Svona gekk fyrsta flug Icelandair með Max vélinni eftir kyrrsetningu Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2021 10:30 Fyrsta áætlunarflug Max vélanna var flogið til Kaupmannahafnar í gær. Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max vélar Icelandair var í gærmorgun en vélin fór til Kaupmannahafnar. Í Íslandi í dag í gærkvöldi kynnti Sindri Sindrason sér vélina og fékk að vera um borð þegar starfsfólk Icelandair fór í útsýnisflug á laugardaginn. Vélintegundin hafði verið kyrrsett í tvö ár áður en hún fékk aftur leyfi til að fljúga á nýjan leik en tvö mannskæð flugslys urðu þess valdandi að lagfæra þurfti vélabúnað Max vélanna. Flugið á laugardaginn var um klukkustunda útsýnisflug með forstjóra og öðrum starfsmönnum Icelandair. Aðeins máttu fimmtíu manns vera um borð í vélinni vegna ástandsins. „Þetta er frábær dagur. Í þessum mánuði erum við að taka tvær vélar í notkun og svo mun þeim fjölga eftir því sem líður nær að sumri,“ segir Ásgeir Gunnar Stefánsson aðstoðaryfirflugstjóri Icelandair. Tólf flugfélög í heiminum hafa þegar tekið Max vélarnar í rekstur á ný. Frá kyrrsetningu hafa verið farnar níu þúsund ferðir með 737 Max. „Þetta er stór dagur. Við erum bara virkilega ánægð að fá þessa vél aftur í rekstur. Við erum búnir að vera fljúga þessum vélum í prófunum undanfarið og erum bara mjög sáttir við allt,“ segir Kári Kárason flugstjóri hjá fyrirtækinu. Þetta var í raun fyrsta flug fyrirtækisins með Max vélinni þar sem full áhöfn var til staðar og farþegar. „Við erum með 43 farþega og svo erum við sex í áhöfn,“ segir Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir flugfreyja um borð. „Þetta er svona lokaundirbúningsflugið áður en vélin fer aftur inn í leiðakerfið þannig að þetta er mikill gleðidagur,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Það verða tólf Max vélar þegar við erum búin að fá þær allar afhentar. Þessar vélar munu skapa tækifæri í leiðakerfinu sem núverandi floti getur í rauninni ekki búið til. Bæði hvað varðar tíðni og nýja áfangastaði. Við trúum því fullum fetum að þetta muni gjörbylta okkar rekstri á jákvæðan máta,“ segir Bogi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fréttir af flugi Ísland í dag Icelandair Boeing Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. 2. mars 2021 12:36 Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Í Íslandi í dag í gærkvöldi kynnti Sindri Sindrason sér vélina og fékk að vera um borð þegar starfsfólk Icelandair fór í útsýnisflug á laugardaginn. Vélintegundin hafði verið kyrrsett í tvö ár áður en hún fékk aftur leyfi til að fljúga á nýjan leik en tvö mannskæð flugslys urðu þess valdandi að lagfæra þurfti vélabúnað Max vélanna. Flugið á laugardaginn var um klukkustunda útsýnisflug með forstjóra og öðrum starfsmönnum Icelandair. Aðeins máttu fimmtíu manns vera um borð í vélinni vegna ástandsins. „Þetta er frábær dagur. Í þessum mánuði erum við að taka tvær vélar í notkun og svo mun þeim fjölga eftir því sem líður nær að sumri,“ segir Ásgeir Gunnar Stefánsson aðstoðaryfirflugstjóri Icelandair. Tólf flugfélög í heiminum hafa þegar tekið Max vélarnar í rekstur á ný. Frá kyrrsetningu hafa verið farnar níu þúsund ferðir með 737 Max. „Þetta er stór dagur. Við erum bara virkilega ánægð að fá þessa vél aftur í rekstur. Við erum búnir að vera fljúga þessum vélum í prófunum undanfarið og erum bara mjög sáttir við allt,“ segir Kári Kárason flugstjóri hjá fyrirtækinu. Þetta var í raun fyrsta flug fyrirtækisins með Max vélinni þar sem full áhöfn var til staðar og farþegar. „Við erum með 43 farþega og svo erum við sex í áhöfn,“ segir Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir flugfreyja um borð. „Þetta er svona lokaundirbúningsflugið áður en vélin fer aftur inn í leiðakerfið þannig að þetta er mikill gleðidagur,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Það verða tólf Max vélar þegar við erum búin að fá þær allar afhentar. Þessar vélar munu skapa tækifæri í leiðakerfinu sem núverandi floti getur í rauninni ekki búið til. Bæði hvað varðar tíðni og nýja áfangastaði. Við trúum því fullum fetum að þetta muni gjörbylta okkar rekstri á jákvæðan máta,“ segir Bogi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Fréttir af flugi Ísland í dag Icelandair Boeing Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. 2. mars 2021 12:36 Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. 2. mars 2021 12:36
Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36