Eftir mjög langa sókn heimamanna fór eitthvað úrskeiðis í skipulaginu og óvænt voru sjö útileikmenn í vörn og alls átta ÍR-ingar inn á ef markvörður liðsins er talinn með. Sjá má skjáskot af umræddu atviki hér að neðan.
Aðeins var um nokkrar sekúndur að ræða en ÍR-ingar ákváðu að slá þessu upp í grein á Twitter-aðgangi sínum.
Takk fyrir leikinn í gær @valurhandbolti. Til lukku þeð 2 stig. Við viljum benda á að við í Breiðholtinu höfum fundið lausnina á 7 á 6. @Seinnibylgjan @handboltiis #handbolti pic.twitter.com/sXsoBNrb9f
— ÍR Handbolti (@IR_Handbolti) March 6, 2021
„Við viljum benda á að við í Breiðholtinu höfum fundið lausnina á 7 á 6,“ segir til að mynda í tísti ÍR um leikinn. Eins og áður sagði þá vann Valur leikinn með átta marka mun og ÍR því sem fyrr án stiga á botni deildarinnar.
Atvikið skondna má sjá hér að neðan. Sókn ÍR-ingar renndur út í sandinn á 1:05:25 og í kjölfarið fer Valur í sókn sem endar með því að heimamenn eru manni fleiri í vörn.