„Ekki orðinn þreyttur á leikjaálaginu enda ekki að spila sjálfur” Andri Már Eggertsson skrifar 1. mars 2021 22:11 Snorri hvetur sína menn til dáða í kvöld. vísir/vilhelm Valur vann sterkan sigur á FH í kvöld. Leikurinn var jafn 15 - 15 þegar liðin héldu til hálfleiks. Seinni hálfleikur var frábær í alla staði hjá Val, FH átti fá svör við bæði varnar og sóknarleik Vals sem endaði með 33-26 sigri heimamanna. „Vikan var svolítið sérstök fyrir leik og líklegast ekki eins og ég hefði óskað mér en við gerðum gott úr þessu og rúmlega það sem gleður mig alveg svakalega mikið sem þjálfara,” sagði Snorri Steinn aðspurður hvernig undirbúningur liðsins var, verandi með 4 lykilmenn ekki á skýrslu. „Ég veit alveg að ég er með góða breidd og það er ástæða fyrir því hvers vegna ég er með menn á bekknum sem geta komið inná og skilað framlagi, ég er þó ekkert að sækjast eftir því að leikmenn séu í banni, meiddir eða veikir.” Leikurinn var jafn 15 - 15 í hálfleik en í seinni hálfleik átti Valur frábæran leik og gengu frá FH ingum sem virtust eiga fá svör við því sem Valur var að gera. „Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn, í seinni hálfleik var margt sem gekk upp, vörnin stóð vel, við fengum varða bolta og var sóknarleikurinn vel smurður.” „Við lærðum mikið af leiknum á móti KA sem við nýttum okkur í kvöld þegar FH fór að minnka niður forskotið okkar.” Mikið hefur verið um að leikmenn deildarinnar séu að lenda í langtíma meiðslum vegna leikjaálags, deildin er spiluð þétt og verður enn þéttari núna á næstunni og velta margir fyrir sér hvort það þurfi breytingar. „Við förum ekki að breyta mótinu frá því sem komið er, þetta var það sem við vissum að myndi liggja fyrir þegar við ræddum um þetta. Ég mótmælti þessu ekki neitt á sínum tíma og fer ég ekki að gera það í dag.” „Meiðsli leikmanna er ekkert til að leika sér með en svona er staðan, mér persónulega finnst þetta fínt enda er ég ekkert að spila svo ég er ekki þreyttur,” sagði Snorri Steinn léttur að lokum. Olís-deild karla Valur Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
„Vikan var svolítið sérstök fyrir leik og líklegast ekki eins og ég hefði óskað mér en við gerðum gott úr þessu og rúmlega það sem gleður mig alveg svakalega mikið sem þjálfara,” sagði Snorri Steinn aðspurður hvernig undirbúningur liðsins var, verandi með 4 lykilmenn ekki á skýrslu. „Ég veit alveg að ég er með góða breidd og það er ástæða fyrir því hvers vegna ég er með menn á bekknum sem geta komið inná og skilað framlagi, ég er þó ekkert að sækjast eftir því að leikmenn séu í banni, meiddir eða veikir.” Leikurinn var jafn 15 - 15 í hálfleik en í seinni hálfleik átti Valur frábæran leik og gengu frá FH ingum sem virtust eiga fá svör við því sem Valur var að gera. „Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn, í seinni hálfleik var margt sem gekk upp, vörnin stóð vel, við fengum varða bolta og var sóknarleikurinn vel smurður.” „Við lærðum mikið af leiknum á móti KA sem við nýttum okkur í kvöld þegar FH fór að minnka niður forskotið okkar.” Mikið hefur verið um að leikmenn deildarinnar séu að lenda í langtíma meiðslum vegna leikjaálags, deildin er spiluð þétt og verður enn þéttari núna á næstunni og velta margir fyrir sér hvort það þurfi breytingar. „Við förum ekki að breyta mótinu frá því sem komið er, þetta var það sem við vissum að myndi liggja fyrir þegar við ræddum um þetta. Ég mótmælti þessu ekki neitt á sínum tíma og fer ég ekki að gera það í dag.” „Meiðsli leikmanna er ekkert til að leika sér með en svona er staðan, mér persónulega finnst þetta fínt enda er ég ekkert að spila svo ég er ekki þreyttur,” sagði Snorri Steinn léttur að lokum.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira