Lagið hefur notið mikilla vinsælda og varð fljótt vinsælasta lag landsins eftir að það var gefið út. Lagið var gefið út fyrir rétt rúmu ári síðan og hefur verið spilað meira en 2,18 milljón sinnum á Spotify.
Bríet flutti lagið í Kryddsíld Stöðvar 2 um áramótin sem hægt er að sjá í klippunni hér að neðan.
Þá flutti hún lagið einnig á tónleikunum Samkomubann, sem haldnir voru af Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fyrir tæpu ári síðan.
Tilnefnt til Hlustendaverðlauna
Esjan er meðal þeirra laga sem er tilnefnt sem lag ársins á Hlustendaverðlaunum. Hin lögin eru Higher með Gus Gus, Think About Things með Daða Frey, I Want More með Kaleo, Það bera sig allir vel með Helga Björns, Í kvöld er gigg með Ingó og Stjörnurnar með Herra Hnetusmjör.
Hægt er að taka þátt í valinu hér fyrir neðan.