Einhleypan: „Sundsjúk, hvatvís og heillast af húmor“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. febrúar 2021 19:53 Hún fer í sund á hverjum degi, getur samið ljóð á innan við mínútu og elskar góðan húmor. Þórunn Elva er Einhleypa vikunnar. Vilhelm/Vísir „Ég þori reyndar varla að taka það fram hér að ég sé nuddari en ég læt fylgja sögunni að ég hef átt flekklausan og perralausan nuddferil og ætla mér að halda því áfram,“ segir Þórunn Elva Þorgeirsdóttir Einhleypa vikunnar. Síðan Þórunn missti vinnuna sem flugfreyja í lok júlí, eins og svo margar aðrar flugfreyjur, hefur hún verið að taka að sér ýmis konar verkefni í sjónvarpi og kvikmyndum, á bakvið tjöldin. „Núna síðast var ég að aðstoða í Blindum Bakstri, þáttum Evu Laufeyjar sem byrja í sýningu á Stöð 2 í mars. Einnig ákvað ég í haust að taka nuddbekkinn minn fram aftur eftir um það bil árs pásu en ég starfa sem heilsunuddari samhliða öðrum verkefnum. Ég titla mig örugglega oftast sem nuddara en núna gæti ég eiginlega sagt að ég sé alt mulig mand því ég get kastað mér í nánast hvaða vinnuaðstæður sem er og tæklað þær helvíti vel.“ Hvernig hefur það verið að vera einhleyp á tímum heimsfaraldurs? „Ég fann í raun lítið fyrir því að vera einhleyp í fyrstu bylgjunni þar sem ég var svolítið að einbeita mér að því að vera ein eftir skilnað við barnsföður minn. Á sama tíma lokaði ég loksins fyrirtækinu mínu sem hafði keyrt mig frekar illa í andlegt og líkamlegt þrot." Þórunn segir það hafa verið efst á forgangslistanum hjá sér að læra að láta sér leiðast og ná sér niður eftir mikla törn. „Þannig ég myndi segja þessa fyrstu bylgju hafa komið á besta tíma fyrir mína parta. Í seinni bylgjunni (sem er víst kölluð þriðja bylgjan) ákvað ég að læra að prjóna fyrst að þetta var að byrja aftur því ég er svo léleg að horfa á sjónvarp. Ég get svo sem ekki sagt að ég hafi sleppt því að fara á stefnumót vegna Covid en það er klárlega minna um það." Hér fyrir neðan svarar Þórunn Elva spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Nafn? Þórunn Elva Þorgeirsdóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? Tóta ljóta hefur oftast verið notað af vinkonum en annars er ég yfirleitt aldrei kölluð neitt nema bara Þórunn. Aldur í árum? 32 ára gömul síðan um daginn. Aldur í anda? Mmmm, ég myndi segja sirka 25 ára en vinkonur mínar segja mig um það bil 90 ára þar sem ég er oftar en ekki sofnuð fyrir klukkan tíu á kvöldin, jafnvel fyrir klukkan níu. Persónulega myndi ég segja þetta bara mjög eðlilegt. Menntun? Ég er eiginlega á móti þessari spurningu, haha! Ég er lærður nuddari, er það ekki eitthvað? Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ég man það ekki. Guilty pleasure kvikmynd? Moulin Rouge. Hún er samt eiginlega ekkert guilty neitt. Ég hef shamelessly séð hana sirka 800 sinnum. Reyndar langt síðan síðast. Sofna kannski yfir henni í kvöld. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég fékk að minnsta kosti fiðring í magann yfir Jude Law. Ég reyndar varð ástfangin af Damien Rice en snarhætti við þegar ég varð aðeins eldri. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já, eiginlega mjög mikið við strákinn minn og þegar ég pæli í því þá held ég að það sé kominn tími til þess að hætta því. En ég geri það alls ekki við fullorðið fólk. Syngur þú í sturtu? Hmm, svona kannski stundum, en ég er meiri hummari. Ég er eiginlega algjör hummari. Uppáhaldsappið þitt? Instagram. Ef það kemur einhvern tíma Netskrafl app – sem er mér óskiljanlegt að sé ekki til, þá verður það uppáhalds. Þangað til spila ég það áfram á netinu í símanum. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? Ég er svakalegur hide-ari á Tinder. Fer inn á svona þriggja mánaða fresti að kíkja og hide-a mig svo aftur og gleymi því að það sé til þangað til að mér leiðist aftur nógu mikið. