Fjögur hundruð stefna til landsins vegna rafíþróttamóts Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2021 21:29 Ólafur Hrafn Steinarsson er formaður RSÍ. Stöð 2 Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rafíþróttasamtökum Íslands og öðrum sem að mótinu koma. „Alls munu um fjögur hundruð manns koma til landsins í tengslum við þessi tvö mót sem standa samtals yfir í um fjórar vikur. Keppendur og starfsfólk munu í öllu fylgja gildandi sóttvarnarreglum og fara í sóttkví áður en mótið hefst. Einnig verða sýni tekin reglulega úr gestum til að fyrirbyggja að smit komi upp í hópnum. Riot Games hefur verið í beinu samráði við Embætti landlæknis til þess að tryggja að smitvarnir verði með sem bestu móti,“ segir í tilkynningu. Íslandsstofa hafði milligöngu um að koma Riot Games í samband við Reykjavíkurborg og aðra þjónustuaðila sem koma að undirbúning mótsins. Hópurinn sem væntanlegur er hingað í maí mun alls kaupa 8.000 gistinætur á íslenskum hótelum meðan á mótinu stendur, auk þess sem íslenskir þjónustuaðilar koma að framkvæmd mótsins. Í tilkynningunni er mótið sagt gríðarstórt tækifæri til að kynna Reykjavík sem álitlegan áfangastað erlendra ferðamanna. Rafíþróttir í sókn League of Legends er einn vinsælasti tölvuleikur heims og áhorf á beinar útsendingar frá keppnum atvinnumanna njóta gríðarlegra vinsælda. Alls horfðu um 23 milljónir manns á beina útsendingu frá úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í leiknum sem fram fór í Shanghai í desember síðastliðnum, og um hundrað milljón einstakir áhorfendur fylgdust með útsendingum frá heimsmeistaramótinu 2019. „Rafíþróttir á Íslandi hafa vaxið hratt á undanförnum árum og hefur hluti af verkefnum RÍSÍ verið að koma Íslandi inn á rafíþróttakortið sem spennandi vettvangur fyrir framtíðarhæfileika í rafíþróttum og einstök staðsetning fyrir alþjóðlega rafíþróttaviðburði. Það að fá Riot Games til Íslands með tvo af stærstu rafíþróttaviðburðum heims er gífurleg viðurkenning á þessu starfi og leggur grunninn að því að laða til landsins fleiri stóra rafíþróttaviðburði í framtíðinni. Þá er þetta einstakt tækifæri fyrir Ísland að mynda mikilvæg og sterk tengsl við einstaklinga sem leiða þróun atvinnurafíþrótta á heimsvísu. Ég tel að þegar litið verður til baka yfir sögu Íslands mun koma þessara viðburða til landsins standa upp úr sem stórt skref fyrir Ísland inn í stafrænan heim framtíðarinnar,“ er haft eftir Ólafi Hrafni Steinarssyni, formanni Rafíþróttasamtaka Íslands, í tilkynningunni. Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rafíþróttasamtökum Íslands og öðrum sem að mótinu koma. „Alls munu um fjögur hundruð manns koma til landsins í tengslum við þessi tvö mót sem standa samtals yfir í um fjórar vikur. Keppendur og starfsfólk munu í öllu fylgja gildandi sóttvarnarreglum og fara í sóttkví áður en mótið hefst. Einnig verða sýni tekin reglulega úr gestum til að fyrirbyggja að smit komi upp í hópnum. Riot Games hefur verið í beinu samráði við Embætti landlæknis til þess að tryggja að smitvarnir verði með sem bestu móti,“ segir í tilkynningu. Íslandsstofa hafði milligöngu um að koma Riot Games í samband við Reykjavíkurborg og aðra þjónustuaðila sem koma að undirbúning mótsins. Hópurinn sem væntanlegur er hingað í maí mun alls kaupa 8.000 gistinætur á íslenskum hótelum meðan á mótinu stendur, auk þess sem íslenskir þjónustuaðilar koma að framkvæmd mótsins. Í tilkynningunni er mótið sagt gríðarstórt tækifæri til að kynna Reykjavík sem álitlegan áfangastað erlendra ferðamanna. Rafíþróttir í sókn League of Legends er einn vinsælasti tölvuleikur heims og áhorf á beinar útsendingar frá keppnum atvinnumanna njóta gríðarlegra vinsælda. Alls horfðu um 23 milljónir manns á beina útsendingu frá úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í leiknum sem fram fór í Shanghai í desember síðastliðnum, og um hundrað milljón einstakir áhorfendur fylgdust með útsendingum frá heimsmeistaramótinu 2019. „Rafíþróttir á Íslandi hafa vaxið hratt á undanförnum árum og hefur hluti af verkefnum RÍSÍ verið að koma Íslandi inn á rafíþróttakortið sem spennandi vettvangur fyrir framtíðarhæfileika í rafíþróttum og einstök staðsetning fyrir alþjóðlega rafíþróttaviðburði. Það að fá Riot Games til Íslands með tvo af stærstu rafíþróttaviðburðum heims er gífurleg viðurkenning á þessu starfi og leggur grunninn að því að laða til landsins fleiri stóra rafíþróttaviðburði í framtíðinni. Þá er þetta einstakt tækifæri fyrir Ísland að mynda mikilvæg og sterk tengsl við einstaklinga sem leiða þróun atvinnurafíþrótta á heimsvísu. Ég tel að þegar litið verður til baka yfir sögu Íslands mun koma þessara viðburða til landsins standa upp úr sem stórt skref fyrir Ísland inn í stafrænan heim framtíðarinnar,“ er haft eftir Ólafi Hrafni Steinarssyni, formanni Rafíþróttasamtaka Íslands, í tilkynningunni.
Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira