Jóhann Gunnar valdi bestu hægri skyttur Fram á öldinni og valið á toppsætinu kom á óvart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2021 14:31 Hvern ætli Jóhann Gunnar Einarsson hafi valið sem bestu hægri skyttu Fram á öldinni? stöð 2 sport Jóhann Gunnar Einarsson var með skemmtilegan topp fimm lista í Seinni bylgjunni á mánudaginn. Þar valdi hann fimm bestu hægri skyttur Fram á þessari öld. Hugmyndin að listanum kom eftir góða frammistöðu Vilhelms Poulsen í jafntefli Fram og Stjörnunnar á sunnudaginn. Færeyingurinn hefur staðið sig vel hjá Fram og fær fimmta sætið á lista Jóhanns Gunnars. „Það var talað um að hann væri hornamaður sem gæti spilað skyttu en hann er bara frábær skytta. Hann er enn aðeins mistækur á eftir að verða drullugóður,“ sagði Jóhann Gunnar. Í 4. sætinu er mentor Jóhanns Gunnars í handboltanum, sjálfur Hjálmar Vilhjálmsson. „Hann var umdeildur eftir að hann hætti í boltanum en ótrúlega góður náungi. Hann var grjótkastari og með stærstu læri sem ég veit um.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu hægri skyttur Fram á öldinni Arnar Birkir Hálfdánsson fékk 3. sætið á lista Jóhanns Gunnars og Rúnar Kárason 2. sætið. Þeir leika báðir sem atvinnumenn erlendis í dag. Val Jóhanns Gunnars á bestu hægri skyttu Fram á þessari öld kom svo mikið á óvart. Eða ekki. Hann setti nefnilega sjálfan sig í toppsætið. „Þetta er bara faglegt mat,“ sagði Jóhann Gunnar og byrjaði svo að tala um sjálfan sig í þriðju persónu. „Ástæðan fyrir því er að allir titlar sem unnust á þessu tímabili, sem eru tveir, þar var þessi leikmaður í hægri skyttunni. Hann var valinn bestur og var markahæstur nánast öll tímabilin. Hann var rosalega mikill félagsmaður og góður í klefanum. Þessi leikmaður er einn sá besti sem spilaði í íslensku deildinni.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Tengdar fréttir Jóhann Gunnar lét til sín taka í teiknitölvunni í Seinni bylgjunni Það var pressa á Jóhanni Gunnari Einarssyni í Seinni bylgjunni í gærkvöldi því í útsendingu frá leik Vals og Aftureldingu var kollegi hans Einar Andri Einarsson búinn að lofa veislu þegar Jóhann Gunnar myndi láta til sín taka í teiknitölvunni. 23. febrúar 2021 13:30 „Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Hugmyndin að listanum kom eftir góða frammistöðu Vilhelms Poulsen í jafntefli Fram og Stjörnunnar á sunnudaginn. Færeyingurinn hefur staðið sig vel hjá Fram og fær fimmta sætið á lista Jóhanns Gunnars. „Það var talað um að hann væri hornamaður sem gæti spilað skyttu en hann er bara frábær skytta. Hann er enn aðeins mistækur á eftir að verða drullugóður,“ sagði Jóhann Gunnar. Í 4. sætinu er mentor Jóhanns Gunnars í handboltanum, sjálfur Hjálmar Vilhjálmsson. „Hann var umdeildur eftir að hann hætti í boltanum en ótrúlega góður náungi. Hann var grjótkastari og með stærstu læri sem ég veit um.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu hægri skyttur Fram á öldinni Arnar Birkir Hálfdánsson fékk 3. sætið á lista Jóhanns Gunnars og Rúnar Kárason 2. sætið. Þeir leika báðir sem atvinnumenn erlendis í dag. Val Jóhanns Gunnars á bestu hægri skyttu Fram á þessari öld kom svo mikið á óvart. Eða ekki. Hann setti nefnilega sjálfan sig í toppsætið. „Þetta er bara faglegt mat,“ sagði Jóhann Gunnar og byrjaði svo að tala um sjálfan sig í þriðju persónu. „Ástæðan fyrir því er að allir titlar sem unnust á þessu tímabili, sem eru tveir, þar var þessi leikmaður í hægri skyttunni. Hann var valinn bestur og var markahæstur nánast öll tímabilin. Hann var rosalega mikill félagsmaður og góður í klefanum. Þessi leikmaður er einn sá besti sem spilaði í íslensku deildinni.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Tengdar fréttir Jóhann Gunnar lét til sín taka í teiknitölvunni í Seinni bylgjunni Það var pressa á Jóhanni Gunnari Einarssyni í Seinni bylgjunni í gærkvöldi því í útsendingu frá leik Vals og Aftureldingu var kollegi hans Einar Andri Einarsson búinn að lofa veislu þegar Jóhann Gunnar myndi láta til sín taka í teiknitölvunni. 23. febrúar 2021 13:30 „Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Jóhann Gunnar lét til sín taka í teiknitölvunni í Seinni bylgjunni Það var pressa á Jóhanni Gunnari Einarssyni í Seinni bylgjunni í gærkvöldi því í útsendingu frá leik Vals og Aftureldingu var kollegi hans Einar Andri Einarsson búinn að lofa veislu þegar Jóhann Gunnar myndi láta til sín taka í teiknitölvunni. 23. febrúar 2021 13:30
„Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30