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Persónulega myndi ég segja fyndin, skemmtileg og spontant. Ég fæ samt nánast alltaf að heyra frá öllum sem ég hef deitað að ég sé hlý og með góða nærveru. Ég myndi segja það væri helvíti gott hrós. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Það helsta sem að vinkonur mínar vilja að komi fram hér er hvað ég er fljótfær. Ég vil reyndar meina að rétta orðið sé hvatvís. Ég spurði fleiri því mér fannst það ekki fullnægjandi svar og fékk orðin hugrökk, sjálfstæð og góð. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Ég held að húmor sé númer eitt. Að minnsta kosti alls ekki alvarleg týpa. Ætli það sé svo ekki bara einlægni og að vera spontant. Ég tengi mjög lítið við svona ofhugsara. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Dónalegar, hrokafullar og passive agressive týpur eru alls ekki málið. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Hér langar mig að segja kisa en ég held að ég væri fiskur þar sem mér líður langbest í vatni. Líður best í vatni. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Robert F Kennedy, Bill Burr og þar sem ég hef ekki sett mig nógu vel inn í vesenið með Ellen, þá ætla ég að leyfa henni að njóta vafans og Ellen Degeners. Þetta er of erfið spurning að svara á svona stuttum tíma. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég hef einstaklega leyndan ljóðahæfileika og ég get kastað í ljóð á sirka mínútu. Og já, ég get beygt þumalinn minn aftur á bak, alveg aftur að úlnliðnum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ætli ég verði ekki að segja sund? Ég fer í sund nánast daglega, annars er ég líka algjör út-að-borðari. Jú og ég elska að fara í bústað. Ég elska eiginlega ekkert meira en að vera í kósý í bústað. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Taka bensín, gera mig til og fara í sturtu. Úff - Allar sturtuferðirnar eftir sund. Ertu A eða B týpa? Ég var algjör B týpa áður en ég eignaðist barn sem hatar svefn. Svo ég hef neyðst til þess að verða A týpa. Yfirleitt er ég búin að gera allt sem ein manneskja gerir allan daginn fyrir klukkan níu á morgnanna. Ég hef samt lært að elska þetta A týpu líf og er byrjuð að vakna snemma, meira að segja vikurnar sem hann er ekki hjá mér. Kannski alltof snemma. Hvernig viltu eggin þín? Linsoðin, namm. Hvernig viltu kaffið þitt? Ég er tvöfaldur latte týpa ef ég er á flakkinu en annars svart kaffi með smá rjóma ef ég er heima. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Shit, það er svo langt síðan maður fór út að skemmta sér að ég eiginlega man það ekki. Jú, síðustu og skemmtilegustu kvöldin voru á Pablo Discobar. Svo ætli það sé ekki Röntgen núna eftir að ekkert má. Ertu með einhvern bucket-lista? Ég er með svakalegt píanó fetish og ætla ég mér að kunna að spila á píanó einn daginn. Svo ætli það sé ekki bara þetta venjulega. Ferðast og að eignast bústað. Bústaður er eiginlega númer eitt á bucket-listanum mínum. Draumastefnumótið? Ég er mikil svona út á land stefnumótakona. Mér finnst skemmtilegast að keyra eitthvað, helst í náttúrulaug/sund og svo út að borða. Gista á hóteli í leiðinni ef það er komið þangað. Að bjóða Þórunni út á land á stefnumót gæti verið virkilega góð hugmynd. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Örugglega mjög margir en ég er samt eiginlega fáránlega góð að læra texta. Ég hlusta eiginlega á lög til að hlusta á textana. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Ég er mjög ánægð að það var Líf dafnar en ekki Bachelor (bæði átti sér stað). Líf dafnar eru fallegustu þættir sem gerðir hafa verið. Ef þú hefur ekki horft, mæli ég með. Hvaða bók lastu síðast? Fyrir utan að lesa bækur í námi og einhverskonar bækur tengdar heilsu þá las ég líklegast Hann var kallaður þetta síðast þegar ég var um tíu ára. Hún hafði svo mikil áhrif að ég hef ekki lesið bók mér til dundurs síðan. Hvað er Ást? Að geta liðið vel við það að verið fullkomnlega maður sjálfur í hvaða aðstæðum sem er. Virðing, traust og mikið af knúsum og kossum. Það er allavega tilfinning sem þú veist að er ást þegar þú finnur hana. Að geta verið fullkomlega maður sjálfur með annari manneskju segir Þórunn vera ást. