Strákarnir björguðu lífi mínu Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2021 11:30 Þórunn Erna Clausen gekk í gegnum erfiðan missi fyrir áratug síðan og hefur nú gefið út plötu með lögum til Sjonna Brink. Vísir/vilhelm Þórunn Erna Clausen er söngkona, lagahöfundur og leikkona og hefur alltaf nóg að gera. Þórunn er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún gaf á dögunum út plötuna My Darkest Place sem fjallar um erfiða tíma í hennar lífi en lögin á plötunni samdi hún á síðustu tíu árum til Sigurjóns Brink. Árið 2011 varð Sigurjón Brink bráðkvaddur aðeins 36 ára gamall en Þórunn og Sjonni voru þá hjón. Sambúð þeirra hófst 2002 og gengu þau í það heilaga árið 2008. Aðeins þremur árum síðar var Sjonni Brink látinn. Þórunn og Sigurjón eignuðust saman tvo drengi, þá Hauk Örn og Róbert Hrafn. Þórunn segir að drengirnir hennar hafi hreinlega haldið henni gangandi á sínum tíma, þegar hún varð að takast á við áfall af þessari stærðargráðu og það í raun fyrir framan alþjóð. Sjonni Brink var einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og var mikið fjallað um andlát hans í fjölmiðlum. „Maður var stundum að reyna að gefa fólki í kringum sig von um að það væri hægt að halda áfram með lífið þegar maður sjálfur kannski trúði því alls ekki,“ segir Þórunn Erna og heldur áfram. „Að reyna vera brosandi og einblína á góðu hlutina tók svolítið mikið af manni á tímabili,“ segir Þórunn en hún samdi textann við fyrsta lagið á plötunni aðeins fjórum dögum eftir að Sigurjón féll frá. Guðrún Árný samdi lagið sjálft. Klippa: Einkalífið - Þórunn Erna Clausen „Þetta byrjar strax að ryðjast út í manni og maður getur ekki stoppað það ferli. Svo átti ég rosalega erfitt með að gefa þetta út, út af því að þetta er svo persónulegt. Þetta er bara dýpsta sorgin mín. Þetta lag sem ég samdi fjórum dögum eftir að hann dó, ég hef ekki getað gefið það út fyrr en núna. Núna líður mér miklu betur og get hugsað um þetta sem tónlist og vonandi getur einhver nýtt þetta og hlustað á þetta í sinni sorg.“ Þórunn segir að eitt lag á plötunni fjalli í raun um það hvernig drengirnir hennar björguðu lífi hennar. Lagið heitir Lítið hjarta. „Þegar fólk lendir í mjög stórum áföllum þá held ég að mjög margir upplifi það að þurfa finna eitthvað til að lifa fyrir og þeir hafa verið það hjá mér,“ segir Þórunn Erna sem brotnaði niður þegar þarna var komið við sögu. Umræðan um drengina hennar Þórunnar hefst þegar 13 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Þórunn Erna einnig um tónlistarferilinn, leiklistarferilinn, Eurovision ævintýrin tvö, barneignir, um núverandi kærasta og þeirra samband og margt fleira. Hér að neðan má hlusta á nýju plötuna frá Þórunni Ernu Clausen. Einkalífið Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
Árið 2011 varð Sigurjón Brink bráðkvaddur aðeins 36 ára gamall en Þórunn og Sjonni voru þá hjón. Sambúð þeirra hófst 2002 og gengu þau í það heilaga árið 2008. Aðeins þremur árum síðar var Sjonni Brink látinn. Þórunn og Sigurjón eignuðust saman tvo drengi, þá Hauk Örn og Róbert Hrafn. Þórunn segir að drengirnir hennar hafi hreinlega haldið henni gangandi á sínum tíma, þegar hún varð að takast á við áfall af þessari stærðargráðu og það í raun fyrir framan alþjóð. Sjonni Brink var einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og var mikið fjallað um andlát hans í fjölmiðlum. „Maður var stundum að reyna að gefa fólki í kringum sig von um að það væri hægt að halda áfram með lífið þegar maður sjálfur kannski trúði því alls ekki,“ segir Þórunn Erna og heldur áfram. „Að reyna vera brosandi og einblína á góðu hlutina tók svolítið mikið af manni á tímabili,“ segir Þórunn en hún samdi textann við fyrsta lagið á plötunni aðeins fjórum dögum eftir að Sigurjón féll frá. Guðrún Árný samdi lagið sjálft. Klippa: Einkalífið - Þórunn Erna Clausen „Þetta byrjar strax að ryðjast út í manni og maður getur ekki stoppað það ferli. Svo átti ég rosalega erfitt með að gefa þetta út, út af því að þetta er svo persónulegt. Þetta er bara dýpsta sorgin mín. Þetta lag sem ég samdi fjórum dögum eftir að hann dó, ég hef ekki getað gefið það út fyrr en núna. Núna líður mér miklu betur og get hugsað um þetta sem tónlist og vonandi getur einhver nýtt þetta og hlustað á þetta í sinni sorg.“ Þórunn segir að eitt lag á plötunni fjalli í raun um það hvernig drengirnir hennar björguðu lífi hennar. Lagið heitir Lítið hjarta. „Þegar fólk lendir í mjög stórum áföllum þá held ég að mjög margir upplifi það að þurfa finna eitthvað til að lifa fyrir og þeir hafa verið það hjá mér,“ segir Þórunn Erna sem brotnaði niður þegar þarna var komið við sögu. Umræðan um drengina hennar Þórunnar hefst þegar 13 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Þórunn Erna einnig um tónlistarferilinn, leiklistarferilinn, Eurovision ævintýrin tvö, barneignir, um núverandi kærasta og þeirra samband og margt fleira. Hér að neðan má hlusta á nýju plötuna frá Þórunni Ernu Clausen.
Einkalífið Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira