Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Sylvía Hall skrifar 8. mars 2021 22:37 Viðtal Opruh við hjónin hefur vakið mikla athygli. Getty/Harpo Productions Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. Meghan var ómyrk í máli þegar hún talaði um andrúmsloftið sem ríkti innan konungsfjölskyldunnar, þá sérstaklega í kringum hana, sem fór að hennar sögn versnandi eftir brúðkaupið. Konungsfjölskyldan hafi aldrei beitt sér gegn óvægnum og rasískum umfjöllunum um hana í bresku pressunni og að á tímapunkti hafi hún verið í sjálfsvígshugleiðingum. Ummæli þeirra hjóna um umræður innan fjölskyldunnar um mögulegan húðlit Archie, sonar þeirra, hafa vakið mikla reiði. Meghan, sem er af blönduðum uppruna, segir meðlimi konungsfjölskyldunnar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því hversu dökkur hann gæti verið og „hvernig það myndi líta út“ þegar hún gekk með Archie. „Harry sagði mér frá þessu. Þetta voru samræður sem fjölskyldan átti við hann,“ sagði Meghan, sem neitaði að gefa upp hverjir áttu hlut að máli. „Það væri mjög skaðlegt fyrir þau.“ Í viðtali við CBS í morgun sagði Oprah að Harry hefði ekki gefið upp hverjir hefðu átt þessar samræður. Hann vildi samt að það kæmi skýrt fram að hvorki amma hans, Elísabet drottning, né afi hans Filippus hafi verið meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af þessu. „Hann sagði mér ekki hverjir það voru en hann vildi að ég vissi, og ef ég fengi tækifæri til þess að deila því, að það voru hvorki amma hans né afi sem tóku þátt í þeim umræðum.“ WATCH: @Oprah says “it was not his grandmother nor his grandfather” that were a part of the conversations about Prince Harry & Meghan's baby's skin color. #OprahMeghanHarry pic.twitter.com/LpPLmkUEFR— CBS This Morning (@CBSThisMorning) March 8, 2021 Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Meghan var ómyrk í máli þegar hún talaði um andrúmsloftið sem ríkti innan konungsfjölskyldunnar, þá sérstaklega í kringum hana, sem fór að hennar sögn versnandi eftir brúðkaupið. Konungsfjölskyldan hafi aldrei beitt sér gegn óvægnum og rasískum umfjöllunum um hana í bresku pressunni og að á tímapunkti hafi hún verið í sjálfsvígshugleiðingum. Ummæli þeirra hjóna um umræður innan fjölskyldunnar um mögulegan húðlit Archie, sonar þeirra, hafa vakið mikla reiði. Meghan, sem er af blönduðum uppruna, segir meðlimi konungsfjölskyldunnar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því hversu dökkur hann gæti verið og „hvernig það myndi líta út“ þegar hún gekk með Archie. „Harry sagði mér frá þessu. Þetta voru samræður sem fjölskyldan átti við hann,“ sagði Meghan, sem neitaði að gefa upp hverjir áttu hlut að máli. „Það væri mjög skaðlegt fyrir þau.“ Í viðtali við CBS í morgun sagði Oprah að Harry hefði ekki gefið upp hverjir hefðu átt þessar samræður. Hann vildi samt að það kæmi skýrt fram að hvorki amma hans, Elísabet drottning, né afi hans Filippus hafi verið meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af þessu. „Hann sagði mér ekki hverjir það voru en hann vildi að ég vissi, og ef ég fengi tækifæri til þess að deila því, að það voru hvorki amma hans né afi sem tóku þátt í þeim umræðum.“ WATCH: @Oprah says “it was not his grandmother nor his grandfather” that were a part of the conversations about Prince Harry & Meghan's baby's skin color. #OprahMeghanHarry pic.twitter.com/LpPLmkUEFR— CBS This Morning (@CBSThisMorning) March 8, 2021
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira