinni. En það sem var verst var öll þessi óvissa og ég man að ég þorði ekki að þvo á mér hendurnar á almenningsklósettum á Hlemmi og þorði ekki að drekka úr sama glasi og ókunnugt fólk.“ Léttir að losna við gamlan draug Hann segir að HIV hafi svifið á vissan hátt yfir honum eins og draugur á sínum tíma. „Óttinn sem fylgdi því að lifa með þessum vírus er eitthvað sem fór ekki úr maganum á mér fyrr en ég fékk bólusetningu við HIV. Ég tek núna einu sinni á dag hleðslulyf sem verður til þess að ég get ekki fengið vírusinn. Það tekur tvær vikur fyrir lyfið að hlaða sig upp og ég man bara léttinn í maganum eftir að ég byrjaði að taka lyfið. Ég sagði þeim upp á spítala að það væri stærsta aukaverkunin af lyfinu. Þessi andlegi léttir og að losna við þennan gamla draug. Það allt í einu lak af mér 30 ára gamall ótti sem hafði verið inni í mér allan þennan tíma.“ Páll Óskar ræðir í þættinum hve frábært honum finnst að fá staðfestingu á því að hann hafi haft góð áhrif á fólk með list sinni og boðskap í gegnum tíðina. „Manni líður stundum eins og maður hafi ekki gert neitt, en venjulega fær maður staðfestingu á því gagnstæða í gegnum annað fólk. Það er til dæmis yndisleg upplifun að heyra aðra listamenn gera ábreiður af tónlistinni manns. Ég er stundum lengi að kveikja á því að ég hafi haft áhrif á fólk, en finnst það alltaf jafn frábært þegar ég átta mig á því. Og þetta á ekki bara við um músíkina eða listsköpunina. Núna koma reglulega til mín hommar sem eru orðnir þrítugir og taka mig afsíðis og segja: „Ég verð bara að koma því frá mér að þú eiginlega bjargaðir lífi mínu“…þetta eru hommar sem áttu ekki auðvelt líf og voru í basli í barnæsku og aðstæðurnar leyfðu kannski ekki að þeir kæmu út úr skápnum. Sumir þeirra segja við mig að þeir hafi verið við það að klára líf sitt þegar þeir hafi séð mig í sjónvarpinu. Þegar ég hugsa um þetta er þetta auðvitað mjög magnað og eitthvað sem ég hef kannski ekki alveg gert mér grein fyrir á meðan á því hefur staðið,“ segir Páll Óskar, sem segist oft ekki átta sig á hlutunum fyrr en eftir á. Eins og tímabilinu þegar hann kom fram á sjónarsviðið og var í raun verkfæri í miðri mannréttindabaráttu án þess að átta sig á því. „Upprunalega var planið bara að gefa út diskóplötu, en ég ranka síðan við mér þegar platan er komin út og ég var farinn að túra í öllum félagsmiðstöðum landsins af því að krakkarnir voru fyrstir að pikka upp tónlistina mína. Þá er ég allt í einu staddur í miðri mannréttindabaráttu með einhverja diskóplötu. Þegar maður er staddur í hringekjunni að eiga hittara og síminn hringir 50 sinnum á dag hefur maður um nóg annað að hugsa en að maður sé verkfæri í mannréttindabaráttu. Þannig að ég sé þann vinkil eiginlega ekki fyrr en núna miklu síðar. En þarna kom sýnileiki og ég tróð mér í alla fjölmiðla og gaf þessari baráttu nafn.“ Í þættinum ræða Sölvi og Páll Óskar um magnaðan feril Páls, tímabilið þegar HIV veiran vofði eins og draugur yfir samkynhneigðu fólki, mannréttindabaráttu, andlega heilsu og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira