Þeirra reiði fór þó algjörlega úr böndunum og sjónvarpskonan Sonja McLaughlan fékk mörg miður falleg skilaboð á Twitter eftir leikinn í gær.
McLaughlan tók viðtal við fyrirliðann Owen Farrell í leikslok en í leiknum hafði Owen verið afar ósáttur með dómgæsluna í leiknum.
McLaughlan gekk á Owen og spurði hann út í þessa reiði hans gagnvart dómurunum og við það voru netverjar ekki sáttir.
„Eitruð, vandræðaleg, skammarlegt, skelfilegt. Hluti af því sem ég hef fengið að heyra. Takk fyrir að nota @ merkið svo þetta skili sér allt,“ skrifaði hún á Twitter síðu sína eftir viðtalið.
„Hugsa sér að fá þetta flæðandi yfir sig fyrir að sinna vinnunni sinni. Er í bílnum grátandi. Vonandi eruði ánægð,“ bætti hún við.
Sonja fékk mikinn stuðning eftir tístið sitt meðal annars frá ruðningssambandinu og fleira fólki.
BBC Sport reporter Sonja McLaughlan left in tears after receiving 'toxic' abuse following Owen Farrell interview https://t.co/6jYuxRc8nV
— MailOnline Sport (@MailSport) February 28, 2021