Sum rafræn samskipti við aðra en maka geta sumum þótt vera á gráu svæði þegar þú ert í sambandi. Allt fer þetta þó eftir eðli samskiptanna og við hvern verið er að eiga samskipti.
Veruleiki okkar á tímum samfélagsmiðla gerir leiðina að samskiptum sem jafnvel gætu talist óviðeigandi, styttri en ella. Ef sambandið er á hálum ís og fólk er að upplifa einhverskonar vantraust geta þessi mál orðið stór og flókin.
Einhverjir geta upplifað afbrýðisemi, svik eða jafnvel einhvers konar framhjáhald þegar þeir komast að einhverjum samskiptum maka við aðra eða vita til þess að samskiptum hafi verið eytt.
Sum samskipti sem fólk eyðir þurfa þó ekki endilega að vera óviðeigandi eða einhverskonar svik. Þau gætu sem dæmi verið einhverskonar ráðfærsla eða trúnaðartal við manneskju sem viðkomandi ber traust til og vill ekki að maki sjái þær samræður.
Spurning vikunnar er því þessi - Hefur þú falið rafræn samskipti fyrir maka?