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Þórunnar Elvu hér. Ástin og lífið Einhleypan Tengdar fréttir Langflestir karlar telja sig vera með meiri kynlöngun en maki Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hvort þeir upplifi sig hafa minni eða meiri kynþörf/löngun en maki sinn. Könnunin var kynjaskipt og tóku tæplega sex þúsund manns þátt. 27. febrúar 2021 20:06 „Ég var allt í einu ein, ekkja með þrjú börn og bara 33 ára gömul“ „Mér fannst ég leyfa þessu að gerast. Ég hafði séð svona í bíómyndum og þá berst fólk alltaf á móti. Ég barðist ekki á móti, þá hlaut þetta að vera mér að kenna. Ég hugsaði alltaf að þögn væri sama og samþykki. Ég bara fraus. Ég var lömuð þegar þeir luku sér af.“ Þetta segir Kristín Þórsdóttir í viðtali við Vísi. 27. febrúar 2021 07:00 Spurning vikunnar: Hvert er þitt viðhorf til sjálfsfróunar maka? Þó svo að pör lifi góðu og virku kynlífi saman getur sjálfsfróun einnig verið stór hluti af kynlífsupplifun hvers og eins. Á meðan sumir fagna því að makinn sé einnig að upplifa kynferðislegan unað með sjálfum sér eru þó aðrir sem geta jafnvel fundist það óviðeigandi. 26. febrúar 2021 08:51 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Sönn íslensk makamál: Tekin! Makamál Það var eins og okkur væri ætlað að vera saman Makamál Skiptir það þig máli hvernig maki þinn klæðir sig? Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál Bone-orðin 10: Sara vill sjálfsörugga karlmenn sem græja og gera Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Síðan Þórunn missti vinnuna sem flugfreyja í lok júlí, eins og svo margar aðrar flugfreyjur, hefur hún verið að taka að sér ýmis konar verkefni í sjónvarpi og kvikmyndum, á bakvið tjöldin. „Núna síðast var ég að aðstoða í Blindum Bakstri, þáttum Evu Laufeyjar sem byrja í sýningu á Stöð 2 í mars. Einnig ákvað ég í haust að taka nuddbekkinn minn fram aftur eftir um það bil árs pásu en ég starfa sem heilsunuddari samhliða öðrum verkefnum. Ég titla mig örugglega oftast sem nuddara en núna gæti ég eiginlega sagt að ég sé alt mulig mand því ég get kastað mér í nánast hvaða vinnuaðstæður sem er og tæklað þær helvíti vel.“ Hvernig hefur það verið að vera einhleyp á tímum heimsfaraldurs? „Ég fann í raun lítið fyrir því að vera einhleyp í fyrstu bylgjunni þar sem ég var svolítið að einbeita mér að því að vera ein eftir skilnað við barnsföður minn. Á sama tíma lokaði ég loksins fyrirtækinu mínu sem hafði keyrt mig frekar illa í andlegt og líkamlegt þrot." Þórunn segir það hafa verið efst á forgangslistanum hjá sér að læra að láta sér leiðast og ná sér niður eftir mikla törn. „Þannig ég myndi segja þessa fyrstu bylgju hafa komið á besta tíma fyrir mína parta. Í seinni bylgjunni (sem er víst kölluð þriðja bylgjan) ákvað ég að læra að prjóna fyrst að þetta var að byrja aftur því ég er svo léleg að horfa á sjónvarp. Ég get svo sem ekki sagt að ég hafi sleppt því að fara á stefnumót vegna Covid en það er klárlega minna um það." Hér fyrir neðan svarar Þórunn Elva spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Nafn? Þórunn Elva Þorgeirsdóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? Tóta ljóta hefur oftast verið notað af vinkonum en annars er ég yfirleitt aldrei kölluð neitt nema bara Þórunn. Aldur í árum? 32 ára gömul síðan um daginn. Aldur í anda? Mmmm, ég myndi segja sirka 25 ára en vinkonur mínar segja mig um það bil 90 ára þar sem ég er oftar en ekki sofnuð fyrir klukkan tíu á kvöldin, jafnvel fyrir klukkan níu. Persónulega myndi ég segja þetta bara mjög eðlilegt. Menntun? Ég er eiginlega á móti þessari spurningu, haha! Ég er lærður nuddari, er það ekki eitthvað? Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ég man það ekki. Guilty pleasure kvikmynd? Moulin Rouge. Hún er samt eiginlega ekkert guilty neitt. Ég hef shamelessly séð hana sirka 800 sinnum. Reyndar langt síðan síðast. Sofna kannski yfir henni í kvöld. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég fékk að minnsta kosti fiðring í magann yfir Jude Law. Ég reyndar varð ástfangin af Damien Rice en snarhætti við þegar ég varð aðeins eldri. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já, eiginlega mjög mikið við strákinn minn og þegar ég pæli í því þá held ég að það sé kominn tími til þess að hætta því. En ég geri það alls ekki við fullorðið fólk. Syngur þú í sturtu? Hmm, svona kannski stundum, en ég er meiri hummari. Ég er eiginlega algjör hummari. Uppáhaldsappið þitt? Instagram. Ef það kemur einhvern tíma Netskrafl app – sem er mér óskiljanlegt að sé ekki til, þá verður það uppáhalds. Þangað til spila ég það áfram á netinu í símanum. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? Ég er svakalegur hide-ari á Tinder. Fer inn á svona þriggja mánaða fresti að kíkja og hide-a mig svo aftur og gleymi því að það sé til þangað til að mér leiðist aftur nógu mikið. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Persónulega myndi ég segja fyndin, skemmtileg og spontant. Ég fæ samt nánast alltaf að heyra frá öllum sem ég hef deitað að ég sé hlý og með góða nærveru. Ég myndi segja það væri helvíti gott hrós. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Það helsta sem að vinkonur mínar vilja að komi fram hér er hvað ég er fljótfær. Ég vil reyndar meina að rétta orðið sé hvatvís. Ég spurði fleiri því mér fannst það ekki fullnægjandi svar og fékk orðin hugrökk, sjálfstæð og góð. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Ég held að húmor sé númer eitt. Að minnsta kosti alls ekki alvarleg týpa. Ætli það sé svo ekki bara einlægni og að vera spontant. Ég tengi mjög lítið við svona ofhugsara. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Dónalegar, hrokafullar og passive agressive týpur eru alls ekki málið. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Hér langar mig að segja kisa en ég held að ég væri fiskur þar sem mér líður langbest í vatni. Líður best í vatni. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Robert F Kennedy, Bill Burr og þar sem ég hef ekki sett mig nógu vel inn í vesenið með Ellen, þá ætla ég að leyfa henni að njóta vafans og Ellen Degeners. Þetta er of erfið spurning að svara á svona stuttum tíma. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég hef einstaklega leyndan ljóðahæfileika og ég get kastað í ljóð á sirka mínútu. Og já, ég get beygt þumalinn minn aftur á bak, alveg aftur að úlnliðnum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ætli ég verði ekki að segja sund? Ég fer í sund nánast daglega, annars er ég líka algjör út-að-borðari. Jú og ég elska að fara í bústað. Ég elska eiginlega ekkert meira en að vera í kósý í bústað. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Taka bensín, gera mig til og fara í sturtu. Úff - Allar sturtuferðirnar eftir sund. Ertu A eða B týpa? Ég var algjör B týpa áður en ég eignaðist barn sem hatar svefn. Svo ég hef neyðst til þess að verða A týpa. Yfirleitt er ég búin að gera allt sem ein manneskja gerir allan daginn fyrir klukkan níu á morgnanna. Ég hef samt lært að elska þetta A týpu líf og er byrjuð að vakna snemma, meira að segja vikurnar sem hann er ekki hjá mér. Kannski alltof snemma. Hvernig viltu eggin þín? Linsoðin, namm. Hvernig viltu kaffið þitt? Ég er tvöfaldur latte týpa ef ég er á flakkinu en annars svart kaffi með smá rjóma ef ég er heima. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Shit, það er svo langt síðan maður fór út að skemmta sér að ég eiginlega man það ekki. Jú, síðustu og skemmtilegustu kvöldin voru á Pablo Discobar. Svo ætli það sé ekki Röntgen núna eftir að ekkert má. Ertu með einhvern bucket-lista? Ég er með svakalegt píanó fetish og ætla ég mér að kunna að spila á píanó einn daginn. Svo ætli það sé ekki bara þetta venjulega. Ferðast og að eignast bústað. Bústaður er eiginlega númer eitt á bucket-listanum mínum. Draumastefnumótið? Ég er mikil svona út á land stefnumótakona. Mér finnst skemmtilegast að keyra eitthvað, helst í náttúrulaug/sund og svo út að borða. Gista á hóteli í leiðinni ef það er komið þangað. Að bjóða Þórunni út á land á stefnumót gæti verið virkilega góð hugmynd. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Örugglega mjög margir en ég er samt eiginlega fáránlega góð að læra texta. Ég hlusta eiginlega á lög til að hlusta á textana. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Ég er mjög ánægð að það var Líf dafnar en ekki Bachelor (bæði átti sér stað). Líf dafnar eru fallegustu þættir sem gerðir hafa verið. Ef þú hefur ekki horft, mæli ég með. Hvaða bók lastu síðast? Fyrir utan að lesa bækur í námi og einhverskonar bækur tengdar heilsu þá las ég líklegast Hann var kallaður þetta síðast þegar ég var um tíu ára. Hún hafði svo mikil áhrif að ég hef ekki lesið bók mér til dundurs síðan. Hvað er Ást? Að geta liðið vel við það að verið fullkomnlega maður sjálfur í hvaða aðstæðum sem er. Virðing, traust og mikið af knúsum og kossum. Það er allavega tilfinning sem þú veist að er ást þegar þú finnur hana. Að geta verið fullkomlega maður sjálfur með annari manneskju segir Þórunn vera ást. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Þórunnar Elvu hér.
Ástin og lífið Einhleypan Tengdar fréttir Langflestir karlar telja sig vera með meiri kynlöngun en maki Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hvort þeir upplifi sig hafa minni eða meiri kynþörf/löngun en maki sinn. Könnunin var kynjaskipt og tóku tæplega sex þúsund manns þátt. 27. febrúar 2021 20:06 „Ég var allt í einu ein, ekkja með þrjú börn og bara 33 ára gömul“ „Mér fannst ég leyfa þessu að gerast. Ég hafði séð svona í bíómyndum og þá berst fólk alltaf á móti. Ég barðist ekki á móti, þá hlaut þetta að vera mér að kenna. Ég hugsaði alltaf að þögn væri sama og samþykki. Ég bara fraus. Ég var lömuð þegar þeir luku sér af.“ Þetta segir Kristín Þórsdóttir í viðtali við Vísi. 27. febrúar 2021 07:00 Spurning vikunnar: Hvert er þitt viðhorf til sjálfsfróunar maka? Þó svo að pör lifi góðu og virku kynlífi saman getur sjálfsfróun einnig verið stór hluti af kynlífsupplifun hvers og eins. Á meðan sumir fagna því að makinn sé einnig að upplifa kynferðislegan unað með sjálfum sér eru þó aðrir sem geta jafnvel fundist það óviðeigandi. 26. febrúar 2021 08:51 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Sönn íslensk makamál: Tekin! Makamál Það var eins og okkur væri ætlað að vera saman Makamál Skiptir það þig máli hvernig maki þinn klæðir sig? Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál Bone-orðin 10: Sara vill sjálfsörugga karlmenn sem græja og gera Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Langflestir karlar telja sig vera með meiri kynlöngun en maki Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hvort þeir upplifi sig hafa minni eða meiri kynþörf/löngun en maki sinn. Könnunin var kynjaskipt og tóku tæplega sex þúsund manns þátt. 27. febrúar 2021 20:06
„Ég var allt í einu ein, ekkja með þrjú börn og bara 33 ára gömul“ „Mér fannst ég leyfa þessu að gerast. Ég hafði séð svona í bíómyndum og þá berst fólk alltaf á móti. Ég barðist ekki á móti, þá hlaut þetta að vera mér að kenna. Ég hugsaði alltaf að þögn væri sama og samþykki. Ég bara fraus. Ég var lömuð þegar þeir luku sér af.“ Þetta segir Kristín Þórsdóttir í viðtali við Vísi. 27. febrúar 2021 07:00
Spurning vikunnar: Hvert er þitt viðhorf til sjálfsfróunar maka? Þó svo að pör lifi góðu og virku kynlífi saman getur sjálfsfróun einnig verið stór hluti af kynlífsupplifun hvers og eins. Á meðan sumir fagna því að makinn sé einnig að upplifa kynferðislegan unað með sjálfum sér eru þó aðrir sem geta jafnvel fundist það óviðeigandi. 26. febrúar 2021 08